Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö. Vísir/Vilhelm

Í kvöldfréttum greinum við frá því að öll framlög ríkisins á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku í öllum göngum landsins duga ekki til að standa undir 47 milljarða kostnaði við gerð Fjarðarheiðarganga. Eins og Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins hefur bent á hefur að legið fyrir lengi að göngin væru ófjármögnuð.

Forstjóri Landsspítalans tekur undir með Birni Zoega formanni nýrrar stjórnar spítalans um að stokka þurfi upp í rekstrinum og sennilega fækka starfsfólki. Björn komst í fréttir í Svíðþjóð þegar hann var forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi og fækkaði læknum og öðru starfsfólki um rúmlega tvö hundruð.

Hitabylgja og þurrkar með skógareldum hafa verið víðs vegar um Evrópu að undanförnu. Hitinn mældist 46 gráður í Portúgal í dag þar sem flytja hefur þurft hundruð manns frá heimilum sínum vegna skógarelda.

Og við segjum frá ævintýrakettinum Nóru sem numin var á brott úr Vesturbænum og kom nýlega í leitirnar eftir að hafa verið horfin eigendum sínum í mánuð. Miklir fagnaðarfundir í Vesturbænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×