Tífalt fleiri fengu offitulyf í fyrra en árið 2017. Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir hafi tilætluð áhrif. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum síðar meir.
Minnst tólf eru látnir og fjörutíu særðir eftir árás Rússa á íbúðarhús í úkraínsku borginni Zaporizhzhia í nótt. Eldflaugum Rússa hefur ringt yfir borgina og er fjöldi íbúðarhúsa rústir einar.
Svokallað göngugrindahlaup og hjólastólarallí eru vikulegir viðburðir á Hrafnistu að sögn söngkonu sem syngur reglulega fyrir heimilismenn. Hún segir söng og dans færa eldra fólki ómælda hamingju.
Þá hittum við konu sem spinnur talsvert úr íslenskri ull af rokki, rétt eins og landnámskonur gerðu til að halda lífinu í fólkinu sínu.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu klukkan 18:30.