Farþegar Icelandair yfir hálfa milljón í fyrsta sinn frá upphafi faraldurs Árni Sæberg skrifar 8. ágúst 2022 09:58 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Hann er ánægður með árangur félagsins í júlí. Stöð 2/Egill Icelandair flutti yfir hálfa milljón farþega í millilandaflugi í nýliðnum júlí. Fjöldi farþega hefur ekki farið yfir hálfa milljón síðan á háannatíma árið 2019 áður en áhrifa heimsfararaldurs kórónuveiru fór að gæta í flugrekstri. Þetta er meðal þess sem kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum Icelandair sem birtar voru í morgun. Flugfélagið flutti í heild 529 þúsund farþega í milli- og innanlandsflugi í júlí. Í fyrra voru farþegar í júlí aðeins 219 þúsund og í júní þessa árs voru þeir 431 þúsund. Þar af voru millilandafarþegar 504 þúsund samanborið við 195 þúsund í júlí 2021 og 407 þúsund í júní á þessu ári. Fjöldi farþega til Íslands var 230 þúsund og frá Íslandi 57 þúsund. Tengifarþegar voru stór hluti millilandafarþega eða 43 prósent. Í fréttatilkynningu frá Icelandair segir að raskanir hafi orðið á leiðakerfi félagsins vegna krefjandi aðstæðna á flugvöllum erlendis. Stundvísi í júlí var aðeins 64 prósent. Farþegum í innanlandsflugi fjölgaði um eitt þúsund milli ára í 25 þúsund í júlí. Sætanýting minnkaði hins vegar úr 76.5 prósent í 74,5 prósent. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 7% fleiri en á sama tíma í fyrra. Fraktflutningar minnkuðu um 14% samanborið við júlí 2021. Ánægjulegt að sjá góðan árangur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er ánægður með árangur félagsins í júlímánuði. „Það er ánægjulegt að sjá þann mikla árangur sem starfsfólk Icelandair hefur náð við að byggja starfsemina upp í krefjandi umhverfi í kjölfar heimsfaraldursins. Nú náðum við þeim áfanga að flytja yfir hálfa milljón farþega í fyrsta sinn frá því í ágúst 2019 og er farþegafjöldinn kominn upp í hátt í 90% af því sem var fyrir faraldur. Þá er sætanýtingin eftirtektarverð en hún er ein sú mesta frá upphafi í einum mánuði. Eftirspurn er og hefur verið mikil og ljóst er að mikil uppsöfnuð ferðaþörf er til staðar. Þá hefur sala á Saga Premium sætum gengið vel. Allt er þetta til marks um að leiðakerfið er í góðu jafnvægi og að þær aðlaganir sem við höfum gert á því samhliða árangursríkri tekjustýringu og öflugu sölu- og markaðsstarfi hafa skilað settu marki. Aðstæður á flugvöllum erlendis hafa haft umtalsverð áhrif á flugferðir. Við leggjum mikla áherslu á að bregðast eftir fremsta megni við þeim aðstæðum sem hafa skapast. Starfsfólk Icelandair hefur með mikilli vinnu, útsjónarsemi og þjónustulund náð að halda áhrifum sem þessar raskanir hafa haft á farþega í lágmarki. Þetta er til marks um þann einstaka mannauð sem Icelandair býr yfir. Einnig er ástæða til þess að hrósa þeim sem starfa í ferðaþjónustu á Íslandi í heild. Isavia, tollgæslan, landamæraeftirlitið og aðrir rekstraraðilar á Keflavíkurflugvelli hafa náð að bregðast hratt við og haldið í við öflugan viðsnúning í farþegafjölda um flugvöllinn. Eins hafa ferðaþjónustuaðilar um allt land sýnt mikinn sveigjanleika með því að stórauka starfsemi sína á stuttum tíma og náð þannig að þjónusta sambærilegan fjölda ferðamanna og árið 2019. Með