„Ég veit að þetta er bara leikur og sumir hlutir eru miklu stærri. Ímyndið ykkur samt ef allir leikirnir hefðu farið fram um helgina,“ skrifaði Crouch á Twitter og bætti við.
„Svört armbönd, mínútu þögn, þjóðsöngurinn, lúðrasveitin að spila o.s.frv. á meðan milljónir manna um allan heim fylgdust með. Væri það ekki betri kveðja?“
I know it’s only a game and some things are much bigger but imagine all our games went ahead this weekend.
— Peter Crouch (@petercrouch) September 9, 2022
Black armbands, silences observed, national anthem, Royal band playing etc to the millions around the world watching ?
Isn’t that a better send off ?
Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan er á svipaðri skoðun og Crouch og vitnar í leik West Ham og FCSB í Evrópudeildinni, þar sem stuðningsmenn West Ham sungu til heiðurs drottningarnar. Sá leikur fór fram sama dag og drottningin dó.
„Íþróttaviðburðir ættu að halda áfram. a) Drottningin elskaði íþróttir og b) Það væri frábært að sjá/heyra stóra áhorfendahópa syngja þjóðsönginn til heiðurs drottningarnar, líkt og stuðningsmenn West Ham gerðu svo vel,“ skrifaði Morgan á Twitter en Gary Neville var sammála honum.
„Ég styð þetta Piers. Íþróttir geta sýnt betur en margt annað þá virðingu sem drottningin á skilið,“ skrifaði Neville.
I agree Piers. Sport can demonstrate better than most the respect the Queen deserves . https://t.co/oYKTkEaUP0
— Gary Neville (@GNev2) September 9, 2022
Möguleiki er fyrir því að fleiri leikjum verði frestað í næstu viku og næstu helgi en það hefur þó ekki fengist formlega staðfest enn.