Þrjár einstæðar mæður með sjö börn á einni viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. júlí 2022 20:00 Mæðgurnar Fadia og Hor Radwan eru frá Palestínu en flúðu stríðsástandið þar til Grikklands. Þaðan komust þær til Íslands fyrir sjö mánuðum. Vísir/Dúi Lögfræðingur segir forkastanlegt að stjórnvöld hyggist senda barnafjölskyldur aftur til Grikklands á næstu mánuðum, þvert á yfirlýsingar um annað. Á einni viku hafi hann fengið mál þriggja einstæðra mæðra á borð til sín, sem standi frammi fyrir ömurlegum örlögum í Grikklandi. Um síðustu mánaðamót höfðu 147 manns fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd og biðu brottvísunar, þar af 20 börn. 36 biðu endursendingar til Grikklands - en þangað hefur enginn verið sendur í að minnsta kosti rúmt ár. Í gær var loks greint frá því að stoðdeild ríkislögreglustjóra undirbyggi að fylgja fólki, allt einstaklingum, út til Grikklands á næstu dögum og vikum. En lögfræðingur segir fjölskyldur með börn einnig standa frammi fyrir brottvísun með haustinu. „Sem kemur okkur svolítið á óvart vegna þess að ráðherra, bæði dómsmála og barnamála, höfðu lýst því yfir að barnafjölskyldur yrðu ekki sendar til Grikklands. Dómsmálaráðherra tók svo sterkt til orða að það hefði aldrei staðið til,“ segir Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur hjá CPLS lögmannsstofu. „Og þetta er bara verulegt áhyggjuefni.“ Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur hjá CPLS-lögmannsstofu. Langar að halda áfram í skólanum Bara í þessari viku hafi þrjár einstæðar mæður með alls sjö börn leitað til hans. Úrskurðir í málum þeirra séu forkastanlegir. Þær hafi verið á landinu í sjö mánuði og enginn eðlismunur á málum þeirra og málum fjölskyldnanna sem til dæmis höfðu verið hér í tíu mánuði og fengið frest. „Og þessar fjölskyldur og einstæðu mæður eru í gríðarlega viðkvæmri stöðu. Og verði þær sendar til Grikklands eins og kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á mánudaginn þá munu þær fara á götuna þar.“ Palestínsku mæðgurnar Fadia og Hor Radwan bjuggu einmitt á götunni í Grikklandi áður en þær komu til Íslands fyrir sjö mánuðum. Í Palestínu bjuggu þær við stöðugt stríðsástand og fjölskyldumeðlimir drepnir svo þær flúðu. Á Íslandi fá þær loksins frið. „Það er búið að vera mjög gott. Við höfum fengið góða heilbrigðisþjónustu og almennt góða þjónustu. Allt hefur verið gott,“ segir Fadia. Þær eru hræddar við brottvísun. Og Hor langar mjög að halda áfram í skólanum, þar sem hún á marga vini og finnst skemmtilegast að leika sér. Rætt er við mæðgurnar og Albert í fréttinni í spilaranum hér fyrir ofan. Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Um síðustu mánaðamót höfðu 147 manns fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd og biðu brottvísunar, þar af 20 börn. 36 biðu endursendingar til Grikklands - en þangað hefur enginn verið sendur í að minnsta kosti rúmt ár. Í gær var loks greint frá því að stoðdeild ríkislögreglustjóra undirbyggi að fylgja fólki, allt einstaklingum, út til Grikklands á næstu dögum og vikum. En lögfræðingur segir fjölskyldur með börn einnig standa frammi fyrir brottvísun með haustinu. „Sem kemur okkur svolítið á óvart vegna þess að ráðherra, bæði dómsmála og barnamála, höfðu lýst því yfir að barnafjölskyldur yrðu ekki sendar til Grikklands. Dómsmálaráðherra tók svo sterkt til orða að það hefði aldrei staðið til,“ segir Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur hjá CPLS lögmannsstofu. „Og þetta er bara verulegt áhyggjuefni.“ Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur hjá CPLS-lögmannsstofu. Langar að halda áfram í skólanum Bara í þessari viku hafi þrjár einstæðar mæður með alls sjö börn leitað til hans. Úrskurðir í málum þeirra séu forkastanlegir. Þær hafi verið á landinu í sjö mánuði og enginn eðlismunur á málum þeirra og málum fjölskyldnanna sem til dæmis höfðu verið hér í tíu mánuði og fengið frest. „Og þessar fjölskyldur og einstæðu mæður eru í gríðarlega viðkvæmri stöðu. Og verði þær sendar til Grikklands eins og kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á mánudaginn þá munu þær fara á götuna þar.“ Palestínsku mæðgurnar Fadia og Hor Radwan bjuggu einmitt á götunni í Grikklandi áður en þær komu til Íslands fyrir sjö mánuðum. Í Palestínu bjuggu þær við stöðugt stríðsástand og fjölskyldumeðlimir drepnir svo þær flúðu. Á Íslandi fá þær loksins frið. „Það er búið að vera mjög gott. Við höfum fengið góða heilbrigðisþjónustu og almennt góða þjónustu. Allt hefur verið gott,“ segir Fadia. Þær eru hræddar við brottvísun. Og Hor langar mjög að halda áfram í skólanum, þar sem hún á marga vini og finnst skemmtilegast að leika sér. Rætt er við mæðgurnar og Albert í fréttinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira