„Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2022 22:29 Innanríkisráðherra Georgíu-ríkis, Brad Raffensperger, fyrir miðju. Forseti ríkisþings Arizóna-ríkis, Rusty Bowers, til vinstri og aðstoðarinnanríkisráðherra Georgíu, Gabriel Sterling, til hægri. AP Photo/J. Scott Applewhite Stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta hótuðu kjörstjórnarfulltrúum lífláti vegna ásakana Trumps og stuðningsmanna hans um að kosningasvindl hafi verið framin í forstetakosningunum árið 2020. Opnir fundir nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið 6. janúar í fyrra héldu áfram í dag. Í dag komu embættismenn og kjörstjórnarfulltrúar úr Arizona og Georgíu-ríki til að bera vitni. Joe Biden hafði betur í báðum ríkjum sem sveifluðust frá repúblikönum yfir til demókrata í kosningunum, Trump og stuðningsmönnum hans til mikillar gremju. Þannig lýsti repúblikaninn Rusty Bowers, forseti ríkisþings Arizona, hvernig óstarfhæft hafi verið á skrifstofum þingsins í kjölfar kosninganna. Ástæðan var gríðarlegur fjöldi skilaboða og tölvupósta frá stuðningsmönnum Trumps þar sem þingmenn voru hvattir til að hafna úrslitum kosninganna í ríkinu. Wandrea Shaye Moss, kjörstjónarfulltrúi í Georgíu-ríki.AP Þá sagði Bowers, sem meðal annars studdi og aðstoði Trump í kosningabaráttunni fyrir kosningarnar, að stuðningsmenn Trump séu enn að ónáða hann, meðal annars með mótmælum fyrir utan heimili hans þar sem hann sé kallaður barnaníðingur. Rannsókn nefndarinnar beinist meðal annars að tilraunum stuðningsmanna Trump til að hafa áhrif á kjörna fulltrúa til að hafna niðurstöðum kosninganna. Í dag komu einnig fulltrúar úr kjörstjórnum í Georgíu-ríki, þar á meðal mæðgurnar Shaye Moss og Ruby Freeman. Moss starfaði við kjörstjórn í Fulton-sýslu Georgíu. Fyrir nefndinni sagðist Moss hafa fengið fjölmörg skilaboð þar óskað var eftir því að hún myndi deyja. Sagðist hún hafa orðið fyrir kynþáttafordómum og hótunum sem hafi haft áhrif á nær allt hennar daglega líf. Þá sagði Gabriel Sterling, kjörstjórnarfulltrúi í Georgíu að afar erfitt hafi reynst að leiðrétta fullyrðingar Trump og stuðningsmanna hans um að umfangsmikil kosningasvik hafi átt sér stað, eitthvað sem engin merki er um. „Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu,“ sagði Sterling um árangurinn af því að reyna að leiðrétta stuðningsmennina. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Efasemdir um kosningar gufuðu upp þegar þeir sigruðu sjálfir Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins sem hafa fullyrt fullum fetum að brögð sé í tafli í kosningum í Bandaríkjunum höfðu engar slíkar efasemdir um úrslitin þegar þeir unnu sjálfir sigra í síðustu viku. Vantraust á kosningum hefur aukist mikið vestan hafs eftir samsæriskenningar Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans. 20. júní 2022 13:58 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. 13. júní 2022 23:35 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Opnir fundir nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið 6. janúar í fyrra héldu áfram í dag. Í dag komu embættismenn og kjörstjórnarfulltrúar úr Arizona og Georgíu-ríki til að bera vitni. Joe Biden hafði betur í báðum ríkjum sem sveifluðust frá repúblikönum yfir til demókrata í kosningunum, Trump og stuðningsmönnum hans til mikillar gremju. Þannig lýsti repúblikaninn Rusty Bowers, forseti ríkisþings Arizona, hvernig óstarfhæft hafi verið á skrifstofum þingsins í kjölfar kosninganna. Ástæðan var gríðarlegur fjöldi skilaboða og tölvupósta frá stuðningsmönnum Trumps þar sem þingmenn voru hvattir til að hafna úrslitum kosninganna í ríkinu. Wandrea Shaye Moss, kjörstjónarfulltrúi í Georgíu-ríki.AP Þá sagði Bowers, sem meðal annars studdi og aðstoði Trump í kosningabaráttunni fyrir kosningarnar, að stuðningsmenn Trump séu enn að ónáða hann, meðal annars með mótmælum fyrir utan heimili hans þar sem hann sé kallaður barnaníðingur. Rannsókn nefndarinnar beinist meðal annars að tilraunum stuðningsmanna Trump til að hafa áhrif á kjörna fulltrúa til að hafna niðurstöðum kosninganna. Í dag komu einnig fulltrúar úr kjörstjórnum í Georgíu-ríki, þar á meðal mæðgurnar Shaye Moss og Ruby Freeman. Moss starfaði við kjörstjórn í Fulton-sýslu Georgíu. Fyrir nefndinni sagðist Moss hafa fengið fjölmörg skilaboð þar óskað var eftir því að hún myndi deyja. Sagðist hún hafa orðið fyrir kynþáttafordómum og hótunum sem hafi haft áhrif á nær allt hennar daglega líf. Þá sagði Gabriel Sterling, kjörstjórnarfulltrúi í Georgíu að afar erfitt hafi reynst að leiðrétta fullyrðingar Trump og stuðningsmanna hans um að umfangsmikil kosningasvik hafi átt sér stað, eitthvað sem engin merki er um. „Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu,“ sagði Sterling um árangurinn af því að reyna að leiðrétta stuðningsmennina.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Efasemdir um kosningar gufuðu upp þegar þeir sigruðu sjálfir Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins sem hafa fullyrt fullum fetum að brögð sé í tafli í kosningum í Bandaríkjunum höfðu engar slíkar efasemdir um úrslitin þegar þeir unnu sjálfir sigra í síðustu viku. Vantraust á kosningum hefur aukist mikið vestan hafs eftir samsæriskenningar Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans. 20. júní 2022 13:58 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. 13. júní 2022 23:35 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Efasemdir um kosningar gufuðu upp þegar þeir sigruðu sjálfir Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins sem hafa fullyrt fullum fetum að brögð sé í tafli í kosningum í Bandaríkjunum höfðu engar slíkar efasemdir um úrslitin þegar þeir unnu sjálfir sigra í síðustu viku. Vantraust á kosningum hefur aukist mikið vestan hafs eftir samsæriskenningar Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans. 20. júní 2022 13:58
Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20
Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. 13. júní 2022 23:35