Innlent

Nýtt frjó­korna­greininga­tæki sett upp á Akur­eyri

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Asparfræ safnast í hauga víða í Reykjavík
Asparfræ safnast í hauga víða í Reykjavík Vísir/Vilhelm

Nýtt sjálfvirkt frjókornagreiningatæki hefur verið sett upp á Akureyri af Náttúrufræðistofnun Íslands en stofnunin hefur annast frjókornavöktun í meira en þrjátíu ár.

Nýja tækið mælir magn frjókorna í rauntíma en einn helsti ókostur mælingatækjanna sem hafa verið notuð hingað til er sagður vera hraði niðurstaðna, gömlu tækin þurfi heilan dag til þess að skila af sér niðurstöðum.

Í umfjöllun sem skrifuð er af Ewu Przedpelska-Wasowicz, líffræðingi hjá Náttúrufræðistofnun segir að betri upplýsingar um frjókorn geti dregið úr kostnaði heilbrigðiskerfisins. „Það getur hjálpað til við að fækka komum á bráðamóttöku eða sjúkrahúsinnlagnir af völdum frjókornaofnæmis og tengdra sjúkdóma.“

Upplýsingarnar frá nýja tækinu verða gerðar aðgengilegar á næstu vikum á heimasíðu stofnunarinnar, ni.is.


Tengdar fréttir

Aspar­fræsský áhrifalítil en grasið verður áfram rótsterkt

Hvít asparfræsský svífa nú um loftin en líffræðingur segir það misskilning að hvítir hnoðrarnir séu frjókorn en ekki fræ. Hins vegar standi yfir grasfrjókornatímabil sem nái hámarki kringum næstu mánaðamót. Ofnæmislæknir segir ofnæmislyf, augndropa og nefúða bestu meðölin við frjókornaofnæmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×