Segir að hverfið sitt hafi gleymst Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 16. september 2022 08:01 Mörghundruð íbúar í Hlíðunum hafa skrifað undir áskorun til borgaryfirvalda að sinna hverfinu þeirra betur. Aðalgatan í hverfinu er sögð þurfa allsherjaryfirhalningu til að standa undir nafni sem borgargata. Íbúarnir vilja hverfastemingu, til dæmis eins og í Vesturbæ eða Laugardal. Íbúar í Hlíðunum eru óánægðir með ástandið í Lönguhlíð og segja að hún eigi að vera borgargata eins og þar segir en eins og er stendur hún ekki undir nafni. Íbúar Hlíðanna að Norðurmýri meðtalinni eru um 13.000 en þegar þetta er skrifað hafa tæp 600 skrifað undir áskorun til borgaryfirvalda að gera meira fyrir hverfið. „Við, íbúar Hlíða krefjumst þess að að borgaryfirvöld fari að sinna Lönguhlíð.“ Þannig hefst yfirlýsing á vef undirskriftarsöfnunarinnar. Langahlíð er miðja hverfisins - en hún er sögð án teljandi möguleika fyrir rekstraraðila sem vilja auka þjónustu hverfisins, segir í yfirlýsingunni. Íbúar hittust á fundi fyrir utan kjörbúðina í hverfinu í dag og Jökull Sólberg Auðunsson íbúi í Hlíðunum óskar eftir aðgerðum. „Það var svona samhljómur í fólki að okkur líður svolítið eins og gatan okkar hafi orðið aðeins út undan. Við erum með fyrstu hjólastíga Reykjavíkur sem eru orðir ansi úreltir í hönnun. Fólk er með kaffihús efst á óskalistanum og kannski eitt og annað,“ segir Jökull. Langahlíðin miðjan í hverfinu Fjöldi rýma í hverfinu sem eiga að vera verslanir eru notuð undir íbúðarhúsnæði. Borgaryfirvöld eigi að þrýsta á að þetta sé notað undir verslun. Hámarkshraði í Lönguhlíð er 50 kílómetra hraði, sem er of hár að sögn íbúanna - hann ætti í mesta lagi að vera 30. „Langahlíð er miðjan í hverfinu og við horfum til Vesturbæjar og annarra hverfa sem hafa fengið kaffihús. Og við erum bara öfundsjúk út í þau hverfi,“ segir Jökull. Nú hafa Hlíðarnar Krambúðina, nokkrar hárgreiðslustofur og lengra frá Suðurver. Auk kaffihússins vilja þeir veitingastaði, fisksala, bókabúðir, fleiri kjörbúðir og almennt meira borgarlíf. Þarf ekki bara einhver að taka þetta að sér og fara í rekstur? „Jú, eflaust. Við erum með fólk sem hefur skrifað undir á listanum og hefur reynt mjög mikið en miklu húsnæði hefur verið breytt í leiguíbúðir og þau hafa rekist á ákveðna veggi. Þannig að ég held að það sé kominn tími á að fá borgina með okkur í lið í þessu,“ segir Jökull. Skipulag Reykjavík Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
Íbúar í Hlíðunum eru óánægðir með ástandið í Lönguhlíð og segja að hún eigi að vera borgargata eins og þar segir en eins og er stendur hún ekki undir nafni. Íbúar Hlíðanna að Norðurmýri meðtalinni eru um 13.000 en þegar þetta er skrifað hafa tæp 600 skrifað undir áskorun til borgaryfirvalda að gera meira fyrir hverfið. „Við, íbúar Hlíða krefjumst þess að að borgaryfirvöld fari að sinna Lönguhlíð.“ Þannig hefst yfirlýsing á vef undirskriftarsöfnunarinnar. Langahlíð er miðja hverfisins - en hún er sögð án teljandi möguleika fyrir rekstraraðila sem vilja auka þjónustu hverfisins, segir í yfirlýsingunni. Íbúar hittust á fundi fyrir utan kjörbúðina í hverfinu í dag og Jökull Sólberg Auðunsson íbúi í Hlíðunum óskar eftir aðgerðum. „Það var svona samhljómur í fólki að okkur líður svolítið eins og gatan okkar hafi orðið aðeins út undan. Við erum með fyrstu hjólastíga Reykjavíkur sem eru orðir ansi úreltir í hönnun. Fólk er með kaffihús efst á óskalistanum og kannski eitt og annað,“ segir Jökull. Langahlíðin miðjan í hverfinu Fjöldi rýma í hverfinu sem eiga að vera verslanir eru notuð undir íbúðarhúsnæði. Borgaryfirvöld eigi að þrýsta á að þetta sé notað undir verslun. Hámarkshraði í Lönguhlíð er 50 kílómetra hraði, sem er of hár að sögn íbúanna - hann ætti í mesta lagi að vera 30. „Langahlíð er miðjan í hverfinu og við horfum til Vesturbæjar og annarra hverfa sem hafa fengið kaffihús. Og við erum bara öfundsjúk út í þau hverfi,“ segir Jökull. Nú hafa Hlíðarnar Krambúðina, nokkrar hárgreiðslustofur og lengra frá Suðurver. Auk kaffihússins vilja þeir veitingastaði, fisksala, bókabúðir, fleiri kjörbúðir og almennt meira borgarlíf. Þarf ekki bara einhver að taka þetta að sér og fara í rekstur? „Jú, eflaust. Við erum með fólk sem hefur skrifað undir á listanum og hefur reynt mjög mikið en miklu húsnæði hefur verið breytt í leiguíbúðir og þau hafa rekist á ákveðna veggi. Þannig að ég held að það sé kominn tími á að fá borgina með okkur í lið í þessu,“ segir Jökull.
Skipulag Reykjavík Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira