Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um nýjan meirihluta í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson verður áfram borgarstjóri í nýjum meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Einar Þorsteinsson tekur við embættinu eftir átján mánuði, fyrstur Framsóknarmanna.

Gera má ráð fyrir að morðrannsókn lögreglu í Barðavogi muni taka mánuði. Sérfræðingar munu meta hinn grunaða og réttarkrufning þarf að fara fram. Lögregla getur ekki tjáð sig um hvort játning liggur fyrir eða hvort morðvopn hafi fundist. Við ræðum við lögreglu í kvöldfréttum.

Framtíð Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ræðst í kvöld. Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir um vantrauststillögu á hendur forsætisráðherranum, innan þingflokks Íhaldsflokks hans. Lýsi þingflokkurinn yfir vantrausti á Johnson verður hann settur af sem forsætisráðherra og leiðtogi flokksins.

Við fjöllum um stöðuna á stríðinu í Úkraínu og skoðum stöðuna á smíði Þorskafjarðarbrúar, sem styttir Vestfjarðaveg um níu kílómetra. 

Þá skoðum við eftirmynd af auga alheimsfegurðardrottningarinnar Lindu Pé og kíkjum á sýningu í tilefni afmælis Bubba Morthens.

Þetta og fleira í stútfullum fréttatíma á slaginu klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×