Kvíðnir fyrir langvarandi jarðhræringaskeiði Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2022 13:12 Fannar Jónsson er bæjarstjóri í Grindavík. Vísir/Egill Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæjarbúa uggandi vegna jarðskjálftahrinunnar sem staðið hefur yfir undanfarna daga og sumir hafi áhyggjur af langvarandi jarðhræringaskeiði sem nú gæti tekið við. Hann býst við góðri mætingu á íbúafundi vegna stöðunnar í kvöld. Hátt í fjögur þúsund jarðskjálftar hafa mælst við fjallið Þorbjörn við Gríndavík undanfarna viku. Óvissustigi var lýst yfir um helgina vegna jarðskjálftavirkninnar en fram kom í tilkynningu almannavarna í gær að kvika væri líkast til að safnast saman á um fjögurra kílómetra dýpi skammt norðvestan Þorbjarnar. Fannar Jónsson bæjarstjóri Grindavíkur segir að kvíða gæti meðal íbúa vegna jarðhræringanna. „En við töldum algjörlega nauðsynlegt að boða til fundar og reyna að upplýsa fólk sem best um það sem er að gerast,“ segir Fannar. Óþyrmilega vör við skjálftana Íbúafundurinn hefst klukkan hálf átta í kvöld í íþróttahúsi Grindavíkur. Framsögumenn verða meðal annarra vísindamenn, fulltrúar frá lögreglu og björgunarsveitum - og Fannar býst við góðri mætingu. Sambærilegir íbúafundir voru haldnir í aðdraganda eldgossins við Fagradalsfjall í fyrra - og Fannar segir stóru skjálftana um helgina óneitanlega hafa vakið upp minningar frá umbrotatímabilinu þá. „Við urðum óþyrmilega vör við þessa skjálfta því þeir voru svo nálægt okkur en það er eins og þessar bylgjur berist langar leiðir og miðað við nálægðina við okkur þá verðum við ekki eins mikið vör við það eins og margir skyldu ætla. Vísindamenn hafa verið að leita skýringa á því, meðal annars að þetta sé ungt berg og mikið brotið og að það kunni að deyfa áhrifin,“ segir Fannar. „En óþægindin eru samt sem áður heilmikil og kemur upp kvíði hjá mörgum fyrir því að þetta kunni einhvern veginn að vera langvarandi og er kannski ekki gott að segja hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Enn hætta á stórum skjálfta Enn er sú hætta fyrir hendi að jarðskjálfi allt að 6,5 að stærð verði í Brennisteinsfjöllum. Slíkur skjálfti hefði að öllum líkindum veruleg áhrif á höfuðbogarsvæðinu. Íbúafundur verður haldinn á Grindavík á morgun vegna aukinnar skjálftavirkni við bæinn. 18. maí 2022 15:35 Þenslu orðið vart við Grindavík Töluverð skjálftavirkni hefur verið á suðvesturhorni landsins síðustu daga og mælingar Háskóla Íslands benda til þess að land hafi risið við Grindavík frá mánaðarmótum. 14. maí 2022 22:24 Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan kerfið var sett upp 1991 Snarpur jarðskálfti varð í fjöllunum norðan við Lambafell við Þrengslin í dag. Hann var 4,8 að stærð. Jarðskjálftafræðingur segir auknar líkur á frekari jarðskjálfavirkni á svæðinu. Skjálftinn í dag er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu frá því að mælakerfi Veðurstofunnar var sett upp árið 1991. 14. maí 2022 17:57 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Hátt í fjögur þúsund jarðskjálftar hafa mælst við fjallið Þorbjörn við Gríndavík undanfarna viku. Óvissustigi var lýst yfir um helgina vegna jarðskjálftavirkninnar en fram kom í tilkynningu almannavarna í gær að kvika væri líkast til að safnast saman á um fjögurra kílómetra dýpi skammt norðvestan Þorbjarnar. Fannar Jónsson bæjarstjóri Grindavíkur segir að kvíða gæti meðal íbúa vegna jarðhræringanna. „En við töldum algjörlega nauðsynlegt að boða til fundar og reyna að upplýsa fólk sem best um það sem er að gerast,“ segir Fannar. Óþyrmilega vör við skjálftana Íbúafundurinn hefst klukkan hálf átta í kvöld í íþróttahúsi Grindavíkur. Framsögumenn verða meðal annarra vísindamenn, fulltrúar frá lögreglu og björgunarsveitum - og Fannar býst við góðri mætingu. Sambærilegir íbúafundir voru haldnir í aðdraganda eldgossins við Fagradalsfjall í fyrra - og Fannar segir stóru skjálftana um helgina óneitanlega hafa vakið upp minningar frá umbrotatímabilinu þá. „Við urðum óþyrmilega vör við þessa skjálfta því þeir voru svo nálægt okkur en það er eins og þessar bylgjur berist langar leiðir og miðað við nálægðina við okkur þá verðum við ekki eins mikið vör við það eins og margir skyldu ætla. Vísindamenn hafa verið að leita skýringa á því, meðal annars að þetta sé ungt berg og mikið brotið og að það kunni að deyfa áhrifin,“ segir Fannar. „En óþægindin eru samt sem áður heilmikil og kemur upp kvíði hjá mörgum fyrir því að þetta kunni einhvern veginn að vera langvarandi og er kannski ekki gott að segja hvað framtíðin ber í skauti sér.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Enn hætta á stórum skjálfta Enn er sú hætta fyrir hendi að jarðskjálfi allt að 6,5 að stærð verði í Brennisteinsfjöllum. Slíkur skjálfti hefði að öllum líkindum veruleg áhrif á höfuðbogarsvæðinu. Íbúafundur verður haldinn á Grindavík á morgun vegna aukinnar skjálftavirkni við bæinn. 18. maí 2022 15:35 Þenslu orðið vart við Grindavík Töluverð skjálftavirkni hefur verið á suðvesturhorni landsins síðustu daga og mælingar Háskóla Íslands benda til þess að land hafi risið við Grindavík frá mánaðarmótum. 14. maí 2022 22:24 Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan kerfið var sett upp 1991 Snarpur jarðskálfti varð í fjöllunum norðan við Lambafell við Þrengslin í dag. Hann var 4,8 að stærð. Jarðskjálftafræðingur segir auknar líkur á frekari jarðskjálfavirkni á svæðinu. Skjálftinn í dag er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu frá því að mælakerfi Veðurstofunnar var sett upp árið 1991. 14. maí 2022 17:57 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Enn hætta á stórum skjálfta Enn er sú hætta fyrir hendi að jarðskjálfi allt að 6,5 að stærð verði í Brennisteinsfjöllum. Slíkur skjálfti hefði að öllum líkindum veruleg áhrif á höfuðbogarsvæðinu. Íbúafundur verður haldinn á Grindavík á morgun vegna aukinnar skjálftavirkni við bæinn. 18. maí 2022 15:35
Þenslu orðið vart við Grindavík Töluverð skjálftavirkni hefur verið á suðvesturhorni landsins síðustu daga og mælingar Háskóla Íslands benda til þess að land hafi risið við Grindavík frá mánaðarmótum. 14. maí 2022 22:24
Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan kerfið var sett upp 1991 Snarpur jarðskálfti varð í fjöllunum norðan við Lambafell við Þrengslin í dag. Hann var 4,8 að stærð. Jarðskjálftafræðingur segir auknar líkur á frekari jarðskjálfavirkni á svæðinu. Skjálftinn í dag er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu frá því að mælakerfi Veðurstofunnar var sett upp árið 1991. 14. maí 2022 17:57