Eva bjargar átta ára snáða úr ógöngum Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2022 10:30 Sem betur fer fyrir hinn átta ára snáða var Eva með athyglisgáfuna í góðu lagi. Þegar hún hafði áttað sig á því að drengurinn var að fara í kolvitlausa átt tók hún málin í sínar hendur. vísir/vilhelm Frásögn af átta ára dreng sem var kominn illilega af leið í strætisvagni í vikunni hefur vakið nokkra athygli víða á samfélagsmiðlum. Drengurinn er búsettur í Mosfellsbæ en var óvænt kominn í Grafarvog og vissi ekki almennilega hvað var að gerast. Eva Najaaraq Kristinsdóttir, 17 ára nemi við Fjölbrautarskólann í Ármúla, tók málin í sínar hendur. Drengurinn hafði óvart, eftir að hafa verið að leika með vinum sínum, tekið vitlausan vagn. Yrja Dögg Kristjánsdóttir, móðir drengsins, lýsir því svo á Facebook-síðu sinni að hann hafi ætlað til vinar síns eftir kvöldmat en lét ekki vita af sér. „Þeir félagar fóru svo í hoppubelginn. Á leiðinni heim var hann orðinn svo þreyttur og ætlaði að hoppa í strætó upp brekkuna og inn í hverfi. Nema hvað hann tekur vitlausan strætó og endar hjá Egilshöll.“ „Hann var svo mikil dúlla“ Hér er því um hetjusögu úr hversdagslífinu að ræða, sögurnar sem mestu máli skipta. Vísir fékk Evu til að lýsa atburðum eins og þeir komu henni fyrir sjónir. Hún segist hafa setið aftarlega í strætisvagninum á leið í Spöngina. Drengurinn kom svo í vagninn við Álafoss og settist alveg aftast. Eva hugsaði ekki mikið út í það en fór svo að gefa drengnum gaum þegar þau nálguðust Grafarvoginn. Hann var þá orðinn nokkuð lítill í sér og hættur að kannast við sig. „Hann var kominn úr úlpunni, var búinn að setja rauðan apabangsa til hliðar og ég spurði hann hvort það væri ekki allt í lagi? Og þá sagðist hann vera kominn langt í burtu að heiman. Hann ætlaði upp í Mosó og Helgafellsskóla.“ Eva sat aftarlega í strætó, drengurinn settist aftast og Eva áttaði sig á því að hann var á villigötum. Hún ræddi við strætóbílstjórann sem gerði sér lítið fyrir, beindi vagninum af leið og keyrði drenginn aftur upp í Mosfellssveit.vísir/vilhelm Evu leist ekki á blikuna, því um var að ræða síðustu strætóferðina upp í Spöng. Eftir það hætti áætlunarferðir. „Hann var svo mikil dúlla,“ segir Eva sem þá áttaði sig á því að hér hafði eitthvað farið úrskeiðis. Hún gaf sig því á tal við bílsstjórann sem drengurinn hafði áður talað við. En bílsstjórinn, sem er frá Póllandi, talaði bara ensku, að sögn Evu. Drengnum komið áleiðis heim á leið Eva segist hafa viljað leyfa drengnum að hringja í foreldra sína úr síma sínum en þá mundi drengurinn ekki símanúmerið. Eva talaði því við bílstjórann og skipti þá engum toga. Bílstjórinn, sem var að ljúka vaktinni, sagðist ætla að keyra drenginn aftur til baka upp í Mosfellsbæ, sem hann svo gerði af mikilli greiðvikni. Eva fór sjálf úr við Egilshöll en fylgdi málinu eftir með því að lýsa atburðum í Facebook-hópi íbúa í Mosó. „Ég er mjög þakklát fyrir það að drengurinn komst heim. Og þá þykir mér vænt um hlýjar kveðjur sem ég fékk frá móðurinni,“ segir Eva. Þær má sjá að neðan. Móðir drengsins var að vonum þakklát Evu og kom því rækilega á framfæri í Facebook-hópi íbúa í Mosó. Yrja Dögg Kristjánsdóttir, móðir drengsins, var ekki lítið sátt við bílstjórann. Fram kom í frétt Mbl að hún hefði haft samband við Strætó og beðið fyrir kærum kveðjum til hans. „Það er ekki hvaða bílstjóri sem er sem hefði snúið við hjá Egilshöll og skutlað barninu heim. Þetta er bara