Mikil vonbrigði í Mosó með áframhaldandi urðun í bakgarðinum Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2022 14:23 Urðunarstað Sorpu í Álfsnesi átti að loka fyrir árs 2023. Ljóst er að það mun ekki ganga eftir. Sorpa Ljóst er að ekki verður hægt að loka urðunarstað Sorpu í Álfsnesi fyrir lok árs 2023 líkt og samið var um fyrir tveimur árum. Viðræður Sorpu við sveitarfélög um framtíðarurðunarstað fyrir höfuðborgarsvæðið hefur enn engan árangur borið. Þetta segir Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu, í samtali við Vísi. Hann sótti ásamt fleiri fulltrúum Sorpu fund með bæjarráði Mosfellsbæjar í morgun þar sem farið var yfir stöðu mála er varða urðun í Álfsnesi. Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir í bókun yfir miklum vonbrigðum með að ekki hafi tekist að finna viðunandi framtíðarlausn varðandi urðunarstað fyrir höfuðborgarsvæðið, sér í ljósi þess að bæjarfélagið hafi nú þegar í tvígang, fyrst 2018 og aftur 2020, fallist á áframhaldandi urðun í Álfsnesi í góðri trú um að unnið væri að lokun. Jón Viggó Gunnarsson er framkvæmdastjóri Sorpu.Sorpa Jón Viggó tekur undir bókun bæjarfulltrúa og segist harma þá stöðu sem uppi sé, en í viðauka við eigendasamkomulag Sorpu frá í júlí 2020 um lokun urðunarstaðarins í Álfsnesi var kveðið á um að áætlun um aðgerðir sem lokuninni tengjast skulu liggja fyrir í árslok 2022 og að urðunarstaðnum yrði lokað fyrir lok árs 2023. Jón Viggó segir ljóst að ekki verði hægt að loka urðunarstaðnum fyrr en búið sé að opna nýja. Því sé ljóst að ráðast þurfi í gerð nýs viðauka um áframhaldandi starfsemi í Álfsnesi, enda muni taka fjögur til fimm ár að opna urðunarstað eftir að búið er að fá land. „Það hefur enn ekki tekist. Magnið hefur hrætt og viðræður við sveitarfélög hafa ekki gengið. Það virðist ekki vera mikill áhugi hjá þeim að leggja landsvæði undir urðunarstað, en samtalið heldur áfram,“ segir Jón Viggó og bætir við að viðræður hafi einnig átt sér stað milli Sorpu og sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að Sorpa muni þó ná að hætta að urða lífrænum úrgangi fyrir lok árs 2023 svo að ekki ætti að berast sama lykt frá urðunarstaðnum í Álfsnesi líkt og verið hefur. Urðunarstaðurinn í Álfsnesi er í landi Reykjavíkur, en ekki fjarri íbúabyggð í Mosfellsbæ. Sorpa Mosfellsbær Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Vilja tugmilljarða króna úrgangsbrennslu á Álfsnes Hefja þarf undirbúning að byggingu hátækniúrgangsbrennslu á Íslandi að sögn ritstjóra nýrrar skýrslu um framtíðarlausnir í úrgangi. Álfsnesið virðist fýsilegur staður en brennslan gæti kostað allt að 35 milljörðum króna. 15. desember 2021 11:22 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þetta segir Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu, í samtali við Vísi. Hann sótti ásamt fleiri fulltrúum Sorpu fund með bæjarráði Mosfellsbæjar í morgun þar sem farið var yfir stöðu mála er varða urðun í Álfsnesi. Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir í bókun yfir miklum vonbrigðum með að ekki hafi tekist að finna viðunandi framtíðarlausn varðandi urðunarstað fyrir höfuðborgarsvæðið, sér í ljósi þess að bæjarfélagið hafi nú þegar í tvígang, fyrst 2018 og aftur 2020, fallist á áframhaldandi urðun í Álfsnesi í góðri trú um að unnið væri að lokun. Jón Viggó Gunnarsson er framkvæmdastjóri Sorpu.Sorpa Jón Viggó tekur undir bókun bæjarfulltrúa og segist harma þá stöðu sem uppi sé, en í viðauka við eigendasamkomulag Sorpu frá í júlí 2020 um lokun urðunarstaðarins í Álfsnesi var kveðið á um að áætlun um aðgerðir sem lokuninni tengjast skulu liggja fyrir í árslok 2022 og að urðunarstaðnum yrði lokað fyrir lok árs 2023. Jón Viggó segir ljóst að ekki verði hægt að loka urðunarstaðnum fyrr en búið sé að opna nýja. Því sé ljóst að ráðast þurfi í gerð nýs viðauka um áframhaldandi starfsemi í Álfsnesi, enda muni taka fjögur til fimm ár að opna urðunarstað eftir að búið er að fá land. „Það hefur enn ekki tekist. Magnið hefur hrætt og viðræður við sveitarfélög hafa ekki gengið. Það virðist ekki vera mikill áhugi hjá þeim að leggja landsvæði undir urðunarstað, en samtalið heldur áfram,“ segir Jón Viggó og bætir við að viðræður hafi einnig átt sér stað milli Sorpu og sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að Sorpa muni þó ná að hætta að urða lífrænum úrgangi fyrir lok árs 2023 svo að ekki ætti að berast sama lykt frá urðunarstaðnum í Álfsnesi líkt og verið hefur. Urðunarstaðurinn í Álfsnesi er í landi Reykjavíkur, en ekki fjarri íbúabyggð í Mosfellsbæ.
Sorpa Mosfellsbær Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Vilja tugmilljarða króna úrgangsbrennslu á Álfsnes Hefja þarf undirbúning að byggingu hátækniúrgangsbrennslu á Íslandi að sögn ritstjóra nýrrar skýrslu um framtíðarlausnir í úrgangi. Álfsnesið virðist fýsilegur staður en brennslan gæti kostað allt að 35 milljörðum króna. 15. desember 2021 11:22 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Vilja tugmilljarða króna úrgangsbrennslu á Álfsnes Hefja þarf undirbúning að byggingu hátækniúrgangsbrennslu á Íslandi að sögn ritstjóra nýrrar skýrslu um framtíðarlausnir í úrgangi. Álfsnesið virðist fýsilegur staður en brennslan gæti kostað allt að 35 milljörðum króna. 15. desember 2021 11:22