Gríðarleg rigning hefur verið um allt Suðurland frá því í gærkvöldi og í dag og leitt til vatnavaxta í ám. Vegagerðin óttast að brú á þjóðvegi eitt á Sólheimasandi standist ekki álagið. Þá fór tjaldstæðið á Selfossi bókstaflega á flot síðast liðna nótt sem gestir tóku þó með jafnaðargeði.
Forseti Úkraínu fullyrðir að Rússar hafi misst um fjörutíu þúsund hermenn í innrásinni í landið en þeim staðreyndum væri kirfilega haldið frá rússneskum almenningi. Vonast er til að kornútflutningur geti hafist frá helstu hafnarborgum Úkraínu við Svartahaf á næstu dögum.
Átakshópur Landsspítalans telur sig hafa náð miklum árangri í að fækka komum á bráðadeild spítalans og boðar miklar breytingar á bráðaþjónustu í landinu.
Og í kvöldfréttum kíkjum í sumarleikhús í Dýrafirði þar sem leikarinn og leikstjórinn Elvar Logi Hannesson hefur troðið upp með einleik í allt sumar.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.
Hægt er að hlusta á fréttirnar í spilaranum hér að ofan.