Klárlega merki um uppgang þjóðernishyggju Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 11. september 2022 12:57 Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur Það að verulega mjótt sé á munum milli vinstri og hægri-blokka í Svíþjóð er líklega til marks um uppgang þjóðernishyggju á Norðurlöndunum, segir Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur. Svíar ganga að kjörborðinu í dag og er spennan þar í landi mikil. Kosningabaráttan hefur einkennst af umræðu um orkumál og um þá öldu ofbeldis sem víða hefur riðið yfir sænskt samfélag, og þá helst hvað gera skuli til að bregðast við starfsemi glæpagengja í landinu. Á síðasta ári voru tilkynntar 330 skotárásir í landinu þar sem 46 manns létust, en á síðustu fjórum árum hafa að meðaltali 44 látist í skotárásum í Svíþjóð á ári hverju. Svíþjóðardemókratar, flokkur sem hefur um árabil talað sérstaklega fyrir þjóðernishyggju og gegn straumi innflytjenda, mælast nú með 21,2 prósent fylgi sem er tæpum fjórum prósentum meira en flokkurinn hlaut í kosningunum árið 2018. Flokkurinn hafði áður verið einangraður á þingi en hægri blokkin, blokk borgaralegra flokka, opnuðu á samstarf við flokkinn á kjörtímabilinu. Hægrisinnaðri áherslur en áður hafa verið Birgir segir breyttar áherslur í stjórnmálum klárlega merki um uppgang þjóðernishyggju á Norðurlöndum og í Evrópu. „Svíþjóðardemókratarnir koma úr svona nýnasískum bakgrunni upphaflega og hafa þróast út úr því í að verða svona hefðbundinn þjóðernissinnaður evrópskur pópúlistaflokkur, getum við kannski sagt. Þannig að það er alveg klárlega í allri kosningabaráttunni svona þjóðernisleg og miklu hægrisinnaðri áherslur en hafa verið á síðustu árum,“ segir Birgir. Jafnaðarmenn - með sitjandi forsætisráðherra Magdalenu Andersson í forsvari - njóta enn mikils fylgis og bæta við sig tveimur prósentum samkvæmt skoðanakönnunum. Á sama tíma hefur staða Ulfs Kristersson, formanns hægriflokksins Moderaterna og mögulegs forsætisráðherra, veikst. Fari svo að hægri menn sigri verða Svíþjóðardemókratar í góðri samningsstöðu, sem stærsti flokkurinn í bandalagi hægriflokka. „Þessi mikli uppgangur Svíþjóðardemókratana gerir þetta svolítið flókið og erfitt fyrir [Kristersson]. Og það er kannski það sem er áhugaverðast eru þessi breyttu valdahlutföll og áherslur hægra megin í sænskum stjórnmálum. Það gæti haft töluvert mikil áhrif til lengdar,“ segir Birgir. Hann segir að borgaralegu flokkarnir þrír, sem gætu komið til með að mynda ríkisstjórn, þurfi að semja við Svíþjóðardemókrata um öll stefnumál. Þá sé ljóst að staða Svíþjóðardemókrata verði mjög sterk. „ Þeir munu ekki hafa ráðherra en þeir myndu hafa úrslitaáhrif á öll mál ríkisstjórnarinnar og sem stærsti flokkurinn í þessu bandalagi hljóta áhrif þeirra að verða gríðarlega mikil. Þannig að því leytinu til má búast við miklum breytingum - sigri hægrimenn,“ segir Birgir Hermansson stjórnmálafræðingur. Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Mjótt á munum: Stefnir í æsispennandi kosningar í Svíþjóð Mjög mjótt er á munum milli vinstri- og hægriblokkar í Svíþjóð samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Aðeins munar 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil, en Svíar ganga að kjörborðinu á morgun. 10. september 2022 09:33 Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Kosningabaráttan hefur einkennst af umræðu um orkumál og um þá öldu ofbeldis sem víða hefur riðið yfir sænskt samfélag, og þá helst hvað gera skuli til að bregðast við starfsemi glæpagengja í landinu. Á síðasta ári voru tilkynntar 330 skotárásir í landinu þar sem 46 manns létust, en á síðustu fjórum árum hafa að meðaltali 44 látist í skotárásum í Svíþjóð á ári hverju. Svíþjóðardemókratar, flokkur sem hefur um árabil talað sérstaklega fyrir þjóðernishyggju og gegn straumi innflytjenda, mælast nú með 21,2 prósent fylgi sem er tæpum fjórum prósentum meira en flokkurinn hlaut í kosningunum árið 2018. Flokkurinn hafði áður verið einangraður á þingi en hægri blokkin, blokk borgaralegra flokka, opnuðu á samstarf við flokkinn á kjörtímabilinu. Hægrisinnaðri áherslur en áður hafa verið Birgir segir breyttar áherslur í stjórnmálum klárlega merki um uppgang þjóðernishyggju á Norðurlöndum og í Evrópu. „Svíþjóðardemókratarnir koma úr svona nýnasískum bakgrunni upphaflega og hafa þróast út úr því í að verða svona hefðbundinn þjóðernissinnaður evrópskur pópúlistaflokkur, getum við kannski sagt. Þannig að það er alveg klárlega í allri kosningabaráttunni svona þjóðernisleg og miklu hægrisinnaðri áherslur en hafa verið á síðustu árum,“ segir Birgir. Jafnaðarmenn - með sitjandi forsætisráðherra Magdalenu Andersson í forsvari - njóta enn mikils fylgis og bæta við sig tveimur prósentum samkvæmt skoðanakönnunum. Á sama tíma hefur staða Ulfs Kristersson, formanns hægriflokksins Moderaterna og mögulegs forsætisráðherra, veikst. Fari svo að hægri menn sigri verða Svíþjóðardemókratar í góðri samningsstöðu, sem stærsti flokkurinn í bandalagi hægriflokka. „Þessi mikli uppgangur Svíþjóðardemókratana gerir þetta svolítið flókið og erfitt fyrir [Kristersson]. Og það er kannski það sem er áhugaverðast eru þessi breyttu valdahlutföll og áherslur hægra megin í sænskum stjórnmálum. Það gæti haft töluvert mikil áhrif til lengdar,“ segir Birgir. Hann segir að borgaralegu flokkarnir þrír, sem gætu komið til með að mynda ríkisstjórn, þurfi að semja við Svíþjóðardemókrata um öll stefnumál. Þá sé ljóst að staða Svíþjóðardemókrata verði mjög sterk. „ Þeir munu ekki hafa ráðherra en þeir myndu hafa úrslitaáhrif á öll mál ríkisstjórnarinnar og sem stærsti flokkurinn í þessu bandalagi hljóta áhrif þeirra að verða gríðarlega mikil. Þannig að því leytinu til má búast við miklum breytingum - sigri hægrimenn,“ segir Birgir Hermansson stjórnmálafræðingur.
Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Mjótt á munum: Stefnir í æsispennandi kosningar í Svíþjóð Mjög mjótt er á munum milli vinstri- og hægriblokkar í Svíþjóð samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Aðeins munar 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil, en Svíar ganga að kjörborðinu á morgun. 10. september 2022 09:33 Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Mjótt á munum: Stefnir í æsispennandi kosningar í Svíþjóð Mjög mjótt er á munum milli vinstri- og hægriblokkar í Svíþjóð samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Aðeins munar 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil, en Svíar ganga að kjörborðinu á morgun. 10. september 2022 09:33
Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00