magnað. Yndisleg saga,“ segir Yrja Dögg. Eva býr ásamt fjölskyldu sinni í Grafarvogi, en móðir hennar er frá Grænlandi en pabbi hennar Ólsari. Eva er á tanntæknibraut í Fjölbrautarskólanum í Ármúla og lætur vel af því námi. Samgöngur Mosfellsbær Börn og uppeldi Strætó Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Drengurinn hafði óvart, eftir að hafa verið að leika með vinum sínum, tekið vitlausan vagn. Yrja Dögg Kristjánsdóttir, móðir drengsins, lýsir því svo á Facebook-síðu sinni að hann hafi ætlað til vinar síns eftir kvöldmat en lét ekki vita af sér. „Þeir félagar fóru svo í hoppubelginn. Á leiðinni heim var hann orðinn svo þreyttur og ætlaði að hoppa í strætó upp brekkuna og inn í hverfi. Nema hvað hann tekur vitlausan strætó og endar hjá Egilshöll.“ „Hann var svo mikil dúlla“ Hér er því um hetjusögu úr hversdagslífinu að ræða, sögurnar sem mestu máli skipta. Vísir fékk Evu til að lýsa atburðum eins og þeir komu henni fyrir sjónir. Hún segist hafa setið aftarlega í strætisvagninum á leið í Spöngina. Drengurinn kom svo í vagninn við Álafoss og settist alveg aftast. Eva hugsaði ekki mikið út í það en fór svo að gefa drengnum gaum þegar þau nálguðust Grafarvoginn. Hann var þá orðinn nokkuð lítill í sér og hættur að kannast við sig. „Hann var kominn úr úlpunni, var búinn að setja rauðan apabangsa til hliðar og ég spurði hann hvort það væri ekki allt í lagi? Og þá sagðist hann vera kominn langt í burtu að heiman. Hann ætlaði upp í Mosó og Helgafellsskóla.“ Eva sat aftarlega í strætó, drengurinn settist aftast og Eva áttaði sig á því að hann var á villigötum. Hún ræddi við strætóbílstjórann sem gerði sér lítið fyrir, beindi vagninum af leið og keyrði drenginn aftur upp í Mosfellssveit.vísir/vilhelm Evu leist ekki á blikuna, því um var að ræða síðustu strætóferðina upp í Spöng. Eftir það hætti áætlunarferðir. „Hann var svo mikil dúlla,“ segir Eva sem þá áttaði sig á því að hér hafði eitthvað farið úrskeiðis. Hún gaf sig því á tal við bílsstjórann sem drengurinn hafði áður talað við. En bílsstjórinn, sem er frá Póllandi, talaði bara ensku, að sögn Evu. Drengnum komið áleiðis heim á leið Eva segist hafa viljað leyfa drengnum að hringja í foreldra sína úr síma sínum en þá mundi drengurinn ekki símanúmerið. Eva talaði því við bílstjórann og skipti þá engum toga. Bílstjórinn, sem var að ljúka vaktinni, sagðist ætla að keyra drenginn aftur til baka upp í Mosfellsbæ, sem hann svo gerði af mikilli greiðvikni. Eva fór sjálf úr við Egilshöll en fylgdi málinu eftir með því að lýsa atburðum í Facebook-hópi íbúa í Mosó. „Ég er mjög þakklát fyrir það að drengurinn komst heim. Og þá þykir mér vænt um hlýjar kveðjur sem ég fékk frá móðurinni,“ segir Eva. Þær má sjá að neðan. Móðir drengsins var að vonum þakklát Evu og kom því rækilega á framfæri í Facebook-hópi íbúa í Mosó. Yrja Dögg Kristjánsdóttir, móðir drengsins, var ekki lítið sátt við bílstjórann. Fram kom í frétt Mbl að hún hefði haft samband við Strætó og beðið fyrir kærum kveðjum til hans. „Það er ekki hvaða bílstjóri sem er sem hefði snúið við hjá Egilshöll og skutlað barninu heim. Þetta er bara magnað. Yndisleg saga,“ segir Yrja Dögg. Eva býr ásamt fjölskyldu sinni í Grafarvogi, en móðir hennar er frá Grænlandi en pabbi hennar Ólsari. Eva er á tanntæknibraut í Fjölbrautarskólanum í Ármúla og lætur vel af því námi.
Samgöngur Mosfellsbær Börn og uppeldi Strætó Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira