Fær rúmlega þrjátíu og tvo milljarða til að eyða í leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2022 08:00 Thomas Tuchel hugsi yfir hvaða leikmenn hann ætti að fá til Chelsea í sumar. Catherine Ivill/Getty Images Nýir eigendur Chelsea eru tilbúnir að setja rúmlega 200 milljónir punda, eða 32 og hálfan milljarð íslenskra króna, í nýja leikmenn. Í gær, miðvikudag, var tilkynnt að enska úrvalsdeildin og bresk yfirvöld hefði samþykkt kauptilboð fjárfestahópsins sem Todd Boehly fer fyrir. Alls greiðir hópurinn 4,25 milljarða punda eða rúmlega 693 milljarða íslenskra króna fyrir félagið. Þó það sé deginum ljósara að nýir eigendur muni ekki dæla jafn miklu fjármagni í félagið og Roman Abramovich hefur gert á sínum tíma sem eigandi þá fær Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, dágóða summu til að eyða í leikmenn. Sú summa mun koma að góðum notum enda fjöldi leikmanna að renna út á samning og ljóst að Tuchel þarf að fjárfesta í nýjum leikmönnum til að liðið verði samkeppnishæft á næstu leiktíð. Þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger hefur staðfest að hann muni yfirgefa félagið í sumar. Talið er líklegast að hann sé að ganga í raðir Spánarmeistara Real Madríd. Samningar þeirra Andreas Christensen og César Azpilicueta renna einnig út í sumar en báðir eru orðaðir við Barcelona. Börsungar eru einnig taldir hafa áhuga á vinstri vængbakverðinum Marcos Alonso en samningur hans rennur út sumarið 2023. Sömu sögu er að segja af miðjumanninum Jorginho sem er orðaður við Juventus. Þá er ekki víst hvort framherjarnir Romelu Lukaku og Timo Werner eigi framtíðina fyrir sér á Brúnni. Thomas Tuchel will be given as much as £200m to spend on players this summer by Chelsea's new owners — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 25, 2022 Það er því deginum ljósara að miklar breytingar munu verða á leikmannahóp Chelsea í sumar. Reikna má með að önnur félög séu í sömu hugleiðingum en Antonio Conte, þjálfari Tottenham Hotspur, mun víst fá rúmar 150 milljónir punda til að eyða í nýja leikmenn og þá má ætla að Erik ten Hag fái svigrúm og fjármagn til að bæta leikmannahóp Manchester United. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira
Í gær, miðvikudag, var tilkynnt að enska úrvalsdeildin og bresk yfirvöld hefði samþykkt kauptilboð fjárfestahópsins sem Todd Boehly fer fyrir. Alls greiðir hópurinn 4,25 milljarða punda eða rúmlega 693 milljarða íslenskra króna fyrir félagið. Þó það sé deginum ljósara að nýir eigendur muni ekki dæla jafn miklu fjármagni í félagið og Roman Abramovich hefur gert á sínum tíma sem eigandi þá fær Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, dágóða summu til að eyða í leikmenn. Sú summa mun koma að góðum notum enda fjöldi leikmanna að renna út á samning og ljóst að Tuchel þarf að fjárfesta í nýjum leikmönnum til að liðið verði samkeppnishæft á næstu leiktíð. Þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger hefur staðfest að hann muni yfirgefa félagið í sumar. Talið er líklegast að hann sé að ganga í raðir Spánarmeistara Real Madríd. Samningar þeirra Andreas Christensen og César Azpilicueta renna einnig út í sumar en báðir eru orðaðir við Barcelona. Börsungar eru einnig taldir hafa áhuga á vinstri vængbakverðinum Marcos Alonso en samningur hans rennur út sumarið 2023. Sömu sögu er að segja af miðjumanninum Jorginho sem er orðaður við Juventus. Þá er ekki víst hvort framherjarnir Romelu Lukaku og Timo Werner eigi framtíðina fyrir sér á Brúnni. Thomas Tuchel will be given as much as £200m to spend on players this summer by Chelsea's new owners — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 25, 2022 Það er því deginum ljósara að miklar breytingar munu verða á leikmannahóp Chelsea í sumar. Reikna má með að önnur félög séu í sömu hugleiðingum en Antonio Conte, þjálfari Tottenham Hotspur, mun víst fá rúmar 150 milljónir punda til að eyða í nýja leikmenn og þá má ætla að Erik ten Hag fái svigrúm og fjármagn til að bæta leikmannahóp Manchester United.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira