Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2022 10:24 John Eastman (t.v.) við vitnisburð fyrir þingnefnd sem rannsakar árásina á bandaríska þinghúsið. AP/6. janúarnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. Lagt var hald á síma Johns Eastman þegar hann kom út af veitingastað á miðvikudag. Sama dag gerðu alríkisfulltrúar húsleit og afhentu stefnur í tengslum við rannsókn á árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið 6. janúar í fyrra. Hvork FBI né bandaríska dómsmálaráðuneytið hafa tjáð sig um málið. Í kæru sem Eastman lagði fram til að fá haldlagningunni hnekkt í Nýju-Mexíkó kemur fram að hann hafi verið neyddur til þess að opna símann með fingrafarsskanna, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Í kæru sinni segir Eastman að á símanum séu meðal annars að finna tölvupósta sem hafa verið bitbein hans og þingnefndar sem rannsakar árásina á þinghúsið um margra mánaða skeið. Eastman heldur því fram að hann sé bundinn trúnaði á milli lögmanns og skjólstæðings um efni tölvupóstanna Eastman þessi skrifaði minnisblað um hvernig hann taldi að Mike Pence, þáverandi varaforseti, gæti neitað að staðfesta kosningasigur Biden þegar báðar deildir þingsins komu saman 6. janúar 2021. Til þess þyrftu ríkisþingmenn repúblikana í nokkrum ríkjum að samþykkja hóp falskra kjörmanna í stað þeirra réttkjörnu. Hann var einnig á meðal ræðumanna á útifundi Trump með stuðningsmönnum sínum í Washington-borg að morgni þess dags. Hluti mannfjöldans gekk síðan að þinghúsinu og braust þangað inn með valdi. Tölvupóstar sem hafa þegar verið birtir í tengslum við rannsókn þingnefndarinnar benda til þess að Eastman hafi síst iðrast gjörða sinna, jafnvel eftir að múgurinn réðst á þinghúsið og lífverðir þurftu að fylgja Pence út úr sal öldungadeildarinnar. „Þökk sé kjaftæðinu þínu er núna setið um okkur,“ skrifaði Greg Jacob, einn ráðgjafa Pence bálillur í tölvupósti til Eastman 6. janúar. Eastman svaraði með því að orsök árásarinnar væri að Pence hefði ekki gert það sem hann og Trump vildu, að því er segir í frétt Washington Post. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Vildi að dómsmálaráðuneytið segði kosningarnar spilltar Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins um að lýsa því yfir að forsetakosningarnar árið 2020 hefðu verið „spilltar“. Hann og þingmenn repúblikana tækju svo við. Forsetinn lét ekki segjast fyrr en hann var varaður við þetta gæti leitt til hundraða afsagna. 24. júní 2022 09:38 Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Lagt var hald á síma Johns Eastman þegar hann kom út af veitingastað á miðvikudag. Sama dag gerðu alríkisfulltrúar húsleit og afhentu stefnur í tengslum við rannsókn á árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið 6. janúar í fyrra. Hvork FBI né bandaríska dómsmálaráðuneytið hafa tjáð sig um málið. Í kæru sem Eastman lagði fram til að fá haldlagningunni hnekkt í Nýju-Mexíkó kemur fram að hann hafi verið neyddur til þess að opna símann með fingrafarsskanna, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Í kæru sinni segir Eastman að á símanum séu meðal annars að finna tölvupósta sem hafa verið bitbein hans og þingnefndar sem rannsakar árásina á þinghúsið um margra mánaða skeið. Eastman heldur því fram að hann sé bundinn trúnaði á milli lögmanns og skjólstæðings um efni tölvupóstanna Eastman þessi skrifaði minnisblað um hvernig hann taldi að Mike Pence, þáverandi varaforseti, gæti neitað að staðfesta kosningasigur Biden þegar báðar deildir þingsins komu saman 6. janúar 2021. Til þess þyrftu ríkisþingmenn repúblikana í nokkrum ríkjum að samþykkja hóp falskra kjörmanna í stað þeirra réttkjörnu. Hann var einnig á meðal ræðumanna á útifundi Trump með stuðningsmönnum sínum í Washington-borg að morgni þess dags. Hluti mannfjöldans gekk síðan að þinghúsinu og braust þangað inn með valdi. Tölvupóstar sem hafa þegar verið birtir í tengslum við rannsókn þingnefndarinnar benda til þess að Eastman hafi síst iðrast gjörða sinna, jafnvel eftir að múgurinn réðst á þinghúsið og lífverðir þurftu að fylgja Pence út úr sal öldungadeildarinnar. „Þökk sé kjaftæðinu þínu er núna setið um okkur,“ skrifaði Greg Jacob, einn ráðgjafa Pence bálillur í tölvupósti til Eastman 6. janúar. Eastman svaraði með því að orsök árásarinnar væri að Pence hefði ekki gert það sem hann og Trump vildu, að því er segir í frétt Washington Post.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Vildi að dómsmálaráðuneytið segði kosningarnar spilltar Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins um að lýsa því yfir að forsetakosningarnar árið 2020 hefðu verið „spilltar“. Hann og þingmenn repúblikana tækju svo við. Forsetinn lét ekki segjast fyrr en hann var varaður við þetta gæti leitt til hundraða afsagna. 24. júní 2022 09:38 Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Vildi að dómsmálaráðuneytið segði kosningarnar spilltar Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins um að lýsa því yfir að forsetakosningarnar árið 2020 hefðu verið „spilltar“. Hann og þingmenn repúblikana tækju svo við. Forsetinn lét ekki segjast fyrr en hann var varaður við þetta gæti leitt til hundraða afsagna. 24. júní 2022 09:38
Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49