Dagskrá Landsmóts hestamanna á Hellu fór úr skorðum í morgu vegna veðurs. Öllum sýningum og keppnum sem áttu að vera í morgun hefur verið seinkað þar til síðdegis í dag. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir stóran hluta landsins í dag.
Forseti Úkraínu segir langþráð vestræn þungavopn loksins farin að skila árangri í baráttunni við innrásarlið Rússa og hafi þegar valdið þeim miklum skaða.
Við rýnum í ástæður þess að verðlækkun á olíu á heimsmarkaði hefur ekki skilað sér í verði á bensíni hér á landi og heyrum af San Fermín hátíðinni í Pamplóna á Spáni sem hófst í morgun eftir þriggja ára hlé, með hefðbundnu nautahlaupi.
Þetta og fleira í hádegisfréttum á samtengdum rásum Bylgjunnar.