Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Alþýðusamband Íslands, hlaup úr Grímsvötnum, fjármögnun geðheilbrigðismála og Arctic Circle verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Þorri fundarmanna á þingi ASÍ samþykkti fyrir stundu að fresta þinginu fram á vor. Til stendur að nýta tímann til að þétta raðirnar á ný. Við ræðum við Heimi Má Pétursson fréttamann, sem hefur verið að fylgjast með þróun mála í morgun.

Enn er gert ráð fyrir að hlaup úr Grímsvötnum nái hámarki í dag eða á morgun.

Fjárframlög til geðheilbrigðismála eru aðeins áætluð 5% af heildarframlögum til heilbrigðismála, þrátt fyrir að umfang þeirra sé fjórðungur af málaflokknum. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar gangrýnir þetta og bendir á að engin breyting sé á þessu í fjárlagafrumvarpi næsta árs.

Aukinn hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×