Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Edda Andrésdóttir les fréttir í kvöld.
Edda Andrésdóttir les fréttir í kvöld.

Útlendingafrumvarp og leigubílafrumvarp ríkisstjórnarinnar verða ekki afgreidd fyrir þinglok. Allir stjórnarandstöðuflokkar nema Miðflokkur ættu að fá eitt þingmannamál afgreitt ef þinglokasamningar halda. 

Við förum yfir daginn á Alþingi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en rammaáætlun er það mál sem einna mest mæðir á. Við ræðum við formann Náttúrugriða, náttúrusamtaka sem ásamt öðrum stóðu fyrir mótmælafundi á Austurvelli nú rétt fyrir fréttir, í beinni útsendingu.

Þá segjum við frá því að mikil óánægja er meðal íbúa og vegfarenda í Hlíðahverfi vegna frágangs á hjóla- og göngustíg við Litluhlíð, sem átti að klára í byrjun árs en er enn ekki hægt að nota. Hjólreiðamaður segir aðförina að einkabílnum enga miðað við þá að reiðhjólum.

Og vöruverð heldur áfram að rjúka upp á heimsvísu. Við fjöllum um 2,5 milljarða styrki til bænda sem matvælaráðherra boðaði í dag og hækkun á matarkörfunni, samkvæmt nýrri mælingu. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir það skyldu fyrirtækisins að reyna að sporna við hækkunum til neytenda.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Grímuverðlaununum sem haldin verða í tuttugasta sinn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. 

Og loks fjöllum við um mál læðunnar Nóru, sem ekkert bólar á eftir að hún slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur. Dýraþjónustan handsamaði Nóru eftir ítrekaðar kvartanir nágranna - án vitneskju eigenda hennar. Við ræðum við eiganda kisu og sýnum myndbönd úr öryggismyndavél, þar sem Nóra sést koma sér haganlega hjá vörnum nágranna og gera þarfir sínar í blómabeð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×