Á yfir 200 leiki í Serie A en er mættur í 10. deild Englands eftir að hafa farið út að labba með hundinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2022 07:00 Daniele Mannini í leik með Sampdoria á sínum tima. Tullio Puglia/Getty Images Hinn 38 ára gamli Daniele Mannini hefur spilað með og gegn nokkum af stærstu nöfnum knattspyrnuheimsins undanfarna tvo áratugi. Eftir farsælan feril með liðum á borð við Napoli, Brescia og Sampdoria er hann óvænt mættur í 10. deildina á Englandi, allt þökk sé því að hann fór út að labba með hundinn. Beverly Town er lið sem var stofnað í kringum aldamótin á Englandi. Liðið er í 10. deild þar í landi og því ekki beint líklegasti áfangastaður leikmanns sem hefur spilað meira en 200 leiki í ítölsku úrvalsdeildinni, Serie A. Formaður félagsins, Mark Smith, var úti með eigin hund er hann hitti annan hundaeiganda. „Hann sagði að hann hefði spilað smá fótbolta hér áður fyrr. Ég sagði honum að ég væri formaður Beverley Town og að hann ætti að kíkja á æfingar þar sem undirbúningstímabilið er farð af stað,“ sagði Smith í spjalli við breska ríkisútvarpið, BBC. WELCOME MANINNI The former Brescia, Napoli and Sampdoria star will wear the sky blue of Beverley Town FC for the upcoming season! Read more below on our official website https://t.co/S2LR3hNnDo pic.twitter.com/Q95ZCm7HBw— Beverley Town FC (@bevtownfc) July 22, 2022 „Ekki datt mér í hug að hann ætti meira en 200 leiki í Serie A,“ bætti Smith við. Mannini hefur ekki spilað síðan hann lék með C-deildarliði Pontedera í janúar 2020. Í kjölfarið flutti hann til Austur-Jórvíkurskíris á Englandi þar sem hann starfar fyrir matvælaframleiðanda. Þó hann hafi ekki spilað í rúm tvö og hálft ár þá má ætla að hann geti staðið í mönnum í 10. deildinni á Englandi eftir að hafa spilað gegn mönnum á borð við Ronaldinho, Francesco Totti og Zlatan Ibrahimović +a ferli sínum. „Ég get ekki hrósað honum nóg. Hugarfar og vinnusemi hafa verið til fyrirmyndar. Hann getur verið fyrirmynd fyrir alla hjá félaginu,“ sagði Dave Ricardo, þjálfari Beverly Town, um nýjasta leikmann liðsins. Beverley Town hefur leiktíðina 2022-2023 á útileik gegn Ollerton þann 6. ágúst næstkomandi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Beverly Town er lið sem var stofnað í kringum aldamótin á Englandi. Liðið er í 10. deild þar í landi og því ekki beint líklegasti áfangastaður leikmanns sem hefur spilað meira en 200 leiki í ítölsku úrvalsdeildinni, Serie A. Formaður félagsins, Mark Smith, var úti með eigin hund er hann hitti annan hundaeiganda. „Hann sagði að hann hefði spilað smá fótbolta hér áður fyrr. Ég sagði honum að ég væri formaður Beverley Town og að hann ætti að kíkja á æfingar þar sem undirbúningstímabilið er farð af stað,“ sagði Smith í spjalli við breska ríkisútvarpið, BBC. WELCOME MANINNI The former Brescia, Napoli and Sampdoria star will wear the sky blue of Beverley Town FC for the upcoming season! Read more below on our official website https://t.co/S2LR3hNnDo pic.twitter.com/Q95ZCm7HBw— Beverley Town FC (@bevtownfc) July 22, 2022 „Ekki datt mér í hug að hann ætti meira en 200 leiki í Serie A,“ bætti Smith við. Mannini hefur ekki spilað síðan hann lék með C-deildarliði Pontedera í janúar 2020. Í kjölfarið flutti hann til Austur-Jórvíkurskíris á Englandi þar sem hann starfar fyrir matvælaframleiðanda. Þó hann hafi ekki spilað í rúm tvö og hálft ár þá má ætla að hann geti staðið í mönnum í 10. deildinni á Englandi eftir að hafa spilað gegn mönnum á borð við Ronaldinho, Francesco Totti og Zlatan Ibrahimović +a ferli sínum. „Ég get ekki hrósað honum nóg. Hugarfar og vinnusemi hafa verið til fyrirmyndar. Hann getur verið fyrirmynd fyrir alla hjá félaginu,“ sagði Dave Ricardo, þjálfari Beverly Town, um nýjasta leikmann liðsins. Beverley Town hefur leiktíðina 2022-2023 á útileik gegn Ollerton þann 6. ágúst næstkomandi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira