Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Í kvöldfréttum segir Úkraínuforseti frá því að öll úkraínska þjóðin syrgi hina fjögurra ára gömlu Lísu sem féll ásamt tuttugu og tveimur öðrum í eldflaugaárás Rússa á borgina Vinnytsia í gær. Hún var með downs og var nýkominn af talnámskeiði með móður sinni þegar eldflaug Rússa sprakk. Móðir hennar er mikið særð ásamt um hundrað öðrum.

Fulltrúar þriggja flokka á Alþingi hafa kallað eftir laga- og stjórnarskrárbreytingum varðandi yfirráð stórútgerða á auðlindum sjávar. Samherji á nú aðild að 25 prósentum allra veiðiheimilda í landinu en telst ekki vera tengdur aðili vegna kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi sem Samherji á þó um 30 prósenta hlut í. 

Við bregðum líka undir okkur betri fætinum og tökum hús á Vestmanneyingum. Þangað hefur mikill fjöldi Íslendinga og erlendra ferðamanna streymt allt síðan í vor. Við kíkjum einnig á hótel þar sem gestir búa í hylkjum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×