Fleiri bendlaðir við hvarfið í Amasonfrumskóginum Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2022 08:27 Alríkislögreglumenn bera kista með líkamsleifum sem fundust af Bruno Pereira og Dom Phillips í Amasonfrumskóginum. AP/Eraldo Peres Átta manns eru nú með réttarstöðu grunaðra í rannsókn brasilísku lögreglunnar á morðum á breskum blaðamanni og brasilískum sérfræðingi í frumbyggjum í Amasonfrumskóginum. Þrír hafa þegar verið handteknir vegna morðanna. Tveir bræður voru upphaflega handteknir en þeir játuðu að hafa drepið Dom Philipps, breskan blaðamann, og Bruno Pereira, frumbyggjafræðing, fyrr í þessum mánuði. Þeir sögðust jafnframt hafa bútað lík þeirra niður. Þriðji maðurinn gaf sig síðar fram við lögreglu. Fimm manns til viðbótar eru nú grunaðir um að hafa hjálpað til við að fela lík mannanna tveggja, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Frekari upplýsingar um þá grunuðu hafa ekki verið gefnar út. Phillips og Pereira hurfu þegar þeir voru á ferðalagi í frumskóginum vestast í Brasilíu 5. júní. Annar bræðranna leiddi lögreglu á endanum að staðnum sem lík þeirra voru grafin. Kennsl voru borin á líkin á föstudag. Lögreglan sagði um helgina að Pereira og Phillips hefðu verið skotnir til bana með veiðiriffli, Philipps einu skoti en Pereira þremur. Javari-dalurinn þar sem tvímenningarnir voru myrtir er þekktur fyrir ólöglegar fiskveiðar, námugröft, skógarhögg og fíkniefnasmygl. Vopnuð átök á milli glæpagengja, útsendara brasilísku alríkisstjórnarinnar og ýmissa frumbyggjahópa blossa þar upp reglulega. Phillips og Pereira eru sagðir hafa unnið að umfjöllun um slík átök. Samtök frumbyggja segja að Pereira hafi borist líflátshótanir í aðdraganda ferðar þeirra. Brasilía Erlend sakamál Bretland Tengdar fréttir Fundu líkamsleifar í Amasonfrumskóginum og játning sögð liggja fyrir Dómsmálaráðherra Brasilíu segir að lögregla hafi fundið líkamsleifar í Amasonfrumskóginum á þeim slóðum þar sem breskur blaðamaður og brasilískur fræðimaður hurfu fyrir meira en viku. Tveir bræður eru sagðir hafa játað að hafa myrt þá. 15. júní 2022 23:29 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Fleiri fréttir „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Sjá meira
Tveir bræður voru upphaflega handteknir en þeir játuðu að hafa drepið Dom Philipps, breskan blaðamann, og Bruno Pereira, frumbyggjafræðing, fyrr í þessum mánuði. Þeir sögðust jafnframt hafa bútað lík þeirra niður. Þriðji maðurinn gaf sig síðar fram við lögreglu. Fimm manns til viðbótar eru nú grunaðir um að hafa hjálpað til við að fela lík mannanna tveggja, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Frekari upplýsingar um þá grunuðu hafa ekki verið gefnar út. Phillips og Pereira hurfu þegar þeir voru á ferðalagi í frumskóginum vestast í Brasilíu 5. júní. Annar bræðranna leiddi lögreglu á endanum að staðnum sem lík þeirra voru grafin. Kennsl voru borin á líkin á föstudag. Lögreglan sagði um helgina að Pereira og Phillips hefðu verið skotnir til bana með veiðiriffli, Philipps einu skoti en Pereira þremur. Javari-dalurinn þar sem tvímenningarnir voru myrtir er þekktur fyrir ólöglegar fiskveiðar, námugröft, skógarhögg og fíkniefnasmygl. Vopnuð átök á milli glæpagengja, útsendara brasilísku alríkisstjórnarinnar og ýmissa frumbyggjahópa blossa þar upp reglulega. Phillips og Pereira eru sagðir hafa unnið að umfjöllun um slík átök. Samtök frumbyggja segja að Pereira hafi borist líflátshótanir í aðdraganda ferðar þeirra.
Brasilía Erlend sakamál Bretland Tengdar fréttir Fundu líkamsleifar í Amasonfrumskóginum og játning sögð liggja fyrir Dómsmálaráðherra Brasilíu segir að lögregla hafi fundið líkamsleifar í Amasonfrumskóginum á þeim slóðum þar sem breskur blaðamaður og brasilískur fræðimaður hurfu fyrir meira en viku. Tveir bræður eru sagðir hafa játað að hafa myrt þá. 15. júní 2022 23:29 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Fleiri fréttir „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Sjá meira
Fundu líkamsleifar í Amasonfrumskóginum og játning sögð liggja fyrir Dómsmálaráðherra Brasilíu segir að lögregla hafi fundið líkamsleifar í Amasonfrumskóginum á þeim slóðum þar sem breskur blaðamaður og brasilískur fræðimaður hurfu fyrir meira en viku. Tveir bræður eru sagðir hafa játað að hafa myrt þá. 15. júní 2022 23:29