Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R.-ÍA 1-0 | 330 daga bið eftir deildarsigri Leiknis á enda Andri Már Eggertsson skrifar 4. júlí 2022 22:38 Leiknismenn fá Skagamenn í heimsókn. Vísir/Hulda Margrét Leiknir vann sinn fyrsta leik í Bestu-deildinni. Seinasti sigur Leiknis í deildinni kom þann 8. ágúst á síðasta ári gegn Val. 330 dögum síðar kom 1-0 sigur gegn ÍA þar sem Mikkel Elbæk Jakobsen reyndist hetja Breiðhyltinga. Fyrri hálfleikur var nokkuð tíðindalítill. Gísli Laxdal Unnarsson fékk besta færi Skagamann á 8. mínútu þar sem góð skyndisókn endaði með að Gísli var einn á móti Viktor Frey Sigurðssyni sem gerði vel í að loka á hann og varði skot hans. Þegar líða tók á fyrri hálfleik sköpuðu Leiknismenn sér fín færi en sóknarleikur Leiknis hafði aðeins skilað sjö mörkum í tíu leikjum og ógnaði ekki Árna Snæ Ólafssyni, markmanni ÍA, í fyrri hálfleik. Þegar tæplega fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fékk Eyþór Wöhler tækifæri til að koma gestunum yfir en Viktor Freyr varði skot hans af stuttu færi. Staðan var markalaus í hálfleik 0-0. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, gerði áhugaverða breytingu í hálfleik þar sem hann tók báða miðverðina sína út af. Nýjasti leikmaður ÍA Kristian Ladewig Lindberg kom inn á og spilaði fyrir aftan Eyþór Wöhler, framherja ÍA. Eftir rólega byrjun á síðari hálfleik færðist líf í leikinn eftir að tuttugu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Mikkel Dahl fékk sendingu inn í teig þar sem hann skaut í Wout Droste og þaðan fór boltinn beint á Mikkel Elbæk Jakobsen sem gerði vel í að nýta færið. Leiknismenn tóku yfir leikinn eftir markið og var með ólíkindum að þeir hafi ekki bæti við hið minnsta einu marki. Í uppbótatíma sauð upp úr sem endaði með tveimur rauðum spjöldum. Maciej Makuszewski og Kaj Leo Í Bartalstovu fengu báðir beint rautt spjald. Kaj Leo byrjaði á að keyra Birgi Baldvinsson niður sem var að slóra við að ná í boltann. Maciej mætti þá inn í æsinginn og lét finna fyrir sér. Þorvaldur Árnason flautaði síðan leikinn af skömmu síðar og fyrsti sigur Leiknis í Bestu-deildinni staðreynd. Af hverju vann Leiknir? Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik þar sem bæði lið fengu færi en nýttu þau ekki. Heimamenn skoruðu laglegt mark þegar tuttugu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Marki yfir tóku Leiknismenn yfir leikinn og hefðu átt að skora fleiri mörk en eitt mark dugði í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Mikkel Elbæk Jakobsen var hetja Leiknis í kvöld þar sem hann skoraði sitt fyrsta mark í Bestu-deildinni. Viktor Freyr Sigurðsson, markmaður Leiknis, átti afar öflugan leik í markinu. Viktor varði vel sérstaklega í fyrri hálfleik og í síðari hálfleikur var hann öruggur í öllum sínum aðgerðum. Hvað gekk illa? Skiptingar geta breytt jafnvægi leiks og Skagamönnum var enginn greiði gerður með að missa þrjá varnarmenn út af vegna meiðsla. Miðverðirnir fóru báðir út af í hálfleik þeir Aron Bjarki Jósepsson og Oliver Stefánsson. Þegar tuttugu mínútur voru eftir þurfti síðan Wout Droste að fara af velli sem hafði spilað miðvörð eftir að hinir miðverðirnir fóru út af. Þetta riðlaði skipulagi ÍA helling og auðveldaði Leiknismönnum lífið sem yfirspiluðu ÍA eftir að þessir þrír fóru af velli. Kaj Leo Í Bartalstovu kom inn á þegar 66 mínútur voru liðnar af leiknum. Kaj Leo gerði lítið sem ekkert fyrir sóknarleik ÍA og kórónaði síðan lélega innkomu sína með glórulausu rauðu spjaldi þar sem hann lét leiktöf Birgis fara allt of mikið í taugarnar á sér og þrumaði hann niður. Hvað gerist næst? Á mánudaginn eftir viku mætast Stjarnan og Leiknir á Samsung-vellinum klukkan 19:15. Næsta laugardag eigast við Víkingur og ÍA á Víkingsvelli klukkan 16:00. „Misstum þrjá varnarmenn út af vegna meiðsla sem riðlaði leiknum“ Jón Þór var svekktur eftir tap gegn LeikniVísir/Vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var svekktur með 1-0 tap gegn Leikni. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn í jafnvægi þar sem við sköpuðum fín færi sem okkur tókst ekki að nýta líkt og Leiknir en í síðari hálfleik riðlaðist allur okkar leikur,“ sagði Jón Þór og hélt áfram. „Ég þurfti að taka báða miðverðina mína út af í hálfleik vegna meiðsla. Aron Bjarki hefur verið að stíga upp úr meiðslum sem hann fann fyrir þegar líða tók á fyrri hálfleik. Oliver [Stefánsson] er að koma upp úr þriggja ára meiðslum og gat ekki haldið leik áfram heldur. Kristian Ladewig Lindberg skrifaði undir hjá ÍA á dögunum og lék sinn fyrsta leik í kvöld er hann kom inn á sem varamaður í hálfleik. „Mér fannst hann byrja vel. Við vorum góðir í byrjun síðari hálfleiks þar sem boltinn gekk vel og hann gerði vel í að fara í svæðin og koma boltanum frá sér á réttum tíma.“ Eftir mark Leiknis var allur vindur úr Skagamönnum og taldi Jón Þór skiptingarnar hafa mikil áhrif á það. „Við misstum þriðja hafsentinn út af eftir mark Leiknis og þá riðlaðist allt liðið þar sem menn voru að spila allt aðrar stöður en þeir byrjuðu í.“ Kaj Leo Í Bartalstovu fékk beint rautt spjald í uppbótatíma. Jón Þór átti eftir að sjá atvikið aftur en fannst dómararnir heilt yfir eiga í vandræðum með að leyfa leiknum að fljóta. „Kaj var að reyna ná til boltans til að koma boltanum hratt í leik. Ég var auðvitað mjög langt frá atvikinu en frá mér séð var Kaj að reyna koma boltanum í leik. „Leikurinn var mikið stopp og það gekk illa hjá dómurunum að halda leiknum gangandi. Þeir voru alltaf lengi að koma boltanum í leik og mögulega var þetta upp safnaður pirringur hjá Kaj Leo,“ sagði Jón Þór að lokum og bætti við að meiðsli varnarmannanna gæti haft þau áhrif að ÍA þurfi að styrkja sig í glugganum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Leiknir Reykjavík ÍA
Leiknir vann sinn fyrsta leik í Bestu-deildinni. Seinasti sigur Leiknis í deildinni kom þann 8. ágúst á síðasta ári gegn Val. 330 dögum síðar kom 1-0 sigur gegn ÍA þar sem Mikkel Elbæk Jakobsen reyndist hetja Breiðhyltinga. Fyrri hálfleikur var nokkuð tíðindalítill. Gísli Laxdal Unnarsson fékk besta færi Skagamann á 8. mínútu þar sem góð skyndisókn endaði með að Gísli var einn á móti Viktor Frey Sigurðssyni sem gerði vel í að loka á hann og varði skot hans. Þegar líða tók á fyrri hálfleik sköpuðu Leiknismenn sér fín færi en sóknarleikur Leiknis hafði aðeins skilað sjö mörkum í tíu leikjum og ógnaði ekki Árna Snæ Ólafssyni, markmanni ÍA, í fyrri hálfleik. Þegar tæplega fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fékk Eyþór Wöhler tækifæri til að koma gestunum yfir en Viktor Freyr varði skot hans af stuttu færi. Staðan var markalaus í hálfleik 0-0. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, gerði áhugaverða breytingu í hálfleik þar sem hann tók báða miðverðina sína út af. Nýjasti leikmaður ÍA Kristian Ladewig Lindberg kom inn á og spilaði fyrir aftan Eyþór Wöhler, framherja ÍA. Eftir rólega byrjun á síðari hálfleik færðist líf í leikinn eftir að tuttugu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Mikkel Dahl fékk sendingu inn í teig þar sem hann skaut í Wout Droste og þaðan fór boltinn beint á Mikkel Elbæk Jakobsen sem gerði vel í að nýta færið. Leiknismenn tóku yfir leikinn eftir markið og var með ólíkindum að þeir hafi ekki bæti við hið minnsta einu marki. Í uppbótatíma sauð upp úr sem endaði með tveimur rauðum spjöldum. Maciej Makuszewski og Kaj Leo Í Bartalstovu fengu báðir beint rautt spjald. Kaj Leo byrjaði á að keyra Birgi Baldvinsson niður sem var að slóra við að ná í boltann. Maciej mætti þá inn í æsinginn og lét finna fyrir sér. Þorvaldur Árnason flautaði síðan leikinn af skömmu síðar og fyrsti sigur Leiknis í Bestu-deildinni staðreynd. Af hverju vann Leiknir? Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik þar sem bæði lið fengu færi en nýttu þau ekki. Heimamenn skoruðu laglegt mark þegar tuttugu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Marki yfir tóku Leiknismenn yfir leikinn og hefðu átt að skora fleiri mörk en eitt mark dugði í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Mikkel Elbæk Jakobsen var hetja Leiknis í kvöld þar sem hann skoraði sitt fyrsta mark í Bestu-deildinni. Viktor Freyr Sigurðsson, markmaður Leiknis, átti afar öflugan leik í markinu. Viktor varði vel sérstaklega í fyrri hálfleik og í síðari hálfleikur var hann öruggur í öllum sínum aðgerðum. Hvað gekk illa? Skiptingar geta breytt jafnvægi leiks og Skagamönnum var enginn greiði gerður með að missa þrjá varnarmenn út af vegna meiðsla. Miðverðirnir fóru báðir út af í hálfleik þeir Aron Bjarki Jósepsson og Oliver Stefánsson. Þegar tuttugu mínútur voru eftir þurfti síðan Wout Droste að fara af velli sem hafði spilað miðvörð eftir að hinir miðverðirnir fóru út af. Þetta riðlaði skipulagi ÍA helling og auðveldaði Leiknismönnum lífið sem yfirspiluðu ÍA eftir að þessir þrír fóru af velli. Kaj Leo Í Bartalstovu kom inn á þegar 66 mínútur voru liðnar af leiknum. Kaj Leo gerði lítið sem ekkert fyrir sóknarleik ÍA og kórónaði síðan lélega innkomu sína með glórulausu rauðu spjaldi þar sem hann lét leiktöf Birgis fara allt of mikið í taugarnar á sér og þrumaði hann niður. Hvað gerist næst? Á mánudaginn eftir viku mætast Stjarnan og Leiknir á Samsung-vellinum klukkan 19:15. Næsta laugardag eigast við Víkingur og ÍA á Víkingsvelli klukkan 16:00. „Misstum þrjá varnarmenn út af vegna meiðsla sem riðlaði leiknum“ Jón Þór var svekktur eftir tap gegn LeikniVísir/Vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var svekktur með 1-0 tap gegn Leikni. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn í jafnvægi þar sem við sköpuðum fín færi sem okkur tókst ekki að nýta líkt og Leiknir en í síðari hálfleik riðlaðist allur okkar leikur,“ sagði Jón Þór og hélt áfram. „Ég þurfti að taka báða miðverðina mína út af í hálfleik vegna meiðsla. Aron Bjarki hefur verið að stíga upp úr meiðslum sem hann fann fyrir þegar líða tók á fyrri hálfleik. Oliver [Stefánsson] er að koma upp úr þriggja ára meiðslum og gat ekki haldið leik áfram heldur. Kristian Ladewig Lindberg skrifaði undir hjá ÍA á dögunum og lék sinn fyrsta leik í kvöld er hann kom inn á sem varamaður í hálfleik. „Mér fannst hann byrja vel. Við vorum góðir í byrjun síðari hálfleiks þar sem boltinn gekk vel og hann gerði vel í að fara í svæðin og koma boltanum frá sér á réttum tíma.“ Eftir mark Leiknis var allur vindur úr Skagamönnum og taldi Jón Þór skiptingarnar hafa mikil áhrif á það. „Við misstum þriðja hafsentinn út af eftir mark Leiknis og þá riðlaðist allt liðið þar sem menn voru að spila allt aðrar stöður en þeir byrjuðu í.“ Kaj Leo Í Bartalstovu fékk beint rautt spjald í uppbótatíma. Jón Þór átti eftir að sjá atvikið aftur en fannst dómararnir heilt yfir eiga í vandræðum með að leyfa leiknum að fljóta. „Kaj var að reyna ná til boltans til að koma boltanum hratt í leik. Ég var auðvitað mjög langt frá atvikinu en frá mér séð var Kaj að reyna koma boltanum í leik. „Leikurinn var mikið stopp og það gekk illa hjá dómurunum að halda leiknum gangandi. Þeir voru alltaf lengi að koma boltanum í leik og mögulega var þetta upp safnaður pirringur hjá Kaj Leo,“ sagði Jón Þór að lokum og bætti við að meiðsli varnarmannanna gæti haft þau áhrif að ÍA þurfi að styrkja sig í glugganum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti