Stjórnvöld skorti vilja til að taka á vandamálinu. - Selenskí Úkraínuforseti sagði á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Kænugarði í dag að úrslit bardaga í austurhluta landsins gætu ráðið úrslitum um framtíð Evrópu þar sem útþenslustefna Rússa næði langt út fyrir Úkraínu.
Þá heyrum við í Kristrúnu Frostadóttur þingmanni Samfylkingarinnar sem segir nýkynntar aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar helst bitna á grunnþjónustu við landsmenn á meðan aðrir sleppi algerlega.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 á slaginu 18:30.