Danskir framleiðendur semja við Viaplay og framleiðsla hefst að nýju Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. júlí 2022 12:03 Viaplay náði tímabundnu samkomulagi við danska kvikmyndaframleiðendur og Create Denmark sem þýðir að framleiðsla á þeim verkefnum sem fóru í stopp í júní mun hefjast að nýju. Getty/Jakub Porzycki Danskir kvikmyndaframleiðendur hafa gert tímabundið samkomulag við Viaplay sem gerir að verkum að framleiðsluverkefni tengd streymisveitunni sem fóru í stopp í júní munu fara í gang að nýju. Auk Viaplay og samtaka kvikmyndaframleiðenda tekur Create Denmark þátt í samkomulaginu en það eru óhagnaðardrifin samtök sem berjast fyrir bættum réttindum listamanna þegar kemur að stafrænum hugverkum og samningum. Þrátt fyrir að samkomulagið sé einungis tímabundið segir í fréttatilkynningu Viaplay að allir aðilar viðriðnir samkomulagið vilji vinna að langtímalausn og ætli að halda áfram umræðum í haust. „Við erum ánægð að við skyldum hafa náð tímabundinni lausn og viljum þakka Create Denmark og samtökum kvikmyndaframleiðenda fyrir uppbybggilega nálgun þeirra í þessu ferli. Þetta er mikilvægt fyrsta skref, en við verðum líka að muna að það eru aðrar áskoranir í dönskum fjölmiðlamarkaði sem verður að takast á við og finna lausn á,“ sagði Filippa Wallestam, fulltrúi Viaplay Group. Neituðu að deila gróðanum með framleiðendum Streymisveiturnar Netflix, Viaplay og TV2 Play ákváðu í júní að hætta framleiðslu á öllu leiknu sjónvarpsefni á dönsku. Ástæðan var nýr samningur í Danmörku sem tryggði framleiðendum, leikstjórum og leikurum prósentu af gróðanum sem fékkst af streymi kvikmynda og sjónvarpsþátta. Samningar dönsku kvikmyndaframleiðendanna voru gerðir í kjölfar sambærilegra samninga sem voru gerðir í Sviss nýlega og þar áður í Portúgal, Frakklandi og Ítalíu. Eftir dönsku samningana tilkynntu streymisveiturnar þrjár að þær hygðust hætta framleiðslu á leiknu dönsku sjónvarpsefni og fór þá fjöldi verkefna í stopp. Nú hefur Viaplay ákveðið að gefa eftir og hefja framleiðslu að nýju en TV2 Play og Netflix hafa hins vegar ekki enn breytt afstöðu sinni. Danmörk Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira
Auk Viaplay og samtaka kvikmyndaframleiðenda tekur Create Denmark þátt í samkomulaginu en það eru óhagnaðardrifin samtök sem berjast fyrir bættum réttindum listamanna þegar kemur að stafrænum hugverkum og samningum. Þrátt fyrir að samkomulagið sé einungis tímabundið segir í fréttatilkynningu Viaplay að allir aðilar viðriðnir samkomulagið vilji vinna að langtímalausn og ætli að halda áfram umræðum í haust. „Við erum ánægð að við skyldum hafa náð tímabundinni lausn og viljum þakka Create Denmark og samtökum kvikmyndaframleiðenda fyrir uppbybggilega nálgun þeirra í þessu ferli. Þetta er mikilvægt fyrsta skref, en við verðum líka að muna að það eru aðrar áskoranir í dönskum fjölmiðlamarkaði sem verður að takast á við og finna lausn á,“ sagði Filippa Wallestam, fulltrúi Viaplay Group. Neituðu að deila gróðanum með framleiðendum Streymisveiturnar Netflix, Viaplay og TV2 Play ákváðu í júní að hætta framleiðslu á öllu leiknu sjónvarpsefni á dönsku. Ástæðan var nýr samningur í Danmörku sem tryggði framleiðendum, leikstjórum og leikurum prósentu af gróðanum sem fékkst af streymi kvikmynda og sjónvarpsþátta. Samningar dönsku kvikmyndaframleiðendanna voru gerðir í kjölfar sambærilegra samninga sem voru gerðir í Sviss nýlega og þar áður í Portúgal, Frakklandi og Ítalíu. Eftir dönsku samningana tilkynntu streymisveiturnar þrjár að þær hygðust hætta framleiðslu á leiknu dönsku sjónvarpsefni og fór þá fjöldi verkefna í stopp. Nú hefur Viaplay ákveðið að gefa eftir og hefja framleiðslu að nýju en TV2 Play og Netflix hafa hins vegar ekki enn breytt afstöðu sinni.
Danmörk Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira