Ekkert barn þarf að sitja eftir Guðbjörg R. Þórisdóttir skrifar 16. september 2022 13:01 Á þeim sex árum sem liðið hafa frá því lesfimipróf Menntamálstofnunar fór fyrst í almenna notkun hafa litlar breytingar orðið á niðurstöðum prófsins á landsvísu og hlutfall nemenda sem útskrifast úr grunnskóla undir lágmarksviðmiði í lesfimi enn um 30%. Þessir nemendur eru ekki ólæsir, eins og gjarnan heyrist í umræðunni, en líklegt að þeir búi ekki yfir nægilegri færni sem nýtist þeim vel á næsta skólastigi þar sem t.d. yfirferð á lesefni eykst og texti þyngist. Góð lesfimi er ein af forsendum góðs lesskilnings og því mikilvægt að nemendur nái tökum á henni. Lesfimiprófið er hitamælir Umræðan um lesfimiprófið hefur verið býsna heit á köflum. Þar ruglar fólk jafnan saman mælitækinu sjálfu og viðmiðunum. Líta má á lesfimiprófið sem mælitæki eins og hitamæli sem veitir hlutlausar upplýsingar um stöðuna út frá alþjóðlega viðurkenndri aðferð um það hvernig meta á lestrarfærni þar sem niðurstöður eru gefnar upp í lesnum orðum á mínútu. Viðmiðin, sem eru gefin út fyrir hvern árgang, eiga svo að gefa til kynna æskilega stígandi í lestrarfærni nemenda eftir því sem lestrarnámi hans vindur fram. Þessu tvennu má ekki rugla saman, það er að segja aðferðinni við mat á lestrarfærninni (hitamælinum) og viðmiðunum sem mynda túlkunarramma á frammistöðu. Lesfimiviðmiðin Á þeim árum sem lesfimiprófið hefur verið í notkun hefur þess misskilnings jafnan gætt í umræðunni að markmiðið hljóti að vera það að lesa sem hraðast og má rekja þann misskilning að hluta til framsetningar á viðmiðunum sem brýnt er færa til betri vegar í ljósi þeirra gagna sem safnast hafa á undanförnum árum. Í Handbók um notkun lesfimi- og stuðningsprófa Lesferils, sem finna má á heimasíðu Menntamálastofnunar, er að finna allar upplýsingar um æskilega túlkun á niðurstöðum prófsins og eru kennarar og foreldrar hvattir til að kynna sér þær vel. Notkun stuðningsprófa við mat á lestri Ef nemandi nær ekki lágmarksviðmiði á lesfimiprófi er eðlilegt að kennari grípi til svokallaðra stuðningsprófa sem veita vísbendingar varðandi það hver ástæðan kann að vera fyrir slöku gengi nemanda á lesfimiprófinu. Annað stuðningsprófið, orðleysulestur, hjálpar kennara að leggja mat á færni nemandans í beitingu hljóðaaðferðar á meðan hitt stuðningsprófið, sem metur sjónrænan orðaforða, hjálpar kennara að leggja mat á forsendur nemenda til að ná tökum á lesfimi. Með því að leggja stuðningsprófin fyrir og nýta sér aðrar upplýsingar sem fást úr vinnu með nemendum geta kennarar hratt og örugglega fundið þá sem glíma mögulega við vanda í lestri á fyrstu stigum lestrarnáms og veitt snemmbæran stuðning. Jafnframt geta skólar nýtt sér niðurstöður lesfimi- og stuðningsprófa markvisst til að kortleggja heildarstöðu á nemendahópnum og fengið þannig góðar upplýsingar um stöðu og fjölda nemenda sem þurfa stuðning í lestri til lengri eða skemmri tíma. Þetta hjálpar skólum að forgangsraða við ráðstöfun á tíma stoðþjónustu og eykur líkur á að þeir nemendur, sem þurfa á aðstoð að halda, fái hana þar sem skýrar upplýsingar um stöðu þeirra liggja fyrir. Lítil notkun á stuðningsprófunum Notkunartölur á stuðningsprófunum benda hins vegar til þess að þau séu ekki nægilega markvisst notuð í skólastarfi en eins og áður segist fást með notkun þeirra dýrmætar upplýsingar og svör um það hvers vegna nemanda gengur mögulega illa á lesfimiprófi og þá í lestri. Menntamálastofnun vill því hvetja skóla til að gera notkun stuðningsprófanna að sjálfsögðum hluta við gagnaöflun um stöðu nemenda í lestri svo hægt sé að veita nauðsynlegan stuðning sem fyrst. Það er liður í því að tryggja að ekkert barn þurfi að sitja eftir með slaka lestrarfærni sem hefur áhrif á annað nám og líðan. Höfundur er læsisráðgjafi hjá MMS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Sjá meira
Á þeim sex árum sem liðið hafa frá því lesfimipróf Menntamálstofnunar fór fyrst í almenna notkun hafa litlar breytingar orðið á niðurstöðum prófsins á landsvísu og hlutfall nemenda sem útskrifast úr grunnskóla undir lágmarksviðmiði í lesfimi enn um 30%. Þessir nemendur eru ekki ólæsir, eins og gjarnan heyrist í umræðunni, en líklegt að þeir búi ekki yfir nægilegri færni sem nýtist þeim vel á næsta skólastigi þar sem t.d. yfirferð á lesefni eykst og texti þyngist. Góð lesfimi er ein af forsendum góðs lesskilnings og því mikilvægt að nemendur nái tökum á henni. Lesfimiprófið er hitamælir Umræðan um lesfimiprófið hefur verið býsna heit á köflum. Þar ruglar fólk jafnan saman mælitækinu sjálfu og viðmiðunum. Líta má á lesfimiprófið sem mælitæki eins og hitamæli sem veitir hlutlausar upplýsingar um stöðuna út frá alþjóðlega viðurkenndri aðferð um það hvernig meta á lestrarfærni þar sem niðurstöður eru gefnar upp í lesnum orðum á mínútu. Viðmiðin, sem eru gefin út fyrir hvern árgang, eiga svo að gefa til kynna æskilega stígandi í lestrarfærni nemenda eftir því sem lestrarnámi hans vindur fram. Þessu tvennu má ekki rugla saman, það er að segja aðferðinni við mat á lestrarfærninni (hitamælinum) og viðmiðunum sem mynda túlkunarramma á frammistöðu. Lesfimiviðmiðin Á þeim árum sem lesfimiprófið hefur verið í notkun hefur þess misskilnings jafnan gætt í umræðunni að markmiðið hljóti að vera það að lesa sem hraðast og má rekja þann misskilning að hluta til framsetningar á viðmiðunum sem brýnt er færa til betri vegar í ljósi þeirra gagna sem safnast hafa á undanförnum árum. Í Handbók um notkun lesfimi- og stuðningsprófa Lesferils, sem finna má á heimasíðu Menntamálastofnunar, er að finna allar upplýsingar um æskilega túlkun á niðurstöðum prófsins og eru kennarar og foreldrar hvattir til að kynna sér þær vel. Notkun stuðningsprófa við mat á lestri Ef nemandi nær ekki lágmarksviðmiði á lesfimiprófi er eðlilegt að kennari grípi til svokallaðra stuðningsprófa sem veita vísbendingar varðandi það hver ástæðan kann að vera fyrir slöku gengi nemanda á lesfimiprófinu. Annað stuðningsprófið, orðleysulestur, hjálpar kennara að leggja mat á færni nemandans í beitingu hljóðaaðferðar á meðan hitt stuðningsprófið, sem metur sjónrænan orðaforða, hjálpar kennara að leggja mat á forsendur nemenda til að ná tökum á lesfimi. Með því að leggja stuðningsprófin fyrir og nýta sér aðrar upplýsingar sem fást úr vinnu með nemendum geta kennarar hratt og örugglega fundið þá sem glíma mögulega við vanda í lestri á fyrstu stigum lestrarnáms og veitt snemmbæran stuðning. Jafnframt geta skólar nýtt sér niðurstöður lesfimi- og stuðningsprófa markvisst til að kortleggja heildarstöðu á nemendahópnum og fengið þannig góðar upplýsingar um stöðu og fjölda nemenda sem þurfa stuðning í lestri til lengri eða skemmri tíma. Þetta hjálpar skólum að forgangsraða við ráðstöfun á tíma stoðþjónustu og eykur líkur á að þeir nemendur, sem þurfa á aðstoð að halda, fái hana þar sem skýrar upplýsingar um stöðu þeirra liggja fyrir. Lítil notkun á stuðningsprófunum Notkunartölur á stuðningsprófunum benda hins vegar til þess að þau séu ekki nægilega markvisst notuð í skólastarfi en eins og áður segist fást með notkun þeirra dýrmætar upplýsingar og svör um það hvers vegna nemanda gengur mögulega illa á lesfimiprófi og þá í lestri. Menntamálastofnun vill því hvetja skóla til að gera notkun stuðningsprófanna að sjálfsögðum hluta við gagnaöflun um stöðu nemenda í lestri svo hægt sé að veita nauðsynlegan stuðning sem fyrst. Það er liður í því að tryggja að ekkert barn þurfi að sitja eftir með slaka lestrarfærni sem hefur áhrif á annað nám og líðan. Höfundur er læsisráðgjafi hjá MMS.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar