Við sýnum frá vettvangi og fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár og meginvextir Seðlabankans eru orðnir hærri en þeir voru áður en vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum. Við ræðum við seðlabankastjóra sem leggur mikla áherslu á skynsama kjarasamninga í haust til að ná verðbólgunni niður.
Starfsgreinasambandið skilaði í dag kröfugerð fyrir hönd þúsunda launamanna. Formaður sambandsins varar við átökum á vinnumarkaði verði kröfum þeirra ekki mætt.
Við fylgjumst einnig með fyrstu hvalbátunum sigla úr höfn í morgun og kíkjum á Smámunasafnið – þar sem finna má um fimmtíu þúsund smámuni.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.