Þá tökum við stöðuna á stríðinu í Úkraínu og greinum frá niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Börn af annarri kynslóð innflytjenda ná mun verri tökum á íslensku en áður var talið. Vísindamennirnir segja stöðuna grafalvarlega og kalla eftir íslenskukennslu í leikskólum.
Við sýnum einnig myndir frá tilfinningaþrunginni minningarathöfn barnabarna Elísabetar Bretlandsdrottningar, sem vottuðu ömmu sinni virðingu sína í Westminster Hall síðdegis. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.
Hlusta má á kvöldfréttirnar í spilaranum hér að ofan.