Segir leikmenn Man Utd í betra standi en áður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júlí 2022 16:46 Marcus Rashford, leikmaður Man United. Anusak Laowilas/Getty Images Marcus Rashford segir leikmenn Manchester United í betra standi eftir að Erik ten Hag tók við sem þjálfari liðsins. Rashford vonast til að koma inn í tímabilið á fleygiferð en framherjinn átti vægast sagt erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð. Man United er sem stendur í Melbourne í Ástralíu eftir að hafa komið fyrst við í Tælandi þar sem liðið lagði Liverpool örugglega 4-0 í æfingaleik. Rashford telur að liðið sé í mun betra ásigkomulagi nú en á sama tíma á síðustu leiktíð. Rashford sjálfur missti af síðasta undirbúningstímabili þar sem hann var að jafna sig eftir aðgerð á öxl. Rashford kom á endanum, of snemma að mati læknateymi félagsins, til baka úr meiðslum og var sem skugginn af sjálfum sér í þeim leikjum sem hann spilaði. Training down under #MUTOUR22 pic.twitter.com/8nsesfTqb8— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) July 14, 2022 Á endanum ákvað Ralf Rangnick, þáverandi þjálfari liðsins, að betra væri að geyma Rashford á bekknum þar sem hann hreinlega gat ekki neitt er hann spilaði þrátt fyrir að vera með betri mönnum á æfingum. Rashford segir að sumarfríið, nærri fjórar vikur, hafi gert honum gott. Bæði líkamlega sem og andlega. Hann segir að sér líði mun betur þar sem hann hefur getað æft með liðinu frá fyrsta degi. „Við höfum verið saman í tvær og hálfa viku og mér líður eins og við séum í mun betra standi en við vorum á síðustu leiktíð.“ „Við gerðum mörg mistök, ég sem einstaklingur og við sem lið. Það er fullt sem við getum bætt. Það er hins vegar mun auðveldara að gera mistök i liði sem vinnur leiki. Þegar þú tapar leikjum þá er það erfitt, við erum íþróttamenn og viljum ekki tapa.“ @MarcusRashford is raring to go #MUFC || #MUTOUR22— Manchester United (@ManUtd) July 14, 2022 „Við spilum fyrir stórt lið og það er ætlast til að við vinnum leiki. Við þurfum að leggja hart að okkur og bæta okkur dag frá degi. Við leggjum þessa miklu vinnu á okkur nú og reynum að vinna alla þá leiki sem við getum til að vera upp á okkar besta þegar tímabilið hefst,“ sagði hinn 24 ára gamli Rashford að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira
Man United er sem stendur í Melbourne í Ástralíu eftir að hafa komið fyrst við í Tælandi þar sem liðið lagði Liverpool örugglega 4-0 í æfingaleik. Rashford telur að liðið sé í mun betra ásigkomulagi nú en á sama tíma á síðustu leiktíð. Rashford sjálfur missti af síðasta undirbúningstímabili þar sem hann var að jafna sig eftir aðgerð á öxl. Rashford kom á endanum, of snemma að mati læknateymi félagsins, til baka úr meiðslum og var sem skugginn af sjálfum sér í þeim leikjum sem hann spilaði. Training down under #MUTOUR22 pic.twitter.com/8nsesfTqb8— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) July 14, 2022 Á endanum ákvað Ralf Rangnick, þáverandi þjálfari liðsins, að betra væri að geyma Rashford á bekknum þar sem hann hreinlega gat ekki neitt er hann spilaði þrátt fyrir að vera með betri mönnum á æfingum. Rashford segir að sumarfríið, nærri fjórar vikur, hafi gert honum gott. Bæði líkamlega sem og andlega. Hann segir að sér líði mun betur þar sem hann hefur getað æft með liðinu frá fyrsta degi. „Við höfum verið saman í tvær og hálfa viku og mér líður eins og við séum í mun betra standi en við vorum á síðustu leiktíð.“ „Við gerðum mörg mistök, ég sem einstaklingur og við sem lið. Það er fullt sem við getum bætt. Það er hins vegar mun auðveldara að gera mistök i liði sem vinnur leiki. Þegar þú tapar leikjum þá er það erfitt, við erum íþróttamenn og viljum ekki tapa.“ @MarcusRashford is raring to go #MUFC || #MUTOUR22— Manchester United (@ManUtd) July 14, 2022 „Við spilum fyrir stórt lið og það er ætlast til að við vinnum leiki. Við þurfum að leggja hart að okkur og bæta okkur dag frá degi. Við leggjum þessa miklu vinnu á okkur nú og reynum að vinna alla þá leiki sem við getum til að vera upp á okkar besta þegar tímabilið hefst,“ sagði hinn 24 ára gamli Rashford að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira