Heilbrigðiskerfið - ekkert án okkar! Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 11. ágúst 2022 16:01 Eftir tvö krefjandi ár í heilbrigðismálum þjóðarinnar stefnir því miður í áframhaldandi erfiðleika í heilbrigðiskerfinu. Vonandi er okkur að takast að ráða niðurlögum á Covid-19 faraldrinum en eftir stendur veikburða heilbrigðiskerfi þar sem langþreytt heilbrigðisstarfsfólki er keyrt út. Með þessu er öryggi sjúklinga stefnt í hættu og gæðum þjónustunnar í tvísýnu. Við sem samfélag þurfum að taka mun dýpri umræðu um stöðuna í heilbrigðiskerfinu en gert hefur verið. Við stöndum frammi fyrir erfiðum áskorunum. Það vantar augljóslega fleira heilbrigðisstarfsfólk, þá einkum sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og lækna. Starfsmannavelta innan kerfisins er of há. Aðstæður, aðbúnað og kjör heilbrigðisstétta þarf að bæta. Heilbrigðiskerfið er í reynd ekkert án okkar. Í nánustu framtíð mun sjúklingum fjölga, ekki síst í ljósi þess að fjöldi eldri borgara tvöfaldast á næstu 25 árum. Einstaklingum eldri en 80 ára mun fjölga um 50% á næstu 8 árum! Þá eru vísbendingar um að andleg heilsa þjóðarinnar fari versnandi og að offita sé að aukast. Tillaga: okkar „hernaðarútgjöld“ Fjölmörg tækifæri eru í þessari flóknu stöðu. Aukið fjármagn er óneitanlega hluti af lausninni. Almenningur vill verja hærra hlutfall skatta sinna í heilbrigðiskerfið. Við erum í mörgum tilfellum að verja lægra hlutfalli í heilbrigðismál en samanburðarþjóðir okkar. Og þetta eru oft þjóðir sem verja talsverðu hlutfalli af sínum tekjum í hernað sem við erum sem betur fer laus við. Að meðaltali verja aðrar Evrópuþjóðir nú um 1,5% af landsframleiðslu sinni í hernað. Slíkt hlutfall á Íslandi væri um 50 milljarðar kr. Það eru fjármunir sem íslenska heilbrigðiskerfið gæti svo sannarlega nýtt sér. Til að setja þá tölu í samhengi þá kosta allar heilsugæslur landsins um 35 milljarða kr. Af hverju getum við ekki varið þessu „hernaðarhlutfalli“ annarra þjóða í heilbrigðiskerfið okkar í staðinn? Forvarnir í forgang Aukin fjarhjúkrun og -lækningar ásamt bættri heimaþjónusta og heilsugæslu þurfa einnig að vera hluti af lausninni. En lítið gerist án bættrar mönnunar í kerfinu. Auðvitað þarf að fjölga þeim sem geta lært heilbrigðisvísindi. Eins og staðan er í dag er verið að vísa hundruðum hæfum einstaklinga frá heilbrigðisnámi á hverju ári vegna fjöldatakmarkana. Það er mun dýrara að lenda í skorti á heilbrigðisstarfsfólki heldur en að bæta aðeins í þann menntunarkostnað sem hlýst af fleiri nemum. Bætt lýðheilsa, aðgengileg sálfræðiþjónusta og heilsuefling er stór hluti af öflugum forvörnum. Slíkt sparar bæði þjáningar en einnig peninga. Þetta vita allir. Það þarf að setja meiri kraft (og já, einnig meira fjármagn) í þessi mál. Öll þurfum við á heilbrigðisþjónustu að halda. Aðgengi að hjúkrunar- og læknisþjónustu þarf að vera gott, og ekki síst á okkar viðkvæmustu stundum. Við viljum ekki að örþreytt heilbrigðisstarfsfólk þurfi að sinna okkur. Við viljum ekki lenda á biðlistum eða á göngum heilbrigðisstofnana. Við viljum ekki veikt heilbrigðiskerfi á sama tíma og við sjálf erum veik. Fjármagn í kjarasamninga Nú er ekki einungis verið að móta fjárlög næsta árs á bak við luktar dyr embættismanna og stjórnmálafólks, heldur eru kjarasamningar sjúkraliða og annara heilbrigðisstétta lausir næsta vetur. Nú er lag til að nýta tækifærið og sýna vilja í verki til að gera betur í þessum efnum. Setja þarf fjármagn í kjarasamningana. Heilbrigði þjóðar liggur þar undir! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kjaramál Háskólar Vinnumarkaður Sandra B. Franks Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Eftir tvö krefjandi ár í heilbrigðismálum þjóðarinnar stefnir því miður í áframhaldandi erfiðleika í heilbrigðiskerfinu. Vonandi er okkur að takast að ráða niðurlögum á Covid-19 faraldrinum en eftir stendur veikburða heilbrigðiskerfi þar sem langþreytt heilbrigðisstarfsfólki er keyrt út. Með þessu er öryggi sjúklinga stefnt í hættu og gæðum þjónustunnar í tvísýnu. Við sem samfélag þurfum að taka mun dýpri umræðu um stöðuna í heilbrigðiskerfinu en gert hefur verið. Við stöndum frammi fyrir erfiðum áskorunum. Það vantar augljóslega fleira heilbrigðisstarfsfólk, þá einkum sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og lækna. Starfsmannavelta innan kerfisins er of há. Aðstæður, aðbúnað og kjör heilbrigðisstétta þarf að bæta. Heilbrigðiskerfið er í reynd ekkert án okkar. Í nánustu framtíð mun sjúklingum fjölga, ekki síst í ljósi þess að fjöldi eldri borgara tvöfaldast á næstu 25 árum. Einstaklingum eldri en 80 ára mun fjölga um 50% á næstu 8 árum! Þá eru vísbendingar um að andleg heilsa þjóðarinnar fari versnandi og að offita sé að aukast. Tillaga: okkar „hernaðarútgjöld“ Fjölmörg tækifæri eru í þessari flóknu stöðu. Aukið fjármagn er óneitanlega hluti af lausninni. Almenningur vill verja hærra hlutfall skatta sinna í heilbrigðiskerfið. Við erum í mörgum tilfellum að verja lægra hlutfalli í heilbrigðismál en samanburðarþjóðir okkar. Og þetta eru oft þjóðir sem verja talsverðu hlutfalli af sínum tekjum í hernað sem við erum sem betur fer laus við. Að meðaltali verja aðrar Evrópuþjóðir nú um 1,5% af landsframleiðslu sinni í hernað. Slíkt hlutfall á Íslandi væri um 50 milljarðar kr. Það eru fjármunir sem íslenska heilbrigðiskerfið gæti svo sannarlega nýtt sér. Til að setja þá tölu í samhengi þá kosta allar heilsugæslur landsins um 35 milljarða kr. Af hverju getum við ekki varið þessu „hernaðarhlutfalli“ annarra þjóða í heilbrigðiskerfið okkar í staðinn? Forvarnir í forgang Aukin fjarhjúkrun og -lækningar ásamt bættri heimaþjónusta og heilsugæslu þurfa einnig að vera hluti af lausninni. En lítið gerist án bættrar mönnunar í kerfinu. Auðvitað þarf að fjölga þeim sem geta lært heilbrigðisvísindi. Eins og staðan er í dag er verið að vísa hundruðum hæfum einstaklinga frá heilbrigðisnámi á hverju ári vegna fjöldatakmarkana. Það er mun dýrara að lenda í skorti á heilbrigðisstarfsfólki heldur en að bæta aðeins í þann menntunarkostnað sem hlýst af fleiri nemum. Bætt lýðheilsa, aðgengileg sálfræðiþjónusta og heilsuefling er stór hluti af öflugum forvörnum. Slíkt sparar bæði þjáningar en einnig peninga. Þetta vita allir. Það þarf að setja meiri kraft (og já, einnig meira fjármagn) í þessi mál. Öll þurfum við á heilbrigðisþjónustu að halda. Aðgengi að hjúkrunar- og læknisþjónustu þarf að vera gott, og ekki síst á okkar viðkvæmustu stundum. Við viljum ekki að örþreytt heilbrigðisstarfsfólk þurfi að sinna okkur. Við viljum ekki lenda á biðlistum eða á göngum heilbrigðisstofnana. Við viljum ekki veikt heilbrigðiskerfi á sama tíma og við sjálf erum veik. Fjármagn í kjarasamninga Nú er ekki einungis verið að móta fjárlög næsta árs á bak við luktar dyr embættismanna og stjórnmálafólks, heldur eru kjarasamningar sjúkraliða og annara heilbrigðisstétta lausir næsta vetur. Nú er lag til að nýta tækifærið og sýna vilja í verki til að gera betur í þessum efnum. Setja þarf fjármagn í kjarasamningana. Heilbrigði þjóðar liggur þar undir! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun