Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Eitt stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar, nýjustu vendingar í málum Flokks fólksins, aðför lögreglu gegn blaðamönnum og vindmyllufellingar verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Ákærðu í umfangsmiklu fíkniefnamáli áttu í samskiptum með dulkóðunarforritinu Encrochat, samkvæmt vitnisburði lögreglu í morgun.

Stjórn Flokks fólksins mun funda síðar í dag til að freista þess að finna lausn á því vandamáli sem upp er komið í flokknum á Akureyri.

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans gagnrýnir harðlega framgöngu lögreglu og stjórnmálamanna gegn blaðamönnum í pistli á miðlinum. Ekkert bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir Páli Steingrímssyni, sem hafi átt einstaklega greiðan aðgang að lögreglu.

Vindmylla í Þykkvabæ verður felld í dag. Nú á að standa rétt að málum til að forðast uppákomu sem kom upp þegar síðasta mylla var tekin niður.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×