Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Telma Tómasson les í kvöld. 
Telma Tómasson les í kvöld. 

Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við verðbólgunni hafa valdið heimilum landsins meiri skaða en verðbólgan sjálf. Þetta segir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna í umfjöllun um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30. 

Formaðurinn segir erfiða stöðu blasa við og að ríkisstjórnin virðist hafa lítinn skilning á hagkerfi heimilanna.

Þá verður rætt við Íslending sem býr í Kaliforníu þar sem gríðarlegir skógareldar geysa í kvöldfréttum og fjallað verður um stöðuna í Úkraínu.

Verslunarmannahelgin verður til umfjöllunar auk þess sem farið verður í heimsókn í dýragarð á Skorrastöðum við Neskaupsstað.

Þetta og fleira í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.

Hægt er að hlusta á fréttirnar í spilaranum hér að ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×