Það þarf varla að koma neinum á óvart að hinir tveir sem hafa náð þessum ótrúlega áfanga eru þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.
Lewandowski skoraði tvö mörk fyrir Barcelona er liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn Villarreal og svaraði þar með fyrir tapið gegn Real Madrid í seinustu umferð. Fyrir leikinn var Pólverjinn með 599 mörk á ferlinum og mörk gærkvöldsins voru því númer 600 og 601.
Robert Lewandowski scored his 600th and 601st competitive goal for club & country today.
— ESPN FC (@ESPNFC) October 20, 2022
What a milestone 👏 pic.twitter.com/Fux7cg8k8D
Þessi 34 ára gamli framherji hefur farið vel af stað síðan hann gekk í raðir Börsunga frá Bayern München í sumar fyrir um 50 milljónir evra, en hann hefur nú skorað 16 mörk í fyrstu 14 leikjum sínum fyrir félagið.
Áður hafði hann skorað 344 mörk í 375 leikjum fyrir Bayern og 103 mörk í 186 leikjum fyrir Borussia Dortmund. Þá var hann þegar búinn að skora 21 mark fyrir Znicz Pruszkow og 41 mark fyrir Lech Poznan í Póllandi, en leikmaðurinn hefur einnig skorað 76 mörk í 134 leikjum fyrir pólska landsliðið og er hann langmarkahæsti leikmaður liðsins frá upphafi.