Á brattann að sækja en Hjartagarðurinn sé ekki misheppnaður Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2022 23:00 Rekstraraðilar í Hjartagarðinum eru ósammála borgarfulltrúa um að torgið sé misheppnað, eftir þær breytingar sem þar hafa orðið á undanförnum árum. Svæðið sé ekki jafn laust við mannlíf og fólk tali oft um. Hjartagarðurinn liggur á milli Hverfisgötu og Laugavegs annars vegar, og Klapparstígs og Smiðjustígs hins vegar. Fyrir tæpum áratug var tekin ákvörðun um að breyta garðinum, en þar hafði öflugt grasrótarstarf lista og menningar blómstrað, svo gott sem sjálfsprottið. Í samtali við Vísi sagði Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi að Hjartagarðurinn væri misheppnaður að því leyti að ekki hefði tekist að kveikja mikið líf á svæðinu. Hjálmar nefnir sérstaklega að Óðinstorg og Káratorg hafi heppnast betur en Hjartagarðurinn, eða Hjartatorg eins og það er einnig kallað, með tilliti til aðsóknar borgarbúa, gesta og gangandi. Rekstraraðilar í Hjartagarðinum eru ekki endilega sammála því að torgið sé misheppnað. Ásdís Þula Þorláksdóttir, sem rekur listgallerí við torgið, segir til að mynda að fjöldi fólks sæki torgið þegar veður er gott, líkt og með önnur torg borgarinnar. Eigandi verslunar við torgið tekur í sama streng. „Ég er ekki sammála því að torgið hafi misheppnast en vissulega hefur verið á brattann að sækja að efla mannlífið hérna inni á torginu,“ segir Ásmundur Jónsson, einn eigenda plötuverslunarinnar Smekkleysu, sem er til húsa í Hjartagarðinum. Ásmundur nefnir að þegar blásið hafi verið til skipulagðra viðburða á torginu hafi það gengið vel. Ásmundur Jónsson er einn eigenda Smekkleysu. „Þetta er bara spurningin um að kveikja þetta líf, að fólk fari að setja það inn á radarinn að þetta sé áhugaverður staður að dvelja á.“ Búast megi við miklu lífi á torginu á næstunni. „Til dæmis verða tónleikar hér um helgina, sem byrja annað kvöld, og síðan frá klukkan tvö á laugardeginum. Það munu vera viðburðir svo dögum skipta núna á næstu þremur, fjórum vikum.“ Skipulag Reykjavík Veitingastaðir Borgarstjórn Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
Hjartagarðurinn liggur á milli Hverfisgötu og Laugavegs annars vegar, og Klapparstígs og Smiðjustígs hins vegar. Fyrir tæpum áratug var tekin ákvörðun um að breyta garðinum, en þar hafði öflugt grasrótarstarf lista og menningar blómstrað, svo gott sem sjálfsprottið. Í samtali við Vísi sagði Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi að Hjartagarðurinn væri misheppnaður að því leyti að ekki hefði tekist að kveikja mikið líf á svæðinu. Hjálmar nefnir sérstaklega að Óðinstorg og Káratorg hafi heppnast betur en Hjartagarðurinn, eða Hjartatorg eins og það er einnig kallað, með tilliti til aðsóknar borgarbúa, gesta og gangandi. Rekstraraðilar í Hjartagarðinum eru ekki endilega sammála því að torgið sé misheppnað. Ásdís Þula Þorláksdóttir, sem rekur listgallerí við torgið, segir til að mynda að fjöldi fólks sæki torgið þegar veður er gott, líkt og með önnur torg borgarinnar. Eigandi verslunar við torgið tekur í sama streng. „Ég er ekki sammála því að torgið hafi misheppnast en vissulega hefur verið á brattann að sækja að efla mannlífið hérna inni á torginu,“ segir Ásmundur Jónsson, einn eigenda plötuverslunarinnar Smekkleysu, sem er til húsa í Hjartagarðinum. Ásmundur nefnir að þegar blásið hafi verið til skipulagðra viðburða á torginu hafi það gengið vel. Ásmundur Jónsson er einn eigenda Smekkleysu. „Þetta er bara spurningin um að kveikja þetta líf, að fólk fari að setja það inn á radarinn að þetta sé áhugaverður staður að dvelja á.“ Búast megi við miklu lífi á torginu á næstunni. „Til dæmis verða tónleikar hér um helgina, sem byrja annað kvöld, og síðan frá klukkan tvö á laugardeginum. Það munu vera viðburðir svo dögum skipta núna á næstu þremur, fjórum vikum.“
Skipulag Reykjavík Veitingastaðir Borgarstjórn Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira