Hver er raunveruleg kaupgeta lágtekjufólks? Halldór Árnason skrifar 21. september 2022 08:00 Það virðist ríkja almenn sátt um það hér á landi að standa þurfi sérstakan vörð um kjör þeirra verst settu í samfélaginu. Iðulega þegar stjórnmálamenn tjá sig um efnahagsmál, og þá sérstaklega á þeim verðbólgutímum sem núna ríkja, nefna þeir sérstaklega að hlúa þurfi að þeim tekjulægstu vegna þess að verðbólgan bitnar verst á þeim. Algengt er að tekin sé saman tölfræði um launa- og kaupmáttarþróun mismunandi hópa í samfélaginu til að reyna að varpa ljósi á stöðu þeirra innbyrðis, gjarnan til að sýna fram á að þeir tekjulægstu hafi uppá síðkastið fengið hlutfallslega meira í sinn hlut þegar kemur að kjaraþróun. Þetta gera ekki bara stjórnmálamenn heldur einnig greinendur á markaði og Hagstofan heldur sérstaklega utan um launaþróun og aðra kjaratengda tölfræði fyrir mismunandi hópa samfélagsins. Ekkert af framansögðu er í sjálfu sér athugavert og er undirritaður alveg sammála því að huga þurfi sérstaklega að tekjulægstu hópunum þegar skóinn kreppir og í raun alla jafna. Það sem vekur athygli í þessu samhengi er að það er talið eðlilegt, og jafnvel nauðsynlegt, að halda sérstaklega til haga launaþróun mismunandi hópa til að geta kannað stöðu þeirra innbyrðis, en síðan er launaþróun allra hópa borin saman við eina verðbólgutölu og þannig er kaupmáttur mismunandi hópa mældur. Verðbólgumælingar byggja á neyslukörfu sem á að endurspegla neysluhegðun meðal Íslendings, á sama hátt og launavísitala Hagstofunnar á að endurspegla launaþróun meðalmanneskju í landinu. Það virðist ekki hvarfla að neinum að ætla að yfirfæra launaþróun meðalmanneskju yfir á þá tekjulægstu og því er launaþróun þeirra sérstaklega tekin fyrir, eins og áður var sagt. En skyldi engum detta í hug að samsetning neyslu þeirra tekjulægstu í samfélaginu og þeirra sem best standa, eða jafnvel bara meðalmanneskjunnar, sé ólík og því beri að leggja mat á ólíka neyslusamsetningu ólíkra hópa? Svarið er að jú, það virðist vera að fólki detti það í hug. Í beinni útsendingu frá rökstuðningi síðustu stýrivaxtahækkunar Seðlabankans, þar sem gera má ráð fyrir að allir fremstu hagfræðingar landsins væru samankomnir, nefndi Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri að verðbólga kæmi verst niður á þeim tekjulægstu og að Seðlabankinn styddi það að staðinn yrði sérstakur vörður um kjör þeirra. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka ýjaði að því að láglaunahópar nytu enn þá kaupmáttaraukningar þrátt fyrir að opinberar hagtölur segðu til um lækkandi kaupmátt, en sló þann varnagla á að það gilti helst um þá sem yrðu ekki fyrir beinum áhrifum af verðhækkunum á fasteignamarkaði. Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri peningastefnu tók undir með honum og sagði að láglaunahópar nytu enn þá kaupmáttaraukningar. Ráðherrar í ríkisstjórninni hafa einnig látið hafa eftir sér að standa þyrfti sérstakan vörð um kjör þeirra verst settu því verðbólgan bitnaði verst á þeim og einhverjir hafa í sömu andrá nefnt að reyndar væri kaupmáttur þeirra enn að aukast. Það virðist því vera ákveðinn samhljómur á meðal málsmetandi aðila í þessum efnum. En af hverju ætli „verðbólga tekjulágra“ sé þá ekki mæld sérstaklega þegar fólk virðist gera sér grein fyrir því að veruleiki þeirra er annar en meðalmanneskjunnar í hagkerfinu? Í þessu samhengi er nauðsynlegt að hafa í huga að það er mikilvægt að flókinn veruleiki sé einfaldaður þegar kemur að því að meta lífskjör þjóða og því ekkert athugavert við að hafa eina samræmda verðbólgumælingu og aðra samræmda launavísitölu og nota þessa mælikvarða til að mæla kaupmátt og þar með verðgildi gjaldmiðilsins. Svo eru aðrir samræmdir mælikvarðar notaðir til að mæla t.d. ójöfnuð til að hægt sé að skoða samhengi mismunandi stærða og leggja mat á heildarmyndina. En þegar svo mikil áhersla er lögð á það í þjóðfélagsumræðunni að hlúa að þeim tekjulægstu, af hverju er þá ekki verið að reyna að varpa betra ljósi á raunverulega stöðu þeirra með því að leggja mat á neyslusamsetningu þeirra og mæla síðan hvernig neyslukarfa þeirra þróast til að fá mat á kaupmátt þeirra? Ætli það sé ótti við að niðurstaðan úr slíkum mælingum kæmi sér illa fyrir þjóðfélagsumræðuna? Hér að neðan er varpað ljósi á það hve kaupmáttarþróun getur verið ólík eftir mismunandi hópum þegar mismunandi neyslukörfur eru notaðar til viðmiðunar. Tekið skal fram að sú neyslukarfa sem hér er sett saman til að reyna að endurspegla þróun innkaupaverðs lágtekjufólks er ekki sett saman á vísindalegan hátt, hún byggir eingöngu á mati höfundar á líklegri samsetningu neyslukörfunnar án neinnar teljandi rannsóknarvinnu. Eftirfarandi athugun er því eingöngu til gamans gerð og verður vonandi til þess að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að þegar ræða á mikilvæg málefni sé nauðsynlegt að hafa gögn sem unnin eru í þeim tilgangi að ræða nákvæmlega þau málefni. Í nýjustu skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stöðuna á leigumarkaði (sem reyndar er frá nóvember 2021) kemur fram að um 10% af þeim sem eru á leigumarkaði borga meira en 70% af ráðstöfunartekjum í leigu. Það er auðvelt að ímynda sér að meirihluti þeirra sem hafa lægstu tekjurnar séu á leigumarkaði og því hægt að draga einhverjar ályktanir af því um hlutfall húsnæðiskostnaðar í neyslukörfu þeirra. Hafa ber í huga að ráðstöfunartekjur og laun eru ekki sami hluturinn, sérstaklega þegar kemur að lágtekjuhópum þar sem þeir njóta millifærslna í gegnum húsnæðis- og barnabætur í meira mæli en aðrir hópar, ásamt því að greiða lægra hlutfall tekna sinna í tekjuskatt og útsvar. Til einföldunar er hér eingöngu skoðuð launaþróun en ekki þróun ráðstöfunartekna. Í þessari athugun er áætlað að 65% af neyslukörfu lágtekjufólks fari í húsnæðiskostnað. Restin af neyslukörfunni er bara ágiskun, enda skiptir ekki endilega öllu máli fyrir þessa athugun að áætla hana af nákvæmni, betra væri að Hagstofan legðist í slíkt mat, með sitt aðgengi að gögnum og sérfræðingum í þess konar vinnu. Hér að neðan má sjá samanburð á samsetningu vísitölu neysluverðs Hagstofunnar (VNV) og ímyndaðri vísitölu innkaupaverðs lágtekjufólks (VIL) sem sett var saman fyrir þessa athugun. Vægi mismunandi flokka í VNV er ekki fast yfir tíma, en eftirfarandi tölur eru frá mars 2022. Gögnin sem hér er stuðst við eru fengin beint frá Hagstofunni svo að mælingar á VNV byggja á mismunandi vægi yfir tíma en vægi mismunandi flokka í VIL er fast yfir allar mælingar og því er um talsverða einföldun að ræða hvað hana varðar. Sjá má að í VIL eru húsnæðisliðurinn og matvælaliðurinn samanlagt 90% af neysluútgjöldum þegar þeir liðir eru samanlagt 44,3% af VNV. Það eru síðan þrír flokkar sem eru ekki partur af VIL, sem þýðir að gert er ráð fyrir að lágtekjufólk hafi ekki efni á útgjöldum í þá flokka. Hér má síðan sjá samanburð á þróun VNV og VIL frá janúar 2020 til ágúst 2022: Það sem helst vekur athygli hér er að frá því í maí 2021 hefur 12 mánaða hækkun VIL verið meiri en VNV. Það þýðir að frá þeim tíma hefur lágtekjufólk horft fram á meiri kostnaðarhækkanir en meðalmanneskjan í samfélaginu, ef við gerum ráð fyrir að VIL endurspegli í reynd raunveruleika lágtekjufólks. Einnig má sjá að árstaktur hækkunar VNV lækkaði á milli júlí og ágúst á meðan árstakturinn í VIL jókst, þó með lækkandi hraða. Hér að neðan má sjá launa- og kaupmáttarþróun fyrir meðalmanneskju Hagstofunnar (launavísitala og kaupmáttarvísitala Hagstofunnar) og tveggja láglaunahópa sem Hagstofan heldur sérstaklega utan um mælingar á launaþróun fyrir. Annars vegar verkafólk og hins vegar þjónustu-, sölu og afgreiðslufólk (ÞSA). Þessir tveir hópar höfðu lægsta miðgildi reglulegra launa á síðasta ári af þeim starfsstéttum sem Hagstofan gerir launavísitölur fyrir. Á súluritinu hér að neðan má sjá miðgildi reglulegra launa fullvinnandi eftir starfsstéttum árið 2021. Rétt er að benda á að þegar talað er um ólíka hópa hér að neðan þá er verkafólk og þjónustu-, sölu og afgreiðslufólk borið sérstaklega saman við meðalmanneskju Hagstofunnar þegar þessir tveir hópar eru í raun partur af mælingum á meðaltalinu í samfélaginu þannig að það er ákveðin fylgni á milli vísitalna Hagstofunnar og hinna tveggja hópanna. Eftirfarandi graf sýnir launaþróun hópanna þriggja frá janúar 2020 til maí 2022, byggt á gögnum frá Hagstofunni: Hér sést glögglega að verkafólk hefur notið ríflegri launahækkana en hinir tveir hóparnir á tímabilinu sem um ræðir. Athygli vekur einnig hversu litlu munar á meðaltalinu og ÞSA. Hér má sjá kaupmáttarþróun hópanna þriggja á sama tímabili og launaþróunin nær yfir. Þar sem gögn hagstofunnar um verðlagsþróun ná til ágúst s.l. en gögn um launaþróun mismunandi hópa ná aðeins til maí s.l. er hér birt einskonar spá um kaupmáttarþróun sem byggir á því að launavísitala lágtekjuhópanna breytist á sama hátt og launavísitala Hagstofunnar í júní og júlí og standi hér um bil í stað í júní og lækki um 0,1% í júlí (Hagstofan birtir launavísitölu fyrir allan markaðinn á undan öðrum launavísitölum og eru því gögn til um launavísitölu fram í júlí). Kaupmáttur bæði verkafólks og ÞSA er miðaður við vísitölu innkaupaverðs lágtekjufólks (VIL) sem útskýrð er hér að ofan. Ljósbláa línan er þróun kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar. Það sem vekur sérstaka athygli hér er að frá því í september 2021 hefur kaupmáttarþróun lágtekjuhópanna nánast samfellt verið lakari en meðalmanneskjunnar. Miðað við fyrrgreinda spá um launaþróun í júní og júlí heldur sú þróun áfram. Miðað við forsendur þessarar skoðunar stenst ekki sú fullyrðing sem gjarnan hefur verið haldið fram, að lágtekjuhóparnir njóti enn þá kaupmáttaraukningar. Kaupmáttur ÞSA byrjaði að dragast saman í janúar og dróst saman næstu tvo mánuði á eftir. Lágtekjuhóparnir hafa því dregist aftur úr hvað kaupmáttarþróun varðar, miðað við gefnar forsendur. Á þessu grafi sést samanburður á kaupmáttarvísitölu hópanna þriggja frá janúar 2019 til júlí 2022. Allar kaupmáttarvísitölur hafa verið stilltar á gildið 100 í janúar 2019. Ljósbláa línan er kaupmáttarvísitala Hagstofunnar og vísitölur lágtekjuhópanna byggja á þróun VIL og launavísitölum Hagstofunnar fyrir viðkomandi starfsstétt. Punktalínurnar byggja á sömu spá um launaþróun lágtekjuhópa í júní og júlí útlistað er hér að ofan. Það sem vekur helst athygli hér er að þrátt fyrir að lágtekjuhóparnir tveir hafi dregist aftur úr í kaupmáttarþróun miðað við meðalmanneskjuna frá september 2021 er raungildi kaupmáttar beggja hópa enn hærra en meðalmanneskjunnar í júlí 2022, miðað við spá um launaþróun lágtekjuhópanna sem tíunduð er hér að ofan. Þetta helgast af því að kaupmáttarþróun lágtekjuhópanna var umtalsvert hagstæðari en meðalmanneskjunnar frá gildistöku lífskjarasamninganna í apríl 2019. Sú athugun sem hér hefur verið framkvæmd ætti að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að neyslusamsetning mismunandi hópa ætti að liggja til grundvallar mælingar á kaupmáttarþróun mismunandi hópa, í stað þess að launaþróun sé metin sérstaklega fyrir hvern hóp og sú þróun borin saman við eina verðlagsþróun til að mæla kaupmátt. Í þessari samantekt er engin efnisleg afstaða tekin til kjarabaráttu launafólks. Hér er eingöngu reynt að varpa ljósi á mikilvægi þess að rétt gögn séu notuð til grundvallar svo mikilvægrar umræðu, sérstaklega þegar allt bendir til þess að hörð barátta verði háð í komandi kjarasamningalotu. Það hlýtur að vera öllum aðilum vinnumarkaðarins, verkalýðshreyfingunni, atvinnulífinu og stjórnvöldum, til hags að eins nákvæm nálgun á raunveruleikann og möguleg er, sé notuð til grundvallar kjaraviðræðna. Hér með er skorað á Hagstofuna að leggja mat á neyslukörfu lágtekjuhópa og halda utan um verðlagsþróun hennar til að mæla raunverulega kaupgetu þeirra hópa. Mætti sú vinna verða að viðtekinni venju frekar en undantekningu til að aðilar vinnumarkaðarins geti sest niður og rætt raunverulegar staðreyndir frekar en nálganir og ályktanir. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það virðist ríkja almenn sátt um það hér á landi að standa þurfi sérstakan vörð um kjör þeirra verst settu í samfélaginu. Iðulega þegar stjórnmálamenn tjá sig um efnahagsmál, og þá sérstaklega á þeim verðbólgutímum sem núna ríkja, nefna þeir sérstaklega að hlúa þurfi að þeim tekjulægstu vegna þess að verðbólgan bitnar verst á þeim. Algengt er að tekin sé saman tölfræði um launa- og kaupmáttarþróun mismunandi hópa í samfélaginu til að reyna að varpa ljósi á stöðu þeirra innbyrðis, gjarnan til að sýna fram á að þeir tekjulægstu hafi uppá síðkastið fengið hlutfallslega meira í sinn hlut þegar kemur að kjaraþróun. Þetta gera ekki bara stjórnmálamenn heldur einnig greinendur á markaði og Hagstofan heldur sérstaklega utan um launaþróun og aðra kjaratengda tölfræði fyrir mismunandi hópa samfélagsins. Ekkert af framansögðu er í sjálfu sér athugavert og er undirritaður alveg sammála því að huga þurfi sérstaklega að tekjulægstu hópunum þegar skóinn kreppir og í raun alla jafna. Það sem vekur athygli í þessu samhengi er að það er talið eðlilegt, og jafnvel nauðsynlegt, að halda sérstaklega til haga launaþróun mismunandi hópa til að geta kannað stöðu þeirra innbyrðis, en síðan er launaþróun allra hópa borin saman við eina verðbólgutölu og þannig er kaupmáttur mismunandi hópa mældur. Verðbólgumælingar byggja á neyslukörfu sem á að endurspegla neysluhegðun meðal Íslendings, á sama hátt og launavísitala Hagstofunnar á að endurspegla launaþróun meðalmanneskju í landinu. Það virðist ekki hvarfla að neinum að ætla að yfirfæra launaþróun meðalmanneskju yfir á þá tekjulægstu og því er launaþróun þeirra sérstaklega tekin fyrir, eins og áður var sagt. En skyldi engum detta í hug að samsetning neyslu þeirra tekjulægstu í samfélaginu og þeirra sem best standa, eða jafnvel bara meðalmanneskjunnar, sé ólík og því beri að leggja mat á ólíka neyslusamsetningu ólíkra hópa? Svarið er að jú, það virðist vera að fólki detti það í hug. Í beinni útsendingu frá rökstuðningi síðustu stýrivaxtahækkunar Seðlabankans, þar sem gera má ráð fyrir að allir fremstu hagfræðingar landsins væru samankomnir, nefndi Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri að verðbólga kæmi verst niður á þeim tekjulægstu og að Seðlabankinn styddi það að staðinn yrði sérstakur vörður um kjör þeirra. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka ýjaði að því að láglaunahópar nytu enn þá kaupmáttaraukningar þrátt fyrir að opinberar hagtölur segðu til um lækkandi kaupmátt, en sló þann varnagla á að það gilti helst um þá sem yrðu ekki fyrir beinum áhrifum af verðhækkunum á fasteignamarkaði. Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri peningastefnu tók undir með honum og sagði að láglaunahópar nytu enn þá kaupmáttaraukningar. Ráðherrar í ríkisstjórninni hafa einnig látið hafa eftir sér að standa þyrfti sérstakan vörð um kjör þeirra verst settu því verðbólgan bitnaði verst á þeim og einhverjir hafa í sömu andrá nefnt að reyndar væri kaupmáttur þeirra enn að aukast. Það virðist því vera ákveðinn samhljómur á meðal málsmetandi aðila í þessum efnum. En af hverju ætli „verðbólga tekjulágra“ sé þá ekki mæld sérstaklega þegar fólk virðist gera sér grein fyrir því að veruleiki þeirra er annar en meðalmanneskjunnar í hagkerfinu? Í þessu samhengi er nauðsynlegt að hafa í huga að það er mikilvægt að flókinn veruleiki sé einfaldaður þegar kemur að því að meta lífskjör þjóða og því ekkert athugavert við að hafa eina samræmda verðbólgumælingu og aðra samræmda launavísitölu og nota þessa mælikvarða til að mæla kaupmátt og þar með verðgildi gjaldmiðilsins. Svo eru aðrir samræmdir mælikvarðar notaðir til að mæla t.d. ójöfnuð til að hægt sé að skoða samhengi mismunandi stærða og leggja mat á heildarmyndina. En þegar svo mikil áhersla er lögð á það í þjóðfélagsumræðunni að hlúa að þeim tekjulægstu, af hverju er þá ekki verið að reyna að varpa betra ljósi á raunverulega stöðu þeirra með því að leggja mat á neyslusamsetningu þeirra og mæla síðan hvernig neyslukarfa þeirra þróast til að fá mat á kaupmátt þeirra? Ætli það sé ótti við að niðurstaðan úr slíkum mælingum kæmi sér illa fyrir þjóðfélagsumræðuna? Hér að neðan er varpað ljósi á það hve kaupmáttarþróun getur verið ólík eftir mismunandi hópum þegar mismunandi neyslukörfur eru notaðar til viðmiðunar. Tekið skal fram að sú neyslukarfa sem hér er sett saman til að reyna að endurspegla þróun innkaupaverðs lágtekjufólks er ekki sett saman á vísindalegan hátt, hún byggir eingöngu á mati höfundar á líklegri samsetningu neyslukörfunnar án neinnar teljandi rannsóknarvinnu. Eftirfarandi athugun er því eingöngu til gamans gerð og verður vonandi til þess að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að þegar ræða á mikilvæg málefni sé nauðsynlegt að hafa gögn sem unnin eru í þeim tilgangi að ræða nákvæmlega þau málefni. Í nýjustu skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stöðuna á leigumarkaði (sem reyndar er frá nóvember 2021) kemur fram að um 10% af þeim sem eru á leigumarkaði borga meira en 70% af ráðstöfunartekjum í leigu. Það er auðvelt að ímynda sér að meirihluti þeirra sem hafa lægstu tekjurnar séu á leigumarkaði og því hægt að draga einhverjar ályktanir af því um hlutfall húsnæðiskostnaðar í neyslukörfu þeirra. Hafa ber í huga að ráðstöfunartekjur og laun eru ekki sami hluturinn, sérstaklega þegar kemur að lágtekjuhópum þar sem þeir njóta millifærslna í gegnum húsnæðis- og barnabætur í meira mæli en aðrir hópar, ásamt því að greiða lægra hlutfall tekna sinna í tekjuskatt og útsvar. Til einföldunar er hér eingöngu skoðuð launaþróun en ekki þróun ráðstöfunartekna. Í þessari athugun er áætlað að 65% af neyslukörfu lágtekjufólks fari í húsnæðiskostnað. Restin af neyslukörfunni er bara ágiskun, enda skiptir ekki endilega öllu máli fyrir þessa athugun að áætla hana af nákvæmni, betra væri að Hagstofan legðist í slíkt mat, með sitt aðgengi að gögnum og sérfræðingum í þess konar vinnu. Hér að neðan má sjá samanburð á samsetningu vísitölu neysluverðs Hagstofunnar (VNV) og ímyndaðri vísitölu innkaupaverðs lágtekjufólks (VIL) sem sett var saman fyrir þessa athugun. Vægi mismunandi flokka í VNV er ekki fast yfir tíma, en eftirfarandi tölur eru frá mars 2022. Gögnin sem hér er stuðst við eru fengin beint frá Hagstofunni svo að mælingar á VNV byggja á mismunandi vægi yfir tíma en vægi mismunandi flokka í VIL er fast yfir allar mælingar og því er um talsverða einföldun að ræða hvað hana varðar. Sjá má að í VIL eru húsnæðisliðurinn og matvælaliðurinn samanlagt 90% af neysluútgjöldum þegar þeir liðir eru samanlagt 44,3% af VNV. Það eru síðan þrír flokkar sem eru ekki partur af VIL, sem þýðir að gert er ráð fyrir að lágtekjufólk hafi ekki efni á útgjöldum í þá flokka. Hér má síðan sjá samanburð á þróun VNV og VIL frá janúar 2020 til ágúst 2022: Það sem helst vekur athygli hér er að frá því í maí 2021 hefur 12 mánaða hækkun VIL verið meiri en VNV. Það þýðir að frá þeim tíma hefur lágtekjufólk horft fram á meiri kostnaðarhækkanir en meðalmanneskjan í samfélaginu, ef við gerum ráð fyrir að VIL endurspegli í reynd raunveruleika lágtekjufólks. Einnig má sjá að árstaktur hækkunar VNV lækkaði á milli júlí og ágúst á meðan árstakturinn í VIL jókst, þó með lækkandi hraða. Hér að neðan má sjá launa- og kaupmáttarþróun fyrir meðalmanneskju Hagstofunnar (launavísitala og kaupmáttarvísitala Hagstofunnar) og tveggja láglaunahópa sem Hagstofan heldur sérstaklega utan um mælingar á launaþróun fyrir. Annars vegar verkafólk og hins vegar þjónustu-, sölu og afgreiðslufólk (ÞSA). Þessir tveir hópar höfðu lægsta miðgildi reglulegra launa á síðasta ári af þeim starfsstéttum sem Hagstofan gerir launavísitölur fyrir. Á súluritinu hér að neðan má sjá miðgildi reglulegra launa fullvinnandi eftir starfsstéttum árið 2021. Rétt er að benda á að þegar talað er um ólíka hópa hér að neðan þá er verkafólk og þjónustu-, sölu og afgreiðslufólk borið sérstaklega saman við meðalmanneskju Hagstofunnar þegar þessir tveir hópar eru í raun partur af mælingum á meðaltalinu í samfélaginu þannig að það er ákveðin fylgni á milli vísitalna Hagstofunnar og hinna tveggja hópanna. Eftirfarandi graf sýnir launaþróun hópanna þriggja frá janúar 2020 til maí 2022, byggt á gögnum frá Hagstofunni: Hér sést glögglega að verkafólk hefur notið ríflegri launahækkana en hinir tveir hóparnir á tímabilinu sem um ræðir. Athygli vekur einnig hversu litlu munar á meðaltalinu og ÞSA. Hér má sjá kaupmáttarþróun hópanna þriggja á sama tímabili og launaþróunin nær yfir. Þar sem gögn hagstofunnar um verðlagsþróun ná til ágúst s.l. en gögn um launaþróun mismunandi hópa ná aðeins til maí s.l. er hér birt einskonar spá um kaupmáttarþróun sem byggir á því að launavísitala lágtekjuhópanna breytist á sama hátt og launavísitala Hagstofunnar í júní og júlí og standi hér um bil í stað í júní og lækki um 0,1% í júlí (Hagstofan birtir launavísitölu fyrir allan markaðinn á undan öðrum launavísitölum og eru því gögn til um launavísitölu fram í júlí). Kaupmáttur bæði verkafólks og ÞSA er miðaður við vísitölu innkaupaverðs lágtekjufólks (VIL) sem útskýrð er hér að ofan. Ljósbláa línan er þróun kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar. Það sem vekur sérstaka athygli hér er að frá því í september 2021 hefur kaupmáttarþróun lágtekjuhópanna nánast samfellt verið lakari en meðalmanneskjunnar. Miðað við fyrrgreinda spá um launaþróun í júní og júlí heldur sú þróun áfram. Miðað við forsendur þessarar skoðunar stenst ekki sú fullyrðing sem gjarnan hefur verið haldið fram, að lágtekjuhóparnir njóti enn þá kaupmáttaraukningar. Kaupmáttur ÞSA byrjaði að dragast saman í janúar og dróst saman næstu tvo mánuði á eftir. Lágtekjuhóparnir hafa því dregist aftur úr hvað kaupmáttarþróun varðar, miðað við gefnar forsendur. Á þessu grafi sést samanburður á kaupmáttarvísitölu hópanna þriggja frá janúar 2019 til júlí 2022. Allar kaupmáttarvísitölur hafa verið stilltar á gildið 100 í janúar 2019. Ljósbláa línan er kaupmáttarvísitala Hagstofunnar og vísitölur lágtekjuhópanna byggja á þróun VIL og launavísitölum Hagstofunnar fyrir viðkomandi starfsstétt. Punktalínurnar byggja á sömu spá um launaþróun lágtekjuhópa í júní og júlí útlistað er hér að ofan. Það sem vekur helst athygli hér er að þrátt fyrir að lágtekjuhóparnir tveir hafi dregist aftur úr í kaupmáttarþróun miðað við meðalmanneskjuna frá september 2021 er raungildi kaupmáttar beggja hópa enn hærra en meðalmanneskjunnar í júlí 2022, miðað við spá um launaþróun lágtekjuhópanna sem tíunduð er hér að ofan. Þetta helgast af því að kaupmáttarþróun lágtekjuhópanna var umtalsvert hagstæðari en meðalmanneskjunnar frá gildistöku lífskjarasamninganna í apríl 2019. Sú athugun sem hér hefur verið framkvæmd ætti að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að neyslusamsetning mismunandi hópa ætti að liggja til grundvallar mælingar á kaupmáttarþróun mismunandi hópa, í stað þess að launaþróun sé metin sérstaklega fyrir hvern hóp og sú þróun borin saman við eina verðlagsþróun til að mæla kaupmátt. Í þessari samantekt er engin efnisleg afstaða tekin til kjarabaráttu launafólks. Hér er eingöngu reynt að varpa ljósi á mikilvægi þess að rétt gögn séu notuð til grundvallar svo mikilvægrar umræðu, sérstaklega þegar allt bendir til þess að hörð barátta verði háð í komandi kjarasamningalotu. Það hlýtur að vera öllum aðilum vinnumarkaðarins, verkalýðshreyfingunni, atvinnulífinu og stjórnvöldum, til hags að eins nákvæm nálgun á raunveruleikann og möguleg er, sé notuð til grundvallar kjaraviðræðna. Hér með er skorað á Hagstofuna að leggja mat á neyslukörfu lágtekjuhópa og halda utan um verðlagsþróun hennar til að mæla raunverulega kaupgetu þeirra hópa. Mætti sú vinna verða að viðtekinni venju frekar en undantekningu til að aðilar vinnumarkaðarins geti sest niður og rætt raunverulegar staðreyndir frekar en nálganir og ályktanir. Höfundur er hagfræðingur.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun