Tilræðismaður Reagan endanlega frjáls og heldur uppselda tónleika í Brooklyn Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júní 2022 16:09 John Hinckley Jr. verður loksins frjáls ferða sinna, 40 árum eftir að hann reyndi að ráða Ronald Reagan bana. AP/Barry Thumma John Hinckley Jr. sem reyndi að skjóta Ronald Reagan Bandaríkjaforseta til bana árið 1981 verður í dag endanlega frjáls allra sinna ferða. Hann var úrskurðaður ósakhæfur í réttarhöldunum 1982 og hefur verið undir ströngu eftirliti sálfræðinga síðan. Þann 8. júlí næstkomandi heldur hann tónleika í Brooklyn sem er uppselt á. Hinckley skaut að Reagan þegar forsetinn kom út af hóteli í Washington þann 30. mars 1981 sem varð til þess að lunga forsetans féll saman og hann hlaut innvortis blæðingar. Þrír aðrir særðust í árásinni, þar á meðal James Brady, fjölmiðlafulltrúi forsetans, sem lamaðist. Vildi heilla Jodie Foster með árásinni Í réttarhöldunum yfir Hinckley var hann úrskurðaður ósakhæfur vegna geðrænna veikinda. Næstu þrjá áratugi sat hann inni á geðsjúkrahúsinu St. Elizabeths Hospital í Washington. Ringulreið fyrir utan Hilton-hótelið í Washington eftir árás Hinckley.Dirck Halstead/AP Árið 2016 fékk hann leyfi til að búa hjá móður sinni undir ströngum skilyrðum. Þar var hann undir eftirliti sálfræðinga, mátti ekki eiga byssu og mátti ekki hafa samband við fórnalömb árásarinnar né ættingja þeirra. Þá mátti hann ekki heldur hafa samband við leikkonuna Jodie Foster en þegar hann réðist á forsetann hafði hann þróað áráttu fyrir leikkonunni og trúði því að árásin myndi heilla hana. Engin merki um ofbeldisfulla hegðun Í september á síðasta ári úrskurðaði alríkisdómarinn Paul Friedman að Hinckley yrði sleppt í júní ef hann uppfyllti ákveðin skilyrði og héldi áfram góðri hegðun sinni. Þann 1. júní síðastliðinn úrskurðaði Friedman að Hinckley yrði frjáls ferða sinna í dag, 15. júní. After 41 years 2 months and 15 days, FREEDOM AT LAST!!!— John Hinckley (@JohnHinckley20) June 15, 2022 „Ef hann hefði ekki reynt að drepa forsetann hefði honum verið sleppt skilyrðislaust fyrir löngu síðan,“ sagði Friedman á síðasta ári. Þá sagði hann að Hinckley hafi ekki sýnt nein merki um andleg veikindi, ofbeldistilburði eða áhuga á skotvopnum frá árinu 1983. Semur ástarlög á Youtube og heldur uppselda tónleika í júlí Hinckley býr enn í Virginia-fylki þó móðir hans sé látin og frá árinu 2020 hefur hann haldið úti tónlistarrás á YouTube þar sem hann syngur ástarlög. Síðastliðin desember lýsti hann því yfir að hann hygðist stofna plötuútgáfu. Þann 12. apríl á þessu ári auglýsti Hinckley tónleika sem verða í Market Hotel í Brooklyn 8. júlí næstkomandi. Fjórum dögum eftir að hann auglýsti tónleikana voru þeir orðnir uppseldir. Hér fyrir neðan má heyra Hinckley syngja frumsamið lag en á tónleikunum mun hann flytja 17 frumsamdra laga sinna: Ronald Reagan Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dómsmál Tengdar fréttir Tilræðismaður Reagans verður frjáls allra ferða sinna John Hinckley Jr. sem gerði tilraun til að ráða Ronald Reagan af dögum árið 1981 verður brátt frjáls allra ferða eftir að hafa náð samkomulagi við dómsmálaráðuneytið þar í landi. 27. september 2021 18:31 Árásarmanni Reagan sleppt úr haldi John Hinckley Jr. mun yfirgefa geðsjúkrahús sem hann hefur verið á í tæp 35 ár. 27. júlí 2016 14:26 James Brady látinn James Brady, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í Bandaríkjunum, lést í gær 73 ára að aldri. Brady var bundinn við hjólastól frá árinu 1981 þegar hann særðist alvarlega í skotárás sem gerð var á þáverandi forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan. 5. ágúst 2014 08:20 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Sjá meira
Hinckley skaut að Reagan þegar forsetinn kom út af hóteli í Washington þann 30. mars 1981 sem varð til þess að lunga forsetans féll saman og hann hlaut innvortis blæðingar. Þrír aðrir særðust í árásinni, þar á meðal James Brady, fjölmiðlafulltrúi forsetans, sem lamaðist. Vildi heilla Jodie Foster með árásinni Í réttarhöldunum yfir Hinckley var hann úrskurðaður ósakhæfur vegna geðrænna veikinda. Næstu þrjá áratugi sat hann inni á geðsjúkrahúsinu St. Elizabeths Hospital í Washington. Ringulreið fyrir utan Hilton-hótelið í Washington eftir árás Hinckley.Dirck Halstead/AP Árið 2016 fékk hann leyfi til að búa hjá móður sinni undir ströngum skilyrðum. Þar var hann undir eftirliti sálfræðinga, mátti ekki eiga byssu og mátti ekki hafa samband við fórnalömb árásarinnar né ættingja þeirra. Þá mátti hann ekki heldur hafa samband við leikkonuna Jodie Foster en þegar hann réðist á forsetann hafði hann þróað áráttu fyrir leikkonunni og trúði því að árásin myndi heilla hana. Engin merki um ofbeldisfulla hegðun Í september á síðasta ári úrskurðaði alríkisdómarinn Paul Friedman að Hinckley yrði sleppt í júní ef hann uppfyllti ákveðin skilyrði og héldi áfram góðri hegðun sinni. Þann 1. júní síðastliðinn úrskurðaði Friedman að Hinckley yrði frjáls ferða sinna í dag, 15. júní. After 41 years 2 months and 15 days, FREEDOM AT LAST!!!— John Hinckley (@JohnHinckley20) June 15, 2022 „Ef hann hefði ekki reynt að drepa forsetann hefði honum verið sleppt skilyrðislaust fyrir löngu síðan,“ sagði Friedman á síðasta ári. Þá sagði hann að Hinckley hafi ekki sýnt nein merki um andleg veikindi, ofbeldistilburði eða áhuga á skotvopnum frá árinu 1983. Semur ástarlög á Youtube og heldur uppselda tónleika í júlí Hinckley býr enn í Virginia-fylki þó móðir hans sé látin og frá árinu 2020 hefur hann haldið úti tónlistarrás á YouTube þar sem hann syngur ástarlög. Síðastliðin desember lýsti hann því yfir að hann hygðist stofna plötuútgáfu. Þann 12. apríl á þessu ári auglýsti Hinckley tónleika sem verða í Market Hotel í Brooklyn 8. júlí næstkomandi. Fjórum dögum eftir að hann auglýsti tónleikana voru þeir orðnir uppseldir. Hér fyrir neðan má heyra Hinckley syngja frumsamið lag en á tónleikunum mun hann flytja 17 frumsamdra laga sinna:
Ronald Reagan Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dómsmál Tengdar fréttir Tilræðismaður Reagans verður frjáls allra ferða sinna John Hinckley Jr. sem gerði tilraun til að ráða Ronald Reagan af dögum árið 1981 verður brátt frjáls allra ferða eftir að hafa náð samkomulagi við dómsmálaráðuneytið þar í landi. 27. september 2021 18:31 Árásarmanni Reagan sleppt úr haldi John Hinckley Jr. mun yfirgefa geðsjúkrahús sem hann hefur verið á í tæp 35 ár. 27. júlí 2016 14:26 James Brady látinn James Brady, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í Bandaríkjunum, lést í gær 73 ára að aldri. Brady var bundinn við hjólastól frá árinu 1981 þegar hann særðist alvarlega í skotárás sem gerð var á þáverandi forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan. 5. ágúst 2014 08:20 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Sjá meira
Tilræðismaður Reagans verður frjáls allra ferða sinna John Hinckley Jr. sem gerði tilraun til að ráða Ronald Reagan af dögum árið 1981 verður brátt frjáls allra ferða eftir að hafa náð samkomulagi við dómsmálaráðuneytið þar í landi. 27. september 2021 18:31
Árásarmanni Reagan sleppt úr haldi John Hinckley Jr. mun yfirgefa geðsjúkrahús sem hann hefur verið á í tæp 35 ár. 27. júlí 2016 14:26
James Brady látinn James Brady, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í Bandaríkjunum, lést í gær 73 ára að aldri. Brady var bundinn við hjólastól frá árinu 1981 þegar hann særðist alvarlega í skotárás sem gerð var á þáverandi forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan. 5. ágúst 2014 08:20