Á sama tíma og ættingjar eygja ennþá von um að finna ástvini á lífi, eða að minnsta kosti líkamsleifar þeirra, í verslunarmiðstöð sem Rússar sprengdu í loft upp með eldflaug á mánudag, heldur Putin Rússlandsforseti áfram að þræta fyrir að almennir borgarar séu skotmörk Rússa í stríðinu í Úkraínu.
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að ryðja land við Leirtjörn í Úlfarsárdal fyrir tæplega fjögur hundruð íbúðir. Við förum yfir áformin í kvöldfréttum. - Og við fjöllum um deilur vegna auglýsingar nýsköpunarráðherra eftir starfskrafti án skilyrða um íslenskukunnáttu og kíkjum á samstöðufund með hinsegin samfélaginu á Austurvelli.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.