Ekið á ungan dreng við gangbraut á leið í skólann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2022 11:16 Hjálmar Hallgrímsson er lögreglumaður í Grindavík. Vísir/Egill Ungur drengur í Grindavík hlaut opið beinbrot á fæti þegar ekið var á hann þar sem hjólaði á leið í skólann í gærmorgun. Lögreglumaður minnir ökumenn á að hafa augun á veginum nú þegar börn um allt land streymi í skólana. Þúsundir barna um allt land streyma í skólana þessa dagana á sama tíma og fullorðna fólkið brunar til vinnu á bílum sínum. Ungur drengur á reiðhjóli varð fyrir bíl í gærmorgun á leið sinni yfir gangbraut á leið í Grunnskóla Grindavíkur. Hann var fluttur á sjúkrahús með opið beinbrot á fæti. Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri segir gífurlega umferð á þessum tíma dags og full ástæða til að hvetja fólk til að fara varlega. Undir þetta tekur Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í Grindavík. „Við fengum þetta slys í gær þar sem ungur piltur hjólaði í hliðina á bíl við gangbraut. Við viljum minna ökumenn á að þetta eru fyrstu spor þeirra í umferðinni. Endilega að fylgjast vel með þeim því þau eru ekki alltaf með athyglina í lagi,“ segir Hjálmar. Hann segir lögregluna með sérstakt eftirlit við skólana þessa dagana. „Við erum með sérstakt skólaeftirlit núna. Börnin eru á leiðinni í skólann og sum í fyrsta sinn, í yngstu bekkjum. Við erum að leggja áherslu á að fólk aki sérstaklega varlega.“ Hann biður ökumenn að hafa augun á veginum og ekki á símanum. „Bæði eru það símarnir og svo er fólk með börn í bílunum sínum. Stundum eru þau að veita þeim athygli og ekki alveg að fylgjast með. Biðjum fólk um að klára að aka og síðan að sinna börnum, farsímum og öðru sem að getur truflað það að það sé með fulla athygli við aksturinn.“ Þá bendir Hjálmar á að dimmara verði á morgnana með degi hverjum og ástæða til að gæta að öryggismálum hjá börnunum. „Bæði hjálmar og endurskinsmerki, og endilega fara með þeim fyrstu ferðirnar svo þau viti hver öruggasta leiðin er í skólann sinn.“ Lögreglumál Umferðaröryggi Börn og uppeldi Samgönguslys Grindavík Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Sjá meira
Þúsundir barna um allt land streyma í skólana þessa dagana á sama tíma og fullorðna fólkið brunar til vinnu á bílum sínum. Ungur drengur á reiðhjóli varð fyrir bíl í gærmorgun á leið sinni yfir gangbraut á leið í Grunnskóla Grindavíkur. Hann var fluttur á sjúkrahús með opið beinbrot á fæti. Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri segir gífurlega umferð á þessum tíma dags og full ástæða til að hvetja fólk til að fara varlega. Undir þetta tekur Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í Grindavík. „Við fengum þetta slys í gær þar sem ungur piltur hjólaði í hliðina á bíl við gangbraut. Við viljum minna ökumenn á að þetta eru fyrstu spor þeirra í umferðinni. Endilega að fylgjast vel með þeim því þau eru ekki alltaf með athyglina í lagi,“ segir Hjálmar. Hann segir lögregluna með sérstakt eftirlit við skólana þessa dagana. „Við erum með sérstakt skólaeftirlit núna. Börnin eru á leiðinni í skólann og sum í fyrsta sinn, í yngstu bekkjum. Við erum að leggja áherslu á að fólk aki sérstaklega varlega.“ Hann biður ökumenn að hafa augun á veginum og ekki á símanum. „Bæði eru það símarnir og svo er fólk með börn í bílunum sínum. Stundum eru þau að veita þeim athygli og ekki alveg að fylgjast með. Biðjum fólk um að klára að aka og síðan að sinna börnum, farsímum og öðru sem að getur truflað það að það sé með fulla athygli við aksturinn.“ Þá bendir Hjálmar á að dimmara verði á morgnana með degi hverjum og ástæða til að gæta að öryggismálum hjá börnunum. „Bæði hjálmar og endurskinsmerki, og endilega fara með þeim fyrstu ferðirnar svo þau viti hver öruggasta leiðin er í skólann sinn.“
Lögreglumál Umferðaröryggi Börn og uppeldi Samgönguslys Grindavík Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Sjá meira