Stefna stjórnar (og stjórnarandstöðu) í hælisleitendamálum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 18. október 2022 16:01 Eins og svo oft hefst ekki umræða um mikilvæg mál fyrir alvöru fyrr en í óefni er komið. Þingmenn Miðflokksins hafa árum saman bent á í hvað stefndi í hælisleitendamálum. -Bent á að búið væri að koma Íslandi rækilega á kortið hjá þeim sem skipuleggja fólksflutninga og samanburðinn við hin Norðurlöndin. Eftir að ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættuástandi á landamærunum vegna þess mikla straums sem liggur til Íslands, umfram önnur lönd, hefur umræða loksins hafist um málið. Hin stjórnarandstaðan Viðbrögð hinnar stjórnarandstöðunnar eru fyrirsjáanleg. Tal um að það sé einhvers konar mannvonska að velta þessu yfir höfuð fyrir sér. Það þótt verið sé að ræða um hvernig við gerum sem mest gagn fyrir sem flesta þeirra sem eru í mestri neyð fremur en að gera Ísland að söluvöru erlendra glæpagengja og missa öll tök. Hér vitna ég óbeint í forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen. Afstaða ríkisstjórnarflokkanna er hins vegar áhugaverðari: Sjálfstæðisflokkurinn Tveir ráðherrar flokksins, fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra hafa viðurkennt að um ófremdarástand sé að ræða og að það sé afleiðing þeirrar stefnu sem ríkisstjórnin hefur rekið. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar vill hins vegar enn meiri straum en bara endurskilgreina hann. Dómsmálaráðherra boðar fimmtu tilraun til að ná fram útlendingafrumvarpi sem er löngu orðið útþynnt og mun ekki breyta stöðunni mikið þótt það sé vissulega til bóta. Þó er bara „korter” síðan flokkurinn vann að því með hinum stjórnarflokkunum að troða í gegn, með góðu eða illu, þingmáli sem auglýsti Ísland meira en nokkuð annað sem áfangastað. Það tókst þeim í þriðju tilraun (eftir að Miðflokkurinn hafði náð að stöðva það tvisvar). SPÁ: Sjálfstæðisflokkurinn mun gefa eftir einu sinni sem oftar. Vinstri græn Ráðherrar flokksins tukta samráðherra sína úr Sjálfstæðisflokknum til og segja að Ísland sé hvergi nærri sprungið sem móttökustaður en vilja þó alls ekki móttökumiðstöð. Dómsmálaráðherra fær miklar trakteringar fyrir að nefna slíkt. Að því er virðist gengur stefnan út á að ekki eigi að hafna neinum sem býr við lakari kjör en gerist og gengur á Íslandi. SPÁ: Vg vinnur Framsóknarflokkurinn Sigmar Guðmundsson (Viðreisn) leitaði eftir afstöðu innviðaráðherra til málsins. Svarið sagði allt sem segja þarf um Nýju Framsókn eins og flokkurinn kallar sig nú. Ráðherrann gat ekki með nokkru móti svarað því hvað honum fyndist um málið eða málaflokkinn yfir höfuð. Ráðherranefnd um útlendingamál (sem hann á ekki sæti í) ætti nefnilega eftir að ræða það. SPÁ: Nýja Framsókn mun fylgja hvaða stefnu sem verður ofan á og segja svo að þetta hafi alltaf verið augljóst og einmitt stefna flokksins. Niðurstaða: Það verður viðvarandi óstjórn í þessum málaflokki. Ísland verður áfram helsti áfangastaður Norðurlandanna og við þar með ekki í aðstöðu til að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp að halda nema fólk taki undir með M(ette). Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Hælisleitendur Miðflokkurinn Alþingi Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og svo oft hefst ekki umræða um mikilvæg mál fyrir alvöru fyrr en í óefni er komið. Þingmenn Miðflokksins hafa árum saman bent á í hvað stefndi í hælisleitendamálum. -Bent á að búið væri að koma Íslandi rækilega á kortið hjá þeim sem skipuleggja fólksflutninga og samanburðinn við hin Norðurlöndin. Eftir að ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættuástandi á landamærunum vegna þess mikla straums sem liggur til Íslands, umfram önnur lönd, hefur umræða loksins hafist um málið. Hin stjórnarandstaðan Viðbrögð hinnar stjórnarandstöðunnar eru fyrirsjáanleg. Tal um að það sé einhvers konar mannvonska að velta þessu yfir höfuð fyrir sér. Það þótt verið sé að ræða um hvernig við gerum sem mest gagn fyrir sem flesta þeirra sem eru í mestri neyð fremur en að gera Ísland að söluvöru erlendra glæpagengja og missa öll tök. Hér vitna ég óbeint í forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen. Afstaða ríkisstjórnarflokkanna er hins vegar áhugaverðari: Sjálfstæðisflokkurinn Tveir ráðherrar flokksins, fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra hafa viðurkennt að um ófremdarástand sé að ræða og að það sé afleiðing þeirrar stefnu sem ríkisstjórnin hefur rekið. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar vill hins vegar enn meiri straum en bara endurskilgreina hann. Dómsmálaráðherra boðar fimmtu tilraun til að ná fram útlendingafrumvarpi sem er löngu orðið útþynnt og mun ekki breyta stöðunni mikið þótt það sé vissulega til bóta. Þó er bara „korter” síðan flokkurinn vann að því með hinum stjórnarflokkunum að troða í gegn, með góðu eða illu, þingmáli sem auglýsti Ísland meira en nokkuð annað sem áfangastað. Það tókst þeim í þriðju tilraun (eftir að Miðflokkurinn hafði náð að stöðva það tvisvar). SPÁ: Sjálfstæðisflokkurinn mun gefa eftir einu sinni sem oftar. Vinstri græn Ráðherrar flokksins tukta samráðherra sína úr Sjálfstæðisflokknum til og segja að Ísland sé hvergi nærri sprungið sem móttökustaður en vilja þó alls ekki móttökumiðstöð. Dómsmálaráðherra fær miklar trakteringar fyrir að nefna slíkt. Að því er virðist gengur stefnan út á að ekki eigi að hafna neinum sem býr við lakari kjör en gerist og gengur á Íslandi. SPÁ: Vg vinnur Framsóknarflokkurinn Sigmar Guðmundsson (Viðreisn) leitaði eftir afstöðu innviðaráðherra til málsins. Svarið sagði allt sem segja þarf um Nýju Framsókn eins og flokkurinn kallar sig nú. Ráðherrann gat ekki með nokkru móti svarað því hvað honum fyndist um málið eða málaflokkinn yfir höfuð. Ráðherranefnd um útlendingamál (sem hann á ekki sæti í) ætti nefnilega eftir að ræða það. SPÁ: Nýja Framsókn mun fylgja hvaða stefnu sem verður ofan á og segja svo að þetta hafi alltaf verið augljóst og einmitt stefna flokksins. Niðurstaða: Það verður viðvarandi óstjórn í þessum málaflokki. Ísland verður áfram helsti áfangastaður Norðurlandanna og við þar með ekki í aðstöðu til að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp að halda nema fólk taki undir með M(ette). Höfundur er formaður Miðflokksins.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun