Hver ber ábyrgð á menntamálum? Haukur Arnþórsson skrifar 13. september 2022 08:01 Þessa dagana er nokkuð rætt um stöðu verkalýðshreyfingarinnar (hér stytt í VLH) og þá jafnframt Samtaka atvinnurekenda (SA) gagnvart kröfu um íslenskukennslu fyrir starfsfólk á vinnumarkaði. Svo virðist sem einhverjir líti svo á að þessir aðilar eigi að sjá um menntamál. En er það tilfellið? Almennt eru menntamál, félagsmál og heilbrigðismál opinber þjónusta sem veitt er beint af ríkinu eða sveitarfélögunum samkvæmt tilskipunum frá ríkinu og jafnan kostuð af hinu opinbera að einhverju eða öllu leyti. Á þessu eru auðvitað fjölmargar undantekningar, en flestar lítilfjörlegar – tölum hér um aðalatriði málsins; málaflokkarnir eru á ábyrgð ríkisins í okkar þjóðfélagsgerð og það er samkvæmt hefðum vestrænna ríkja. Við höfum um árabil horft upp á að félagsleg þjónusta er veitt af VLH/SA samkvæmt kjarasamningum og heilbrigðisþjónusta og jafnvel menntaþjónusta líka í vaxandi mæli. Þá erum við að tala um orlofsmál, félagsmál í víðum skilningi, endurmenntun og heilbrigðismál (Virk). Þetta er kostað af atvinnulífinu sem greiðir yfir 80% útgjaldanna meðan félagsmenn greiða allt að 20%. Heildarkostnaður lætur nærri að vera um 100 milljarðar á ári, sem samsvarar um fjórðungi af útgjöldum ríkisins til félagsmála (tölur frá vef Hagstofu). Við erum því að tala um stórt kerfi sem veitir þjónustu sem opinberir aðilar veita í nágrannaríkjunum. Af hverju taka VLH/SA að sér verkefni ríkisins gagnvart sínum skjólstæðingum – og það í þeim mæli að almenningur telur nú orðið að þau eigi að mennta fólk á vinnumarkaði? Hér verður ekkert fullyrt um það en þeirri ályktun slegið fram að styrkleiki nýfrjálshyggjusjónarmiða, sem einkum hafa verið borin fram af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, hefur verið slíkur hjá ríkisvaldinu að heilbrigðismál, félagsmál og menntamál eru í lakara ástandi og þessi kerfi veita lakari þjónustu en gert er í nágrannaríkjunum. Hins vegar hafa VLH/SA brugðist við þessu með því að skattleggja atvinnulífið og byggt upp félagsmálaþjónustu að norrænni fyrirmynd fyrir vinnandi fólk. VLH/SA hafa með auknum álögum á vinnuveitendur staðfest í verki að ríkið sinnir ekki hlutverki sínu við að skapa launafólki góð skilyrði og sambærileg við það sem gerist í öðrum ríkjum – og hafa tekið málin í eigin hendur. Er þetta ekki í lagi? Nei, alls ekki. Þessi þróun skilur eftir alla sem ekki eru á vinnumarkaði, um 90 þús. manns átján ára og eldri. Aldraðir, öryrkjar, atvinnulausir og námsmenn eru samkvæmt rannsóknum með 40-50% lægri tekjur að meðaltali en vinnandi fólk og njóta ekki „nýja norræna félagsmálakerfisins“ sem VLH/SA hafa byggt upp. Þannig eykur þessi samningagerð mismunun í þjóðfélaginu – þeir fátæku verða enn fátækari, og þetta er ein meginástæðan fyrir bjargarleysi fátækra. Þessir hópar komast ekki í orlofshús eða í orlofsferðalög, fá ekki greidda endurmenntun eða námskeiðskostnað og því síður fyrir hreyfingu og líkamsrækt, njóta ekki greiðslna fyrir röntgenmyndatöku eða til kaupa á nýjum gleraugum (svo dæmi séu tekin um kostnað sem VLH/SA greiða til viðbótar við greiðslur Sjúkratryggingar) – og síðast en ekki síst nýtur fólk utan vinnumarkaðar ekki þjónustu VIRK, en þarf kannski meira á henni að halda en aðrir. Það er við þessar aðstæður sem unnendur íslenskunnar freistast til að fordæma verkalýðshreyfinguna fyrir að setja ekki endurmenntun erlendra launamanna á oddinn. En þeir eru að hengja bakara fyrir smið. Það er ríkið sem sér um menntamál og þeir eiga að tala við þingmanninn sinn. Það hlýtur að koma að því að aðilar vinnumarkaðarins fjalli einkum um kaup og kjör og stjórnmálamennirnir um þau málefni sem til þeirra friðar heyrir – húsnæðismál, menntamál, heilbrigðismál og félagsmál – og taki að sér að þróa norrænt velferðarþjóðfélag. Í þessu sambandi má minna á að enginn aðili má taka sér vald ríkisins í hönd í þjóðfélaginu (almenningur má t.d. ekki taka sér lögregluvald) og öll félagsmálauppbygging VLH og SA er því lagalega á gráu svæði. Ástæða er til að endurskoða hana frá grunni. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Kjaramál Haukur Arnþórsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Þessa dagana er nokkuð rætt um stöðu verkalýðshreyfingarinnar (hér stytt í VLH) og þá jafnframt Samtaka atvinnurekenda (SA) gagnvart kröfu um íslenskukennslu fyrir starfsfólk á vinnumarkaði. Svo virðist sem einhverjir líti svo á að þessir aðilar eigi að sjá um menntamál. En er það tilfellið? Almennt eru menntamál, félagsmál og heilbrigðismál opinber þjónusta sem veitt er beint af ríkinu eða sveitarfélögunum samkvæmt tilskipunum frá ríkinu og jafnan kostuð af hinu opinbera að einhverju eða öllu leyti. Á þessu eru auðvitað fjölmargar undantekningar, en flestar lítilfjörlegar – tölum hér um aðalatriði málsins; málaflokkarnir eru á ábyrgð ríkisins í okkar þjóðfélagsgerð og það er samkvæmt hefðum vestrænna ríkja. Við höfum um árabil horft upp á að félagsleg þjónusta er veitt af VLH/SA samkvæmt kjarasamningum og heilbrigðisþjónusta og jafnvel menntaþjónusta líka í vaxandi mæli. Þá erum við að tala um orlofsmál, félagsmál í víðum skilningi, endurmenntun og heilbrigðismál (Virk). Þetta er kostað af atvinnulífinu sem greiðir yfir 80% útgjaldanna meðan félagsmenn greiða allt að 20%. Heildarkostnaður lætur nærri að vera um 100 milljarðar á ári, sem samsvarar um fjórðungi af útgjöldum ríkisins til félagsmála (tölur frá vef Hagstofu). Við erum því að tala um stórt kerfi sem veitir þjónustu sem opinberir aðilar veita í nágrannaríkjunum. Af hverju taka VLH/SA að sér verkefni ríkisins gagnvart sínum skjólstæðingum – og það í þeim mæli að almenningur telur nú orðið að þau eigi að mennta fólk á vinnumarkaði? Hér verður ekkert fullyrt um það en þeirri ályktun slegið fram að styrkleiki nýfrjálshyggjusjónarmiða, sem einkum hafa verið borin fram af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, hefur verið slíkur hjá ríkisvaldinu að heilbrigðismál, félagsmál og menntamál eru í lakara ástandi og þessi kerfi veita lakari þjónustu en gert er í nágrannaríkjunum. Hins vegar hafa VLH/SA brugðist við þessu með því að skattleggja atvinnulífið og byggt upp félagsmálaþjónustu að norrænni fyrirmynd fyrir vinnandi fólk. VLH/SA hafa með auknum álögum á vinnuveitendur staðfest í verki að ríkið sinnir ekki hlutverki sínu við að skapa launafólki góð skilyrði og sambærileg við það sem gerist í öðrum ríkjum – og hafa tekið málin í eigin hendur. Er þetta ekki í lagi? Nei, alls ekki. Þessi þróun skilur eftir alla sem ekki eru á vinnumarkaði, um 90 þús. manns átján ára og eldri. Aldraðir, öryrkjar, atvinnulausir og námsmenn eru samkvæmt rannsóknum með 40-50% lægri tekjur að meðaltali en vinnandi fólk og njóta ekki „nýja norræna félagsmálakerfisins“ sem VLH/SA hafa byggt upp. Þannig eykur þessi samningagerð mismunun í þjóðfélaginu – þeir fátæku verða enn fátækari, og þetta er ein meginástæðan fyrir bjargarleysi fátækra. Þessir hópar komast ekki í orlofshús eða í orlofsferðalög, fá ekki greidda endurmenntun eða námskeiðskostnað og því síður fyrir hreyfingu og líkamsrækt, njóta ekki greiðslna fyrir röntgenmyndatöku eða til kaupa á nýjum gleraugum (svo dæmi séu tekin um kostnað sem VLH/SA greiða til viðbótar við greiðslur Sjúkratryggingar) – og síðast en ekki síst nýtur fólk utan vinnumarkaðar ekki þjónustu VIRK, en þarf kannski meira á henni að halda en aðrir. Það er við þessar aðstæður sem unnendur íslenskunnar freistast til að fordæma verkalýðshreyfinguna fyrir að setja ekki endurmenntun erlendra launamanna á oddinn. En þeir eru að hengja bakara fyrir smið. Það er ríkið sem sér um menntamál og þeir eiga að tala við þingmanninn sinn. Það hlýtur að koma að því að aðilar vinnumarkaðarins fjalli einkum um kaup og kjör og stjórnmálamennirnir um þau málefni sem til þeirra friðar heyrir – húsnæðismál, menntamál, heilbrigðismál og félagsmál – og taki að sér að þróa norrænt velferðarþjóðfélag. Í þessu sambandi má minna á að enginn aðili má taka sér vald ríkisins í hönd í þjóðfélaginu (almenningur má t.d. ekki taka sér lögregluvald) og öll félagsmálauppbygging VLH og SA er því lagalega á gráu svæði. Ástæða er til að endurskoða hana frá grunni. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun