Of veikur listi umsækjenda sendur til Mannréttindadómstólsins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júní 2022 14:46 Davíð Þór Björgvinsson, fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, telur líklegast að hugmyndir hafi verið viðraðar innan Evrópuráðsins um að listi umsækjenda Íslands um dómarastöðu við Mannréttindadómstólinn hafi verið of veikur til að leggja til kosningar á Evrópuráðsþingi. samsett/vísir Íslenska ríkið þarf að hefja umsóknarferli um dómarastöðu við Mannréttindadómstól Evrópu að nýju eftir að tveir af þremur umsækjendum, sem tilnefndir voru af íslenska ríkinu, drógu umsókn sína til baka í kjölfar viðtala. RÚV greindi fyrst frá því að Ísland þyrfti að hefja umsóknarferlið á ný. Ísland skipar einn dómara við dómstólinn og hefur Róbert Ragnar Spanó átt sæti í dómstólnum fyrir Íslands hönd frá árinu 2013, þar af síðustu tvö ár sem forseti dómstólsins. Umsækjendur að þessu sinni voru Jónas Þór Guðmundsson hæstaréttarlögmaður, Oddný Mjöll Arnardóttir landsréttardómari og Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður. Heimildir fréttastofu herma að Stefán Geir og Jónas Þór hafi dregið umsóknir sínar til baka og því hafi verið beint til íslenskra stjórnvalda að hefja umsóknarferlið upp á nýtt með þremur hæfum umsækjendum. Sighvatur Arnmundsson, upplýsingafulltrúi í forsætisráðuneytinu, staðfesti í samtali við Vísi að tveir umsækjendur af þremur hafi dregið umsókn sína til baka. „Málið verður tekið upp í fyrramálið á ríkisstjórnarfundi og þá verður gert nánari grein fyrir málinu og næstu skrefum,“ segir Sighvatur. Að sögn Sighvats bárust forsætisráðuneytinu einungis þrjár umsóknir og hæfnisnefnd á vegum ráðuneytisins hafi talið þá alla hæfa til að gegna dómaraembætti við dómstólinn í Strassborg. Sennilega ekki nægilega sterkir umsækjendur Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn segir listann yfir dómara þá sendan til Evrópuráðs. „Listinn er síðan tekinn fyrir í nefnd ráðgjafa á vegum Evrópuráðsins sem tekur kandítana í viðtal. Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist en í kjölfar viðtalanna í byrjun júní drógu þessir tveir umsækjendur umsókn sína til baka og ég tel líklegast að ástæðan fyrir því sé sú að þarna hafi viðraðar hugmyndir um hvort listinn væri of veikur.“ Stefán og Jónas Þór hafi því sennilega ekki verið taldir nægilega sterkir umsækjendur. Jónas Þór og Stefán Geir drógu umsókn sína til baka.samsett Í skýrslu nefndar Evrópuráðs kemur fram að allir þrír umsækjendurnir hafi verið teknir í viðtal 7. júní. Niðurstaða nefndarinnar er sú að fresta því því að skila niðurstöðu sinni með meðmælum sínum til Evrópuráðsins að loknum viðtölum. Ekkert er kemur fram um ástæðu þess að sú ákvörðun var tekin. „Þetta er komið það langt að það er svolítið skrýtið að draga þetta til baka á þessum tímapunkti, þegar það er komið að því að kjósa um þetta á Evrópuráðsþinginu.“ Verður að geta svarað spurningum um Mannréttindasáttmálann Davíð bendir á að reglurnar séu þannig að kjósa þurfi á milli þriggja umsækjenda, allir á lista þurfi að vera ótvírætt hæfir meðal annars til að koma í veg fyrir að dómarar séu pólitískt ráðnir. Að öðrum kosti væri hægt að senda lista með einum hæfum ásamt umsækjendum til uppfyllingar. „Ekki það að þetta séu ekki mætir menn, þeir hafa bara ekki mér vitandi neina reynslu af mannréttindasáttmálanum. Viðtalið gengur út á það að geta svarað ýmsum spurningum um sáttmálann og dómaframkvæmd og vera tiltölulega viðræðuhæfur um þetta allt saman,“ segir Davíð Þór. Hann telur líklegt að Oddný Mjöll verði áfram á listanum og þá þurfi að auglýsa aftur og freista þess að fá aðra tvo umsækjendur sem eru ótvírætt hæfir. Oddný Mjöll Arnardóttir var sú eina sem ekki dró umsókn sína til baka.HÍ/Kristinn Ingvarsson Í skjölum Evrópuráðsins er einnig gert grein fyrir fyrri störfum umsækjenda og öðru sem skipt getur máli við mat á hæfni umsækjenda. Þar er tekið fram að Stefán Geir hafi verið kærður árið 2009 í tengslum við starf sitt sem fyrirtækjalögfræðingur en að kærunni hafi verið vísað frá. Snýr umrætt mál að kæru Ragnhildar Ágústsdóttur á hendur Jóhanni Óla Guðmundssonar, annan aðaleiganda Tals, og Stefáni Geir, þáverandi lögmanns hans, fyrir frelsissviptingu. Hún fullyrti að þeir hafi haldið sér nauðugri í fundarherbergi í höfuðstöðvum Tals í hátt í klukkustund og látið taka farsímanúmer hennar úr sambandi. Hvorki náðist í Jónas Þór né Stefán Geir við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð Mannréttindadómstóll Evrópu Dómstólar Tengdar fréttir Þrjú sóttu um stöðu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu Þrjár umsóknir bárust um embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu en umsóknarfrestur rann út 14. janúar síðastliðinn. 