þessu samheldna átaki auk aðgerða ríkisstjórnarinnar í heimsfaraldrinum hefur verið unnt að endurreisa ferðaþjónustu á Íslandi með miklum glæsibrag,“ er haft eftir Boga í fréttatilkynningu frá Icelandair. Icelandair Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum Icelandair sem birtar voru í morgun. Flugfélagið flutti í heild 529 þúsund farþega í milli- og innanlandsflugi í júlí. Í fyrra voru farþegar í júlí aðeins 219 þúsund og í júní þessa árs voru þeir 431 þúsund. Þar af voru millilandafarþegar 504 þúsund samanborið við 195 þúsund í júlí 2021 og 407 þúsund í júní á þessu ári. Fjöldi farþega til Íslands var 230 þúsund og frá Íslandi 57 þúsund. Tengifarþegar voru stór hluti millilandafarþega eða 43 prósent. Í fréttatilkynningu frá Icelandair segir að raskanir hafi orðið á leiðakerfi félagsins vegna krefjandi aðstæðna á flugvöllum erlendis. Stundvísi í júlí var aðeins 64 prósent. Farþegum í innanlandsflugi fjölgaði um eitt þúsund milli ára í 25 þúsund í júlí. Sætanýting minnkaði hins vegar úr 76.5 prósent í 74,5 prósent. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 7% fleiri en á sama tíma í fyrra. Fraktflutningar minnkuðu um 14% samanborið við júlí 2021. Ánægjulegt að sjá góðan árangur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er ánægður með árangur félagsins í júlímánuði. „Það er ánægjulegt að sjá þann mikla árangur sem starfsfólk Icelandair hefur náð við að byggja starfsemina upp í krefjandi umhverfi í kjölfar heimsfaraldursins. Nú náðum við þeim áfanga að flytja yfir hálfa milljón farþega í fyrsta sinn frá því í ágúst 2019 og er farþegafjöldinn kominn upp í hátt í 90% af því sem var fyrir faraldur. Þá er sætanýtingin eftirtektarverð en hún er ein sú mesta frá upphafi í einum mánuði. Eftirspurn er og hefur verið mikil og ljóst er að mikil uppsöfnuð ferðaþörf er til staðar. Þá hefur sala á Saga Premium sætum gengið vel. Allt er þetta til marks um að leiðakerfið er í góðu jafnvægi og að þær aðlaganir sem við höfum gert á því samhliða árangursríkri tekjustýringu og öflugu sölu- og markaðsstarfi hafa skilað settu marki. Aðstæður á flugvöllum erlendis hafa haft umtalsverð áhrif á flugferðir. Við leggjum mikla áherslu á að bregðast eftir fremsta megni við þeim aðstæðum sem hafa skapast. Starfsfólk Icelandair hefur með mikilli vinnu, útsjónarsemi og þjónustulund náð að halda áhrifum sem þessar raskanir hafa haft á farþega í lágmarki. Þetta er til marks um þann einstaka mannauð sem Icelandair býr yfir. Einnig er ástæða til þess að hrósa þeim sem starfa í ferðaþjónustu á Íslandi í heild. Isavia, tollgæslan, landamæraeftirlitið og aðrir rekstraraðilar á Keflavíkurflugvelli hafa náð að bregðast hratt við og haldið í við öflugan viðsnúning í farþegafjölda um flugvöllinn. Eins hafa ferðaþjónustuaðilar um allt land sýnt mikinn sveigjanleika með því að stórauka starfsemi sína á stuttum tíma og náð þannig að þjónusta sambærilegan fjölda ferðamanna og árið 2019. Með þessu samheldna átaki auk aðgerða ríkisstjórnarinnar í heimsfaraldrinum hefur verið unnt að endurreisa ferðaþjónustu á Íslandi með miklum glæsibrag,“ er haft eftir Boga í fréttatilkynningu frá Icelandair.
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira