Handhafi staðreynda í útlendingamálum? Helgi Áss Grétarsson skrifar 13. október 2022 07:30 „Við öll eigum rétt á okkar eigin skoðunum, en ekki okkar eigin staðreyndum“, er lausleg þýðing á kunnu orðatiltæki í bandarískum stjórnmálum. Þessi frasi hefur komið mér í huga undanfarna daga í tengslum við umræðu um tiltekna þætti stefnunnar í útlendingamálum. Af mörgu er að taka í þessum efnum en hér verður staðnæmst við tilteknar séríslenskar reglur í svokölluðum verndarmálum, þ.e. í málum einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi en sem þegar hafa fengið vernd í öðru Evrópuríki. Hverjar eru hinar séríslensku reglur? Íslensku sérreglurnar í verndarmálum hafa verið í gildi frá því að útlendingalög nr. 80/2016 voru sett. Undanfarin ár hefur oft verið gerð grein fyrir þessum reglum en sérstaða þeirra er tvíþætt: Í fyrsta lagier lögð sú skylda á stjórnvöld að taka mál einstaklinga, sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðru ríki, til efnismeðferðar ef útlendingurinn hefur slík tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða sérstakar ástæður mæla annars með því; Í öðru lagigildir svokölluð 12 mánaða regla, þ.e. mál hælisleitanda fær jafnan efnismeðferð hér á landi hafi verndarmálið verið til meðferðar lengur en 12 mánuði. Umboðsmaður Alþingis hefur fjallað ítarlega um síðara atriðið, tímafrestinn. Mat hans er skýrt, reglan um tímafrestinn er íslensk sérregla, sbr. álit hans frá 9. desember 2019 í máli nr. 9722/2018. Þetta mat umboðsmanns kemur vart heim og saman við svohljóðandi texta úr vísis-grein þingflokksformanns Samfylkingarinnar frá 12. október sl.: „Einnig hefur verið talað um að tímafrestir í lögum um útlendinga séu séríslenskir og leiði til að umsækjendur reyni að tefja ferlið. Slíkar fullyrðingar eiga heldur ekki við rök að styðjast...“. Hver er afleiðing hinna séríslensku reglna? Verndarmálum hér á landi fór að fjölga árið 2018, fór það árið í 16% af heildarfjölda umsókna hælisleitenda og var meira en helmingur umsókna árið 2020. Á síðasta ári nam hlutfallið 21%. Svona háar tölur sjást ekki í öðrum Evrópuríkjum. Nærtækt er því að ætla að hinar séríslensku reglur stuðli að fjölgun verndarmála. Augljóst má einnig vera að fjölgun hælisleitenda skapar áskoranir, m.a. fyrir innviði sveitarfélaga, svo sem fyrir skólastarf, félags- og heilbrigðisþjónustu og í húsnæðismálum. Að horfa framhjá þeim veruleika er óskynsamlegt þar eð einhver þarf að tryggja fé og hæft starfsfólk til að sinna þessum verkefnum. Ástæðulausar sérreglur Af áðurnefndri vísis-grein þingflokksformanns Samfylkingarinnar má ætla að viðkomandi upplifi sig sem handhafa staðreynda í útlendingamálum. Slík upplifun er hins vegar á villigötum þegar kemur að lögfræðilegri greiningu á því hvort á Íslandi séu sérreglur í verndarmálum eða ekki. Kjarni málsins er að slíkur sérreglur eru í gildi og fyrir því eru veik rök. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
„Við öll eigum rétt á okkar eigin skoðunum, en ekki okkar eigin staðreyndum“, er lausleg þýðing á kunnu orðatiltæki í bandarískum stjórnmálum. Þessi frasi hefur komið mér í huga undanfarna daga í tengslum við umræðu um tiltekna þætti stefnunnar í útlendingamálum. Af mörgu er að taka í þessum efnum en hér verður staðnæmst við tilteknar séríslenskar reglur í svokölluðum verndarmálum, þ.e. í málum einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi en sem þegar hafa fengið vernd í öðru Evrópuríki. Hverjar eru hinar séríslensku reglur? Íslensku sérreglurnar í verndarmálum hafa verið í gildi frá því að útlendingalög nr. 80/2016 voru sett. Undanfarin ár hefur oft verið gerð grein fyrir þessum reglum en sérstaða þeirra er tvíþætt: Í fyrsta lagier lögð sú skylda á stjórnvöld að taka mál einstaklinga, sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðru ríki, til efnismeðferðar ef útlendingurinn hefur slík tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða sérstakar ástæður mæla annars með því; Í öðru lagigildir svokölluð 12 mánaða regla, þ.e. mál hælisleitanda fær jafnan efnismeðferð hér á landi hafi verndarmálið verið til meðferðar lengur en 12 mánuði. Umboðsmaður Alþingis hefur fjallað ítarlega um síðara atriðið, tímafrestinn. Mat hans er skýrt, reglan um tímafrestinn er íslensk sérregla, sbr. álit hans frá 9. desember 2019 í máli nr. 9722/2018. Þetta mat umboðsmanns kemur vart heim og saman við svohljóðandi texta úr vísis-grein þingflokksformanns Samfylkingarinnar frá 12. október sl.: „Einnig hefur verið talað um að tímafrestir í lögum um útlendinga séu séríslenskir og leiði til að umsækjendur reyni að tefja ferlið. Slíkar fullyrðingar eiga heldur ekki við rök að styðjast...“. Hver er afleiðing hinna séríslensku reglna? Verndarmálum hér á landi fór að fjölga árið 2018, fór það árið í 16% af heildarfjölda umsókna hælisleitenda og var meira en helmingur umsókna árið 2020. Á síðasta ári nam hlutfallið 21%. Svona háar tölur sjást ekki í öðrum Evrópuríkjum. Nærtækt er því að ætla að hinar séríslensku reglur stuðli að fjölgun verndarmála. Augljóst má einnig vera að fjölgun hælisleitenda skapar áskoranir, m.a. fyrir innviði sveitarfélaga, svo sem fyrir skólastarf, félags- og heilbrigðisþjónustu og í húsnæðismálum. Að horfa framhjá þeim veruleika er óskynsamlegt þar eð einhver þarf að tryggja fé og hæft starfsfólk til að sinna þessum verkefnum. Ástæðulausar sérreglur Af áðurnefndri vísis-grein þingflokksformanns Samfylkingarinnar má ætla að viðkomandi upplifi sig sem handhafa staðreynda í útlendingamálum. Slík upplifun er hins vegar á villigötum þegar kemur að lögfræðilegri greiningu á því hvort á Íslandi séu sérreglur í verndarmálum eða ekki. Kjarni málsins er að slíkur sérreglur eru í gildi og fyrir því eru veik rök. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun