Fjöldagröfin fannst nærri útrýmingarbúðunum Soldau í sunnanverðu Póllandi. Í gröfinni fundust einnig munir líkt og föt, tölur og fleira. Ekkert verðmætt fannst í gröfinni svo talið er að fangaverðir hafi rænt öllum verðmætum af líkum fólks áður en þeir brenndu þau.
Þegar mannslíkami er brenndur verða um tvö kíló af ösku eftir og því er talið að rúmlega átta þúsund manns hafi verið brenndir og aska þeirra sett í gröfina.
Samkvæmt BBC voru gyðingar, pólitískir andstæðingar nasista og pólskt hefðarfólk sent til Soldau. Rannsakendur vonast eftir því að geta borið kennsl á einhverja sem drepnir voru í búðunum og vinna nú að því að leita að fleiri gröfum í kringum Soldau.