Drónar nýttir til að flytja lyf og sýni á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2022 08:58 Falck notar dróna frá fyrirtækinu Rigitech í fluginu. Vænghafið á þessum er 2,8 metrar. Falck/Rigitech Grænlensk heilbrigðisyfirvöld í samstarfi við danska sjúkraflutningafyrirtækið Falck hyggjast á næstu mánuðum prófa notkun dróna við að flytja lyf og greiningarsýni milli byggða á Grænlandi. Tilgangur verkefnisins er að kanna hvernig drónar geta styrkt heilbrigðiskerfið á stöðum þar sem innviðir eru áskorun og langt er í næsta sjúkrahús en landið er án vegakerfis. Í fyrstu munu drónar flytja lyf eins og sýklalyf og greiningarsýni milli aðalsjúkrahúss Grænlands í Nuuk, Dronning Ingrid’s Hospital, og byggðanna Kapisillit og Qeqertarsuatsiaat. Fyrrnefnda þorpið er djúpt inni í Nuuk-firði, um 75 kílómetra frá höfuðstaðnum, en hitt er á eyju undan vesturströnd Grænlands, um 150 kílómetra suður af Nuuk. „Þar sem vegalengdir milli byggða og næsta sjúkrahúss eru langar mun notkun dróna hjálpa til við að tryggja hraðari greiningu og gera það auðveldara og fljótlegra að fá lífsnauðsynleg lyf yfir langar vegalengdir,“ segir í fréttatilkynningu frá Falck. Aðalsjúkrahús Grænlands, Dronning Ingrids Hospital í Nuuk.Mats Bjerde/Norden.org Fyrirtækið, í samstarfi við dönsk heilbrigðisyfirvöld, þarlend flugmálayfirvöld og fleiri aðila, tók tímamótaskref í notkun heilbrigðisdróna þann 30. maí síðastliðinn þegar reglubundið drónaflug hófst milli sjúkrahússins í Svendborg á Fjóni og eyjunnar Ærø en þar búa um sexþúsund manns. Flugið tekur 35 mínútur en loftlínan er um 50 kílómetrar og flýgur dróninn í 80 metra hæð. Litið er á þetta sem þriggja ára tilraunaverkefni og styrkir nýsköpunarsjóður Danmerkur það með 260 milljónum íslenskra króna. Til að byrja með flytur dróninn einkum blóðsýni frá heilsugæslunni á Ærø sem fara eiga á rannsóknarstofu í Svendborg eða á háskólasjúkrahúsið í Odense. Með drónafluginu vonast menn til að spara bæði tíma og mikla fjármuni en sýni hafa til þessa verið flutt á milli með bíl og ferju, sem tekur um eina og hálfa klukkustund, auk þess sem tíðni ferjusiglinga er takmörkuð. Stefnt er á að prófa drónaflug á fleiri stöðum innan Danmerkur. Frá fyrsta drónafluginu milli sjúkrahússins í Svendborg og Ærø þann 30. maí síðastliðinn.Rigitech Vel má ímynda sér að drónar gætu með sama hætti gagnast íslenskri heilbrigðisþjónustu, til dæmis ef þeir væru gerðir út frá fjórðungssjúkrahúsum til að sinna fámennum byggðum með takmarkaðar samgöngur. Dróni frá Akureyri gæti skutlað lyfjum út í Hrísey og Grímsey, dróni frá Ísafirði sinnt Djúpinu og Árneshreppi og dróni úr Neskaupstað flogið í Mjóafjörð og Borgarfjörð. Og ekki aðeins í dreifbýli. Spyrja má hvort drónar gætu nýst til að flytja sýni til dæmis milli sjúkrahússins á Akranesi og Landspítalans í Reykjavík. Sjúkraflutningafyrirtækið Falck hefur raunar enn stærri drauma. Það stefnir að því innan þriggja ára verði unnt að nota dróna til að fljúga með heilbrigðisstarfsmenn í vitjanir til sjúklinga. Heilbrigðismál Grænland Danmörk Fréttir af flugi Byggðamál Lyf Tengdar fréttir Ófært í Árneshrepp í fyrra fallinu í ár Ófært varð í Árneshrepp í gær í fyrsta skipti í vetur, þetta fámennasta sveitarfélag landsins sem telur 42 íbúa. Oddviti sveitarfélagsins hélt sig heima í gær og lagði ekki í bílferðina úr Djúpavík á skrifstofuna í Norðurfirði. 9. nóvember 2021 14:15 Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14 150 kílóa dróna flogið yfir Egilsstaðaflugvöll Dróna á vegum norska fyrirtækisins Norwegian Special Mission (NSM) hefur verið flogið í nágrenni Egilsstaðaflugvallar síðustu daga. Markmið verkefnisins er að safna gögnum sem styðja við að drónar verði notaðir við flugprófanir á búnaði flugvalla í framtíðinni. 25. ágúst 2021 11:59 Telur drónaeftirlit Fiskistofu ólöglegt en fordæmir brottkast Formaður Landssambands smábátaeigenda segir afar mikilvægt að ganga vel um auðlindir þjóðarinnar og fordæmir ólöglegt brottkast. Hann gagnrýnir hins vegar drónaeftirlit Fiskistofu og efast um að það sé löglegt. 19. febrúar 2021 18:46 Dróninn á Egilsstöðum þegar sannað gildi sitt Mannlaust loftfar, sem notað verður næstu mánuði til leitar, björgunar- og eftirlitsstarfa hér við land hefur þegar sannað gildi sitt að mati forstjóra Landhelgisgæslunnar og segir tæknina vera framtíðina í þessum efnum 2. maí 2019 22:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Í fyrstu munu drónar flytja lyf eins og sýklalyf og greiningarsýni milli aðalsjúkrahúss Grænlands í Nuuk, Dronning Ingrid’s Hospital, og byggðanna Kapisillit og Qeqertarsuatsiaat. Fyrrnefnda þorpið er djúpt inni í Nuuk-firði, um 75 kílómetra frá höfuðstaðnum, en hitt er á eyju undan vesturströnd Grænlands, um 150 kílómetra suður af Nuuk. „Þar sem vegalengdir milli byggða og næsta sjúkrahúss eru langar mun notkun dróna hjálpa til við að tryggja hraðari greiningu og gera það auðveldara og fljótlegra að fá lífsnauðsynleg lyf yfir langar vegalengdir,“ segir í fréttatilkynningu frá Falck. Aðalsjúkrahús Grænlands, Dronning Ingrids Hospital í Nuuk.Mats Bjerde/Norden.org Fyrirtækið, í samstarfi við dönsk heilbrigðisyfirvöld, þarlend flugmálayfirvöld og fleiri aðila, tók tímamótaskref í notkun heilbrigðisdróna þann 30. maí síðastliðinn þegar reglubundið drónaflug hófst milli sjúkrahússins í Svendborg á Fjóni og eyjunnar Ærø en þar búa um sexþúsund manns. Flugið tekur 35 mínútur en loftlínan er um 50 kílómetrar og flýgur dróninn í 80 metra hæð. Litið er á þetta sem þriggja ára tilraunaverkefni og styrkir nýsköpunarsjóður Danmerkur það með 260 milljónum íslenskra króna. Til að byrja með flytur dróninn einkum blóðsýni frá heilsugæslunni á Ærø sem fara eiga á rannsóknarstofu í Svendborg eða á háskólasjúkrahúsið í Odense. Með drónafluginu vonast menn til að spara bæði tíma og mikla fjármuni en sýni hafa til þessa verið flutt á milli með bíl og ferju, sem tekur um eina og hálfa klukkustund, auk þess sem tíðni ferjusiglinga er takmörkuð. Stefnt er á að prófa drónaflug á fleiri stöðum innan Danmerkur. Frá fyrsta drónafluginu milli sjúkrahússins í Svendborg og Ærø þann 30. maí síðastliðinn.Rigitech Vel má ímynda sér að drónar gætu með sama hætti gagnast íslenskri heilbrigðisþjónustu, til dæmis ef þeir væru gerðir út frá fjórðungssjúkrahúsum til að sinna fámennum byggðum með takmarkaðar samgöngur. Dróni frá Akureyri gæti skutlað lyfjum út í Hrísey og Grímsey, dróni frá Ísafirði sinnt Djúpinu og Árneshreppi og dróni úr Neskaupstað flogið í Mjóafjörð og Borgarfjörð. Og ekki aðeins í dreifbýli. Spyrja má hvort drónar gætu nýst til að flytja sýni til dæmis milli sjúkrahússins á Akranesi og Landspítalans í Reykjavík. Sjúkraflutningafyrirtækið Falck hefur raunar enn stærri drauma. Það stefnir að því innan þriggja ára verði unnt að nota dróna til að fljúga með heilbrigðisstarfsmenn í vitjanir til sjúklinga.
Heilbrigðismál Grænland Danmörk Fréttir af flugi Byggðamál Lyf Tengdar fréttir Ófært í Árneshrepp í fyrra fallinu í ár Ófært varð í Árneshrepp í gær í fyrsta skipti í vetur, þetta fámennasta sveitarfélag landsins sem telur 42 íbúa. Oddviti sveitarfélagsins hélt sig heima í gær og lagði ekki í bílferðina úr Djúpavík á skrifstofuna í Norðurfirði. 9. nóvember 2021 14:15 Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14 150 kílóa dróna flogið yfir Egilsstaðaflugvöll Dróna á vegum norska fyrirtækisins Norwegian Special Mission (NSM) hefur verið flogið í nágrenni Egilsstaðaflugvallar síðustu daga. Markmið verkefnisins er að safna gögnum sem styðja við að drónar verði notaðir við flugprófanir á búnaði flugvalla í framtíðinni. 25. ágúst 2021 11:59 Telur drónaeftirlit Fiskistofu ólöglegt en fordæmir brottkast Formaður Landssambands smábátaeigenda segir afar mikilvægt að ganga vel um auðlindir þjóðarinnar og fordæmir ólöglegt brottkast. Hann gagnrýnir hins vegar drónaeftirlit Fiskistofu og efast um að það sé löglegt. 19. febrúar 2021 18:46 Dróninn á Egilsstöðum þegar sannað gildi sitt Mannlaust loftfar, sem notað verður næstu mánuði til leitar, björgunar- og eftirlitsstarfa hér við land hefur þegar sannað gildi sitt að mati forstjóra Landhelgisgæslunnar og segir tæknina vera framtíðina í þessum efnum 2. maí 2019 22:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Ófært í Árneshrepp í fyrra fallinu í ár Ófært varð í Árneshrepp í gær í fyrsta skipti í vetur, þetta fámennasta sveitarfélag landsins sem telur 42 íbúa. Oddviti sveitarfélagsins hélt sig heima í gær og lagði ekki í bílferðina úr Djúpavík á skrifstofuna í Norðurfirði. 9. nóvember 2021 14:15
Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14
150 kílóa dróna flogið yfir Egilsstaðaflugvöll Dróna á vegum norska fyrirtækisins Norwegian Special Mission (NSM) hefur verið flogið í nágrenni Egilsstaðaflugvallar síðustu daga. Markmið verkefnisins er að safna gögnum sem styðja við að drónar verði notaðir við flugprófanir á búnaði flugvalla í framtíðinni. 25. ágúst 2021 11:59
Telur drónaeftirlit Fiskistofu ólöglegt en fordæmir brottkast Formaður Landssambands smábátaeigenda segir afar mikilvægt að ganga vel um auðlindir þjóðarinnar og fordæmir ólöglegt brottkast. Hann gagnrýnir hins vegar drónaeftirlit Fiskistofu og efast um að það sé löglegt. 19. febrúar 2021 18:46
Dróninn á Egilsstöðum þegar sannað gildi sitt Mannlaust loftfar, sem notað verður næstu mánuði til leitar, björgunar- og eftirlitsstarfa hér við land hefur þegar sannað gildi sitt að mati forstjóra Landhelgisgæslunnar og segir tæknina vera framtíðina í þessum efnum 2. maí 2019 22:00