20. janúar 2022 10:23 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá því að Ísland þyrfti að hefja umsóknarferlið á ný. Ísland skipar einn dómara við dómstólinn og hefur Róbert Ragnar Spanó átt sæti í dómstólnum fyrir Íslands hönd frá árinu 2013, þar af síðustu tvö ár sem forseti dómstólsins. Umsækjendur að þessu sinni voru Jónas Þór Guðmundsson hæstaréttarlögmaður, Oddný Mjöll Arnardóttir landsréttardómari og Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður. Heimildir fréttastofu herma að Stefán Geir og Jónas Þór hafi dregið umsóknir sínar til baka og því hafi verið beint til íslenskra stjórnvalda að hefja umsóknarferlið upp á nýtt með þremur hæfum umsækjendum. Sighvatur Arnmundsson, upplýsingafulltrúi í forsætisráðuneytinu, staðfesti í samtali við Vísi að tveir umsækjendur af þremur hafi dregið umsókn sína til baka. „Málið verður tekið upp í fyrramálið á ríkisstjórnarfundi og þá verður gert nánari grein fyrir málinu og næstu skrefum,“ segir Sighvatur. Að sögn Sighvats bárust forsætisráðuneytinu einungis þrjár umsóknir og hæfnisnefnd á vegum ráðuneytisins hafi talið þá alla hæfa til að gegna dómaraembætti við dómstólinn í Strassborg. Sennilega ekki nægilega sterkir umsækjendur Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn segir listann yfir dómara þá sendan til Evrópuráðs. „Listinn er síðan tekinn fyrir í nefnd ráðgjafa á vegum Evrópuráðsins sem tekur kandítana í viðtal. Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist en í kjölfar viðtalanna í byrjun júní drógu þessir tveir umsækjendur umsókn sína til baka og ég tel líklegast að ástæðan fyrir því sé sú að þarna hafi viðraðar hugmyndir um hvort listinn væri of veikur.“ Stefán og Jónas Þór hafi því sennilega ekki verið taldir nægilega sterkir umsækjendur. Jónas Þór og Stefán Geir drógu umsókn sína til baka.samsett Í skýrslu nefndar Evrópuráðs kemur fram að allir þrír umsækjendurnir hafi verið teknir í viðtal 7. júní. Niðurstaða nefndarinnar er sú að fresta því því að skila niðurstöðu sinni með meðmælum sínum til Evrópuráðsins að loknum viðtölum. Ekkert er kemur fram um ástæðu þess að sú ákvörðun var tekin. „Þetta er komið það langt að það er svolítið skrýtið að draga þetta til baka á þessum tímapunkti, þegar það er komið að því að kjósa um þetta á Evrópuráðsþinginu.“ Verður að geta svarað spurningum um Mannréttindasáttmálann Davíð bendir á að reglurnar séu þannig að kjósa þurfi á milli þriggja umsækjenda, allir á lista þurfi að vera ótvírætt hæfir meðal annars til að koma í veg fyrir að dómarar séu pólitískt ráðnir. Að öðrum kosti væri hægt að senda lista með einum hæfum ásamt umsækjendum til uppfyllingar. „Ekki það að þetta séu ekki mætir menn, þeir hafa bara ekki mér vitandi neina reynslu af mannréttindasáttmálanum. Viðtalið gengur út á það að geta svarað ýmsum spurningum um sáttmálann og dómaframkvæmd og vera tiltölulega viðræðuhæfur um þetta allt saman,“ segir Davíð Þór. Hann telur líklegt að Oddný Mjöll verði áfram á listanum og þá þurfi að auglýsa aftur og freista þess að fá aðra tvo umsækjendur sem eru ótvírætt hæfir. Oddný Mjöll Arnardóttir var sú eina sem ekki dró umsókn sína til baka.HÍ/Kristinn Ingvarsson Í skjölum Evrópuráðsins er einnig gert grein fyrir fyrri störfum umsækjenda og öðru sem skipt getur máli við mat á hæfni umsækjenda. Þar er tekið fram að Stefán Geir hafi verið kærður árið 2009 í tengslum við starf sitt sem fyrirtækjalögfræðingur en að kærunni hafi verið vísað frá. Snýr umrætt mál að kæru Ragnhildar Ágústsdóttur á hendur Jóhanni Óla Guðmundssonar, annan aðaleiganda Tals, og Stefáni Geir, þáverandi lögmanns hans, fyrir frelsissviptingu. Hún fullyrti að þeir hafi haldið sér nauðugri í fundarherbergi í höfuðstöðvum Tals í hátt í klukkustund og látið taka farsímanúmer hennar úr sambandi. Hvorki náðist í Jónas Þór né Stefán Geir við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð
Mannréttindadómstóll Evrópu Dómstólar Tengdar fréttir Þrjú sóttu um stöðu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu Þrjár umsóknir bárust um embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu en umsóknarfrestur rann út 14. janúar síðastliðinn. 20. janúar 2022 10:23 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þrjú sóttu um stöðu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu Þrjár umsóknir bárust um embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu en umsóknarfrestur rann út 14. janúar síðastliðinn. 20. janúar 2022 10:23