Á sama tíma og Putin Rússlandsforseti hélt upp á þjóðhátíðardag Rússa í góðu yfirlæti í Moskvu í dag, láta hersveitir hans sprengjunum rigna yfir almenning í borgum og bæjum í austanverðri Úkraínu.
Selenskí segir mannfall Rússa í stríðinu mjög mikið. Þeir hafi misst allt að þrjátíu og eitt þúsund hermenn en bannað er að tala um fjölda látinna í rússneskum fjölmiðlum.
Við sýnum einnig frá mótmælum Rússa sem búa á Íslandi gegn innrásinni við rússneska sendiráðið í dag og svipmyndir frá sjómannadagshátíðarhöldunum í Reykjavík.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.