Þetta og margt fleira er að finna á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.
Lögregla rannsakar árás í miðbænum í fyrrinótt þar sem unglingspiltur var stunginn með hnífi. Slíkum málum hefur fjölgað. Við fáum sérfræðing frá greiningardeild Ríkislögreglustjóra til að fara yfir málið með okkur í fréttatímanum.
Við ræðum einnig við formann BHM sem segir mikilvægt að vera samstíga í næstu kjaraviðræðum. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið.
Við hittum krakka frá Úkraínu sem tóku þátt í fótboltanámskeiði hjá Þrótti í vikunni. Þau sakna heimahaganna en segja gott að vera hér á landi.
Þá ræðum við einnig við yngsta meðhjálpara landsins en hann er aðeins fjórtán ára gamall.