Menntamálaráðherra hyggst skoða viðbragðsáætlanir vegna kynferðisofbeldis í skólum. Við ræðum við baráttukonu sem telur að skerpa þurfi á verklagi.
Óvenjulegt skyggni hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna sandstorms. Við förum yfir málið með sérfræðingi í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun í beinni.
Eigendur veitingastaða sem gerðust uppvísir að launaþjófnaði veittu engar skýringar á málinu á fundi í dag að sögn forstöðumanns kjarasviðs Fagfélaganna. Krafa starfsmanna hljóði upp á milljónir.
Þá heyrum við í nýjum formanni sambands íslenskra sveitarfélaga, förum yfir geimskotið sem var frestað í dag og kíkjum í dýragarðinn í London þar sem dýrin undirgangast nú heilsufarsskoðun.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Hlusta má á kvöldfréttir í spilaranum hér að ofan.