Móðir stúlku sem varð fyrir bíl á rafmagnshlaupahjóli kallar eftir hjálmum á Hopp-hlaupahjól og bættu umferðaröryggi á hættulegustu gatnamótum landsins. Stúlkan mjaðmarbrotnaði en hún kveðst þakklát fyrir að ekki hafi farið verr. Snorri Másson fréttamaður okkar hitti mæðgurnar í dag og fer yfir málið í kvöldfréttum.
Þá heyrum við í borgarfulltrúa sem kallar eftir nýrri talningaraðferð í laxveiði auk þess sem við verðum í beinni útsendingu frá útgáfuhófi vegna nýrrar bókar forseta Íslands um þorskastríðin og frá skemmtilegum húsdýragarði í Skagafirði.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Hlusta má á kvöldfréttirnar í spilaranum hér að ofan.