Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld. Vísir/Vilhelm

Í kvöldfréttum okkar greinum við frá því hvernig höfuðstóll verðtryggðra lána getur margfaldast í verðbólgubálinu. Þannig getur höfuðstóll á algengri lásfjárhæð hækkað um allt að fjögur hundruð prósent á þrjátíu ára lánstíma.

Fjöldaflótti er hlaupin í lið ráðherra og aðstoðarráðherra í bresku ríkisstjórninni. Þingmenn Íhaldsflokksins telja margir nóg komið af hneykslismálum Borisar Johnson forsætisráðherra og skora á hann að segja af sér.

Verð á olíu er byrjað að lækka á heimsmarkaði og hefur lækkað um 12,5 prósent undanfarna tvo daga. Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir lækkanir ekki skila sér jafn hratt til neytenda og hækkanir.

Rússar eru byrjaðir að innlima Luhansk hérað í Úkraínu inn í Rússland með útgáfu vegabréfa þar sem Úkraína er sögð vera hérað í Rússlandi. Þeir beina nú öllum hernaðarmætti sínum að nágrannahéraðinu Donetsk.

Í fréttatímanum heimsækjum við fyrsta hreindýragarðinn á Íslandi sem var nýlega opnaður á Héraði. Þar fá munaðarlaus hreindýr skjól. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×