Ísland aftur fyrsta flokks í baráttunni gegn mansali Árni Sæberg skrifar 21. júlí 2022 09:02 Erlendir verkamenn í byggingariðnaði eiga einna helst í hættu að verða fórnarlömb mansals. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Ísland er aftur komið í fyrsta flokk í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um varnir gegn mansali. Ísland hafði verið flokkað annars flokks frá árinu 2017. Meðal þess sem kom landinu upp í fyrsta flokk var mansalsdómur sem féll í ár, sá fyrsti í rúman áratug. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tekur á hverju ári saman skýrslu um frammistöðu flestra landa heimsins þegar kemur að vörnum gegn mansali. Ísland hafði verið flokkað meðal þeirra landa sem standa sig best frá því að skýrslan kom fyrst út árið 2001 en féll í annan flokk árið 2017. Í skýrslu ársins segir að hérlend yfirvöld mæti öllum lágmarkskröfum þegar kemur að vörnum gegn mansali. Þau hafi stórbætt það hvernig tekið er á mansalsmálum og sérstaklega er tekið fram að hér hafi verið sakfellt í mansalsmáli í fyrsta skipti í heil tólf ár. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konu í fjögurra ára fangelsi fyrir mansal með því að hafa neytt þrjú stjúpbörn sín til nauðungarvinnu, í apríl þessa árs. Þá hafi kennsl verið borin á fleiri fórnarlömb mansals og þeim komið til hjálpar en á árum áður, komið hafi verið upp nýju úrræði fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis, þar á meðal mansals, og lögreglan hafi komið á fót nefnd sem vinnur með erlendum stofnunum sem berjast gegn mansali. Margt sem mætti betur fara Þrátt fyrir að Ísland sé komið í fyrsta flokk eru þó enn ýmis atriði sem betur mættu fara, að mati utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Ráðuneytið mælir helst með því að ákæruvaldið beiti mansalsákvæði hegningarlaga í meiri mæli í stað þess að ákæra fyrir smygl. Þá mætti stórauka tíðni þess að fólk grunað um mansal sé látið svara til saka. Loks segir að stjórnvöld ættu að gera gagnskör í því að bera kennsl á möguleg fórnarlömb forvirkt og koma þeim fyrr til aðstoðar. Vinnumansal algengast Í skýrslunni segir að yfirvölda hafi borið kennsl á 46 möguleg fórnarlömb mansals hér á landi. Þau voru flest fullorðin og frá útlöndum, fimm þeirra voru þó undir fimmtán ára aldri. Þá segir að vinnumansal sé algengasta form mansals hér á landi þar sem erlendir farandverkamenn í bygginga-, ferða-, og veitingageirunum séu í mestri hættu á að lenda í mansali. Þó sjáist einnig aukning í kynlífsmansali þar sem skipulögð glæpasamtök selja konur frá Afríku, Austur-Evrópu, Balkanskaga og Suður-Ameríku í kynlífsvinnu. Skýrslu utanríkisráðherra Bandaríkjanna má lesa hér. Hún ætti að duga sem lesefni helgarinnar en hún er heilar 634 blaðsíður. Umjöllun um Íslands hefst á blaðsíðu númer 276. Bandaríkin Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tekur á hverju ári saman skýrslu um frammistöðu flestra landa heimsins þegar kemur að vörnum gegn mansali. Ísland hafði verið flokkað meðal þeirra landa sem standa sig best frá því að skýrslan kom fyrst út árið 2001 en féll í annan flokk árið 2017. Í skýrslu ársins segir að hérlend yfirvöld mæti öllum lágmarkskröfum þegar kemur að vörnum gegn mansali. Þau hafi stórbætt það hvernig tekið er á mansalsmálum og sérstaklega er tekið fram að hér hafi verið sakfellt í mansalsmáli í fyrsta skipti í heil tólf ár. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konu í fjögurra ára fangelsi fyrir mansal með því að hafa neytt þrjú stjúpbörn sín til nauðungarvinnu, í apríl þessa árs. Þá hafi kennsl verið borin á fleiri fórnarlömb mansals og þeim komið til hjálpar en á árum áður, komið hafi verið upp nýju úrræði fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis, þar á meðal mansals, og lögreglan hafi komið á fót nefnd sem vinnur með erlendum stofnunum sem berjast gegn mansali. Margt sem mætti betur fara Þrátt fyrir að Ísland sé komið í fyrsta flokk eru þó enn ýmis atriði sem betur mættu fara, að mati utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Ráðuneytið mælir helst með því að ákæruvaldið beiti mansalsákvæði hegningarlaga í meiri mæli í stað þess að ákæra fyrir smygl. Þá mætti stórauka tíðni þess að fólk grunað um mansal sé látið svara til saka. Loks segir að stjórnvöld ættu að gera gagnskör í því að bera kennsl á möguleg fórnarlömb forvirkt og koma þeim fyrr til aðstoðar. Vinnumansal algengast Í skýrslunni segir að yfirvölda hafi borið kennsl á 46 möguleg fórnarlömb mansals hér á landi. Þau voru flest fullorðin og frá útlöndum, fimm þeirra voru þó undir fimmtán ára aldri. Þá segir að vinnumansal sé algengasta form mansals hér á landi þar sem erlendir farandverkamenn í bygginga-, ferða-, og veitingageirunum séu í mestri hættu á að lenda í mansali. Þó sjáist einnig aukning í kynlífsmansali þar sem skipulögð glæpasamtök selja konur frá Afríku, Austur-Evrópu, Balkanskaga og Suður-Ameríku í kynlífsvinnu. Skýrslu utanríkisráðherra Bandaríkjanna má lesa hér. Hún ætti að duga sem lesefni helgarinnar en hún er heilar 634 blaðsíður. Umjöllun um Íslands hefst á blaðsíðu númer 276.
Bandaríkin